Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008
Kveiktu í bíl
Óprúttnir aðilar kveiktu í bif-
reið við Flugvallarveg á Suður-
nesjum skömmu eftir miðnætti
í fyrrinótt. Bíllinn hafði farið út
afveginum nokkrum dögum
áður og höfðu eigendur ekki enn
sótt hann. Vitni sá til tveggja bif-
reiða við bílinn skömmu áður en
hann brann. Er þeirra nú leitað.
Slökkviliðsmenn frá Brunavörn-
um Suðurnesja slökktu eldinn en
bifreiðin er handónýt.
Þá voru tveir látnir gista
fangageymslur lögreglunnar
eftir slagsmál við Hafnargötu í
Reykjanesbæ og einn ökumaður
var stöðvaður, grunaður um ölv-
un við akstur.
f eltingarleik við
skartgripaþjóf
Hann var sleipur þjófurinn
sem braust inn í skartgripa-
búð við Veltusund klukkan hálf
níu í gærmorgun. Glöggir lög-
reglumenn veittu því athygli í
eftirlitsmyndavélakerfi sínu að
maður braut rúðu í versluninni.
Þegar lögregla kom á staðinn var
maðurinn með höndina inn um
gluggann tínandi skartgripi ofan
í poka. Hann hljóp á brott þeg-
ar hann sá lögregluna en þegar
hann var kominn nokkuð frá
búðinni kom bíll sem
tók hann upp í.
Skömmu síðar var
tilkynnt um sama bíl
á ofsahraða í Skerja-
firði. Þegar lögregl-
an kom á staðinn
var bifreiðin stopp
og mennirnir á bak
og burt. Þeir fund-
ust hins vegar á rölt-
inu skömmu síðar með
skartgripina.
Háhraðinn
í dreifbýlið
Ríkiskaup hafa óskað eft-
ir tilboðum í uppbyggingu
háhraðatenginga á svæðum
þar sem þær eru ekki í boði.
Um er að ræða verkefni sem
tryggir íbúum háhraðateng-
ingu og tilheyrandi þjónustu
til ársins 2014 hið minnsta.
Óskað er eftir tilboðum fyrir
hönd íjarskiptasjóðs sem var
stofnaður árið 2005. Hlut-
verk hans er meðal annars
að styðja við uppbyggingu
fjarskáptakerfa á svæðum þar
sem fjarskiptafyrirtæki hafa
ekki treyst sér í uppbyggingu
vegna lítils markaðar. Ibúar
á dreifbýlissvæðum virðast
því vera að uppskera erfiði
áralangrar baráttu sinnar fyrir
bættu netsambandi.
Feðqar
féllu í vök
Feðgar komust í hann
krappan á Hvaleyrarvatni I
Hafnarfirði um þrjúleytið í
gær. Mennirnir höfðu farið
á mótorhjólum út á fros-
ið vatnið en eins og oft vill
verða var ísinn ekki nógu
þykkur og því féllu þeir báðir
í vök skömmu eftir að þeir
fóru út á ísinn. Þeir náðu þó
að komast á þurrt fljótlega
og hringdu í lögregluna sem
kom á vettvang. Mennirnir
sluppu án meiðsla en voru
kaldir eftir volkið. Þeir fengu
síðan aðstoð björgunarsveita
við að hífa hjólin upp úr
vatninu.
Fréttir PV j
Franklín Kristinn Stiner vill að ummæli um hann sem fíkniefnasala verði dæmd dauð
og ómerk. Að auki vill hann fá eina milljón króna í skaðabætur og segir ummælin hafa
fengið mjög á sig andlega. Jón Magnússon, verjandi þeirra stefndu, furðaði sig á því að
Franklín höfðaði skaðabótamál nú vegna ummæla sem komu fyrst fram fyrir áratug.
HVÍTSKÚRAÐUR
KÓRDRENGUR
BALDUR GUÐMUNDSSON a
bladamadur skrifar: baldur@dv,is Æ
Franklín Kristinn Stiner krefst þess
að fá milljón króna í skaðabætur
vegna ummæla sem birtust í dag-
blaðinu Blaðinu í nóvember 2006.
Þar kom meðal annars fram að
Franklín væri einn stærsti fíkniefna-
sali landsins. Málið rekur Franklín
gegn ritstjóranum Sigurjóni M. Eg-
ilssyni og blaðamanninum Trausta
Hafsteinssyni. Það var tekið fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur á föstu-
daginn. Franklín krefst þess að um-
mæli þeirra verði dæmd dauð og
ómerk auk þess sem hann fer fram á
milljón króna í skaðabætur.
Mættir í Héraðsdóm Reykjavík-
ur á föstudaginn voru Trausti Haf-
steinsson og verjandi þeirra Sigur-
jóns, Jón Magnússon þingmaður
og lögmaður. Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson, lögmaður stefnanda, var
mættur en stefnandi var fjarri góðu
gamni.
Stærsti fíkniefnasali landsins
Franklín krafðist þess meðal
annars að ummæli Blaðsins þess
efnis að hann væri stærsti fíkniefna-
sali landsins verði dæmd dauð og
ómerk, en þetta orðalag kom fram
í umfjöllun blaðsins þrjá daga í
byrjun nóvember 2006. Þá var þess
einnig krafist að orðalagið að „allt
væri vaðandi í fíkniefnum" í bíl og á
heimili stefnanda yrði dæmt ómerkt
enda hefðu tvær húsleitir hjá
Franklín Stiner leitt í ljós að hvergi
var gramm af ólöglegum efnum að
finna. Dómkrafan var í mörgum lið-
um en stefnandi krafðist þess með-
al annars að fullyrðingar Trausta og
Sigurjóns um að stefnandi hefði selt
ungum pilti kíló af fíkniefnum og að
hann hefði unnið í skjóli lögregluyf-
irvalda yrðu dæmdar ómerkar.
Hreint sakavottorð
Þegar Vilhjálmur sýndi hreint
sakavottorð Franklíns virtist Jóni
„Getur verið að hann
hafi í tvo áratugi verið
umtalaðurí virtustu
fjölmiðlum landsins
sem einn umsvifamesti
fíkniefnasali landsins?"
Magnússyni, lögmanni stefndu,
skemmt. Vilhjálmur sagði enn frem-
ur að ærumeiðingar þær sem áður
væru taldar hefðu fengið mjög á
stefnanda andlega og benti á að þær
hefðu verið settar fram án nokkurra
raka eða nafngreindra heimilda.
Stefndi krefðist þess að fá milljón
í skaðabætur, auk vaxta og máls-
kostnaðar. Benti lögmaður á að ef
skaðbæturnaryrðu miklu lægri væri
hættan sú að fjölmiðlar teldu það
beinlínis hagstætt að hafa uppi æru-
meiðingar. Hagnaðurinn af seldum
eintökum yrði meiri en sá kostnað-
ur sem skaðabótagreiðslum næmi,
ef til þess kæmi. Loks vísaði Vil-
hjálmur í „Bubbadóminn" og fleiri
dóma sem sýndu fordæmi þess að
ummæli af svipuðum toga hefðu
verið dæmd ómerk.
Hvítskúraður kórdrengur
Jón Magnússon, lögmaður
stefndu, krafðist þess fyrir hönd
þeirra Trausta og Sigurjóns að þeir
yrðu báðir sýknaðir. Sigurjón er
fýrrverandi ritstjóri DV og Trausti
.núverandi blaðamaður DV. Sagði
Jón að Vilhjálmur gerði því skóna að
skjólstæðingur hans væri hvítskúr-
aður kórdrengur.
„Skyldi það vera þannig að stefn-
andi hafi brotið gegn lögum um
meðferð fíkniefna? Getur verið að
hann hafi setið í fangelsi vegna
þessa? Getur verið að hann hafi í tvo
áratugi verið umtalaður í virtustu
íjölmiðlum landsins sem einn um-
svifamesti fíkniefnasali landsins?"
sagði Jón og rakti áratugsgaml-
ar umfjallanir Morgunblaðsins og
Mannlífs um sækjanda.
Sagði hann enn fremur að með
ólíkindum væri að nú væri höfðað
mál vegna ummæla sem hefðu leg-
ið fyrir í tíu ár og rakti hversu auð-
velt væri að finna upplýsingar sem
bendla stefnanda við vafasamt hátt-
erni, meðal annars í opinberum
gögnum. Spurði hann einnig hver
miski stefnanda væri, úr því hann
færi fram á skaðabætur.
Fáránleg rök
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög-
maður stefnanda, sagði að vissulega
væri stefnandi enginn kórdrengur.
„Þvert á móti." Hann sagði líka að
rök verjenda væru fáránleg. „Segj-
um sem svo að einhver á barnaland.
is segi að einhver sé barnaníðing-
ur. Fimm árum síðar segir Mogginn
það sama. Er það í lagi?" spurði Vil-
hjálmur og sagði fáránlegt að fyrri
umfjallanir í fjölmiðlum réttíættu
meiðyrði þau sem höfð hefðu verið
uppi af Trausta og Sigurjóni í nóv-
ember 2006.
Málið var lagt í dóm en niður-
staða verður kunngjörð síðar.
Franklin Kristinn Stiner Mætti
ekki í héraðsdóm á föstudaginn.
Ekkert hefur heyrst af aðgerðum í kjölfar skýrslu um skattsvik sem lögð var fram 2005:
Skoða aðgerðir gegn skattsvikum
„Mikilvægt er að skýrslur sem
þessar deyi ekki inni í kerfinu. Það
þarf að vera uppi á borðum hvað er
búið að gera og hvað er fram undan,"
segir Ármann Kr. Ólafsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins. Hann
lagði fram fyrirspurn til fjármálaráð-
herra á þriðjudag um aðgerðir gegn
skattsvikum. I febrúar 2005 kynnti
þáverandi fjármálaráðherra Alþingi
skýrslu starfshóps um umfang skatt-
svika á íslandi og vill Ármann vita
hvernig tillögum sem þar komu fram
hefur verið fýlgt eftir.
Ármann segist gefa sér að unnið
hafi verið eftir tillögunum en lang-
ar að fá heildaryfirsýn. Þannig óskar
hann eftír að fá að vita hvaða tillög-
ur hafi komist til framkvæmda og af
hverju ekki hefur verið farið að tillög-
um sem enn eru á teikniborðinu, ef
einhverjar eru.
Skýrslan var í 25 liðum þar sem
farið var yfir ýmis atriði sem þarf að
skoða. Má þar nefna virkari upp-
lýsingaskyldu á milli landa um
skattamál, skattskil stórfyrirtækja
og upplýsingar í ársreikningum um
greiðslur til stjórnenda. Einnig er
lagt til að fgrið verði yfir hver staða
og ábyrgð endurskoðanda sé og því
velt upp hvort styrkja þurfi ábyrgð
þeirra.
Ármann segir skattamál mikið til
umfjöllunar í þinginu: „Þegar fram
kemur skýrsla með þetta mörgum
og skýrum tillögum er nauðsynlegt
að fá yfirlit yfir hvað er búið að gera."
Hann ítrekar að skýrar og gegnsæj-
ar skattareglur bæti starfsskilyrði og
samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja
sem eru heiðarleg í sínum rekstri.
Þannig aukist jafnræði með fýrir-
tækjum.
Fleiri skýrslur virðast týndar og
óskaði Rósa Guðbjartsdóttir, vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokks, eftir
því að forsætisráðuneytið upplýsti
um hvað hefði verið gert í kjölfar
þess að nefnd forsætísráðherra skil-
aði af sér skýrslu um alþjóðlega fjár-
málastarfsemi á Islandi. Hún var birt
í október 2006 og lítið heyrst af henni
síðan en þar var meðal annars tekið
sérstaklega á nauðsyn þess að hafa
skýrt skatta- og lagaumhverfi hér á
landi til að laða að erlenda aðila.
erla@dv.is
Skýrsla í dvala
Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir
svörum frá fjármálaráðherra um
hvað hefur verið gert til að sporna
við skattsvikum. Árið 2005 var lögð
fram skýrsla í 25 liðum um málið
sem ekkert hefur spurst til síðan.