Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Side 5
DV Fréttir MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 5 „Ábyrg gagnrýni málefnalegra fjölmiðla er lýðræðinu mikilvæg. En fjölmiðlar eiga ekki að segja stjórnmálamönnum fyrir verkum. Það ger- ir samviska þeirra - og kjósendur á endanum." sem við getum lagt allt okkar traust á. Það veitir okkur öryggiskennd. En hugmyndin um slíkan stjóm- málamann er röng og háskaleg. Hún er röng af því að slíkur stjórnmála- maður verður aldrei til og hún er háskaleg vegna þess að hún er and- lýðræðisleg, dregur úr málefnalegri gagnrýni og er í ætt við einræðis- og alræðishyggju. í rauninni snýst spumingin ekki um það hvort við gemm mistök. Það gemm við öll. Hún snýst um hitt, hvort'við erum reiðubúin að viður- kenna mistök okkar og læra af þeim. Þetta er stóra spurningin því all- ur þroski, uppgötvanir og framfar- ir byggja á þessu viðhorfi: Að gagn- rýna, viðurkenna mistök sín og vera reiðubúinn að læra af þeim. Mér finnst ég hafa verið ærlegur stómmálamaður í þeim skilningi að ég fjallaði hreinskilmslega um mis- tök mín fýrir opnum tjöldum. Við- brögð fjölmiðla hafa hins vegar falist í aukinni hörku og skorti á umburð- arlyndi gagnvart slíkri afstöðu. Ef fram heldur sem horfir í þeim efnum munu stjórnmálamenn í auknum mæli sópa mistökum sínum undir teppið og gera í því að leika hinn full- komna stjómmálamann. Það yrði óheillaþróun." Formannsstuðningur Hvemig tók formaöur flokksins þessari ákvörðun þinni? „Hann tók henni að sjálfsögðu eins og hann er margoft búinn að lýsa yfir að hann myndi gera. Hann tók henni vel og styður mig í þessum efnum og mér þykir vænt um stuðn- ing hans sem er mér afar mikilvæg- ur." Fyrrverandi formaöur flokksins, Davíö Oddsson, mun hafa látiö þau oröfalla aö þú eigir ekki að segja af þér. HafÖi þaö áhrif á þína ákvörö- un? „Davíð hefur stutt mig dyggi- lega og mér þykir afar vænt um það. Við erum gamlir vinir og samstarfs- menn. Við unnum mikið saman þeg- ar hann varð borgarstjóri og ég for- maður skipulagsnefndar. Þá lögðum við til dæmis á ráðin um íbúðabyggð í Grafarvogi sem heppnaðist með ágætum. Einnig öfluga uppbyggingu hjúkrunarheimila, þjónustuíbúða og félagsmiðstöðva fýrir eldri borg- ara, ásamt öðlingnum Páfi Gíslasyni, lækni og borgarfulltrúa. Annars hefur allur stuðningur við mig haft áhrif á þessa ákvörðun mína. Ótrúlegur fjöldi einstaklinga, bæði innan og utan Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við mig á síðustu dögum, hvatt mig til dáða, hughreyst mig og lýst yflr stuðningi við mig. Það er ómetanlegt við þær aðstæður sem ég og fjölskylda mín höfum búið við síðustu dagana." Ágreiningi lekið í fjölmiðla En hefurþú aldreifengið þaö á til- flnninguna í öllum þessum darraö- ardansi aö þínir eigin borgarfulltrú- ar hafl svikiö þig? „Nei. Við höfum að vísu öll gert mistök sem voru ekki síst í því fólgin að bera um of ágreining okkar á torg í upphafi. Ágreiningur í borgarstjórn- arflokkum, þingflokkum og meiri- hlutasamstarfi er mun algengari en fólk gerir sér grein fýrir. Og það er í sjálfu sér engin þörf á því að básúna allan slíkan ágreining í fjölmiðla sem hægt er að leysa með yfirveguðum samræðum. Þegar á heildina er litið hafa borg- arfulltrúar og varaborgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins staðið við bak- ið á mér. Það hefur til dæmis aldrei hvarflað að mér að ég ætti ekki allan tímann óskoraðan stuðning borgar- stjómarflokksins. Auðvitað hafa fjöl- miðlar svo viljað meina allt annað þó svo að þeir hafl aldrei fengið yfir- lýsingar úr þessum hópi þar að lút- andi." Hvernig líður svo Vilhjálmi eftir þessa neikvceðu fjölmiðlaholskeflu? Nú bregður fýrir gamalkunnu brosi hjá borgarstjóranum fýrrver- andi: „Mér líður bara þokkalega, þakka þér fýrir. Ég hef ýmsa fjör- una sopið í gegnum árin og hef fýrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að góð samviska, jafriaðargeð og jákvæð afstaða skipti mestu við aðstæður sem þessar. Ég get hins vegar ekki neitað þvf að ég hef haft áhyggjur af fjölskyldu minni. Þessi fjölmiðla- aðför hefur valdið henni ómældum kvíða og áhyggjum og það er sárt til þess að vita." Nú þagnar Vilhjálmur, lítur upp og hugsar sig um, en heldur svo áfram: „Ég er enginn dýrlingur og hef aldrei reynt að draga upp þá mynd af mér fýrir sjálfan mig eða aðra. En ég er heldur ekki óheiðarlegur skúrk- ur eins og nokkrir fjölmiðar vilja meina. Hvort sem menn trúa því eða ekki, þá hef ég verið að vasast í þess- ari borgarpólitík í öll þessi ár til að láta gott af mér leiða. Það hefur verið mitt meginmarkmið. Vonbrigði mín og áhyggjur undanfarna daga hafa því ekki síst snúist um þá spurningu hvort mér auðnist með öðru góðu fólki að fá að hrinda í framkvæmd þeim góðu málefnum sem nú hafa fallið í skuggann fyrir persónulegu karpi um völd og vegtyllur. Þar eru mér efst í huga húsnæðis- og þjón- ustumál aldraðra hér í höfuðborg- inni, en auk þess fjölmörg önnur málefni sem þola í rauninni enga bið. Þetta er kannski stærsti skaðinn af öllu þessu upphlaupi. Þess vegna er mál að linni og við förum að snúa okkur að hagsmunamálum bogar- innar - til þess vorum við kosin." kgk@dv.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður áfram oddviti. Gunnar Helgi Kristinsson telur að val á borgarstjóraefni geti orðið tilefni til frekari átaka innan Sjálfstæðisflokksins. \ l Að mörgu að hyggja Vilhjálmur ætlar að vera borgarfulltrúi áfram. Ákvörðun um borgarstjóra- efni sjálfstæðismanna getur orðið tilefni til frekari illdeilna innan flokksins, Borgarstjórn- arflokkur Sjálfstæðisflokks hyggst taka ákvörðun (málinu og tilkynna hana seinna. BARÁTTAN HEFST UM STÓL BORGARSTJÓRA Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa enga ákvörðun tekið um það hver verður borgarstjóri á næsta ári. Hanna Bima Kristjánsdóttir lýsti því yflr í samtali við Ríkisútvarpið í gær- kvöldi að hún gæfl kost á sér í emb- ætti borgarstjóra. Hvorki Hanna Bima né Gísli Marteinn Baldursson svömðu símtölum í gærkvöldi. Stíft var fundað á heimili Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar í Breið- holtinu á laugardagskvöld. Eftir fund borgarfulltrúanna fjórtán með Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokks- ins, í húsnæði Sjálfstæðisfélagsins í Breiðholtí í hádeginu í gær, barst yfirlýsing frá Vilhjálmi um að hann ætlaði sér að sitja áfram sem borg- arfulltrúi. „Eins .og þetta blasir við í dag gætí verið hollast fýrir Sjálfstæð- isflokkinn að velja sér næsta borgarstjóra með einhvers kon- ar kosningu," segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálaffæðipróf- essor. „Ef ekki blasir beinlínis við hver sest í borgarstjórastólinn get- ur það orðið ástæða til enn frekari átaka innan Sjálfstæðisflokksins." Innanflokkserjur og glundroði „Það er augljóst að borgarfull- trúamir hafa deilt svo hatrammlega að þeir hafa ekki getað tekið af skar- ið um borgarstjóraefni flokksins," segir Dagur B. Eggertsson, odd- viti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Honum sýnist að Vilhjálmur lifi í þeirri von að hann geti orðið borg- arstjóri á nýjan leik. „Hann lafir inni sem oddvití og formaður borg- arráðs. Á meðan sitja borgarbúar uppi með innanflokksátök í stað þess að borginni sé stjórnað af festu og röggsemi," segir hann. Gunnar Helgi segir að ef marka megi fréttaflutning síðustu daga og vikna hafl Vilhjálmur verið und- ir miklum þrýstingi að sitja áfram. „Það er vel hugsanlegt að borgar- stjórnarflokkurinn og Geir Haarde hafi komist að niðurstöðu sem þau eru ekki tílbúin til þess að kynna. Menn vilji fá tíma til þess að kynna málið án þess að það komi út sem einhvers konar smánarblettur fýrir flokkinn," segir Gunnar. Hagsmunir flokksins Borgarstjómarflokkur Sjálf- stæðisflokksins sendi frá sér til- kynningu í gær þar sem borg- arfulltrúarnir lýstu óskoruðum stuðningi við Vilhjálm. „Borgar- stjórnarflokkurinn tekur undir það með Vilhjálmi að ekki sé ástæða til þess að ákveða nú hver verði borg- arstjóri eftir rúmt ár. Sú ákvörð- un verður tekin af borgarstjórnar- flokknum í sameiningu þegar nær dregur og með hagsmuni flokksins og borgarbúa að leiðarljósi," segir í yfirlýsinguni, sem undirrituð er af öllum aðal- og varaborgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins. Þessi ákvörðun Vilhjálms og borgar- stjórnarflokksins nýtur stuðnings Geirs Haarde og Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur. Nokkur átök hafa verið innan flokksins eftír að dv.is og fleiri fjölmiðlar greindu frá því fýrir helgina að Vilhjálmur hefði í hyggju að verða borgarstjóri að nýju. Það hefur því orðið sátta- leiðin að borgarstjórnarflokurinn veldi sér sjálfur borgarstjóraefnið. Hvað sem er getur gerst Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins hefur Sjálfstæðis- flokkurinn á landsvísu bætt við sig þriggja prósentustiga fýlgi frá því fýrir mánuði. Fylgið mældist vera fjömtíu prósent, en fyrri kannan- ir höfðu gefið til kynna að málefni Reykjavik Energy Invest og svipt- ingar í borgarstjóm hefðu bimað á stuðningi við flokkinn. „Allur veturinn hefur náttúm- lega verið erflður fýrir borgarstjóm- arflokkinn og það virðist hafa bitn- að á Sjálfstæðisflokknum í heild sinni. Hins vegar virðist fylgi Sjálf- stæðisflokks vera eitthvað að hjarna við samkæmt þessari könnun," seg- ir Gunnar Helgi. Hann segir að í raun sé erfitt að spá fýrir um hvern- ig þessi mál muni þróast á næst- unni. „Öll þessi atburðarás hefur verið með þvílíkum ólíkindum í heild sinni að það getur í sjálfu sér hvað sem er gerst." Ekki náðist í Ólaf F. Magnús- son borgarstjóra tíl þess að leita viðbragða hans við þessari þróun mála. sigtryggur&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.