Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
UtllK »«
BannaYouTube
Yfirvöld í Pakistan hafa íyrir-
skipað öllu netmiðlurum að loka
á aðgang að heimasíðu YouTube.
Það er skoðun stjórnvalda að
innihald síðunnar sé guðlast og
niðrandi fyrir íslamska trú. Það
var þverpólitísk nefnd margra
ráðuneyta sem tók ákvörðun um
loka fyrir aðgang að síðunni.
Sumir embættismenn segja að
um tímabundnar aðgerðir sé að
ræða og séu þær tilkomnar vegna
myndbirtinga teikninganna af
spámanninum Múhameð, en enn
gætir mikillar reiði í landinu gagn-
vart Danmörku vegna þess máls.
Sparigrísirút
í kuldann
Nýjasta birtingarmynd árekstra
kristinna og íslamskra gilda bimar
á sparigrísum. Stjórnendur Fortis-
bankans í Hollandi hafa tekið þá
ákvörðun að hætta að gefa böm-
um sparigrísi af ótta við að móðga
múslíma og lukkudýri bankans,
grísnum Knorbert, hefúr einnig
verið varpað fyrir róða. f Hollandi
eru margir þeirrar skoðunar að
með ákvörðun bankans hafi þess-
um vinsæla grís verið slátrað á alt-
ari pólitískrar réttsýni.
Holland hefur gjarnan verið
talið eitt umburðarlyndasta land-
ið í Evrópu.
Telur sig hafa
séð Madeleine
Alan Cameron, fyrrverandi
bæjarráðsmaður í Dorset á
Englandi, er þess fullviss að
hafa séð Madeleine McCann
með portúgölsku pari í bæn-
um. Þau komu á Iandareign
hans og föluðust eftir garð-
húsgögnum sem hann hafði
auglýst til sölu. Cameron sagði
að stúlkan hefði virst óttaslegin
og hún hafi sagt á fúllkominni
ensku að hún þyrfti að komast
á salerni.
Honum fannst skjóta
skökku við að konan, sem tal-
aði portúgölsku reiprennandi,
segðist vera ítölsk. Stúlkan fékk
ekki leyfi parsins til að fara
á salerni, en hettan á peysu
hennar var snarlega dregin yfir
höfúð hennar. Cameron hafði
samband við lögregluna sem
rannsakar málið.
Samskipti Baracks Obama og Hillary Clinton hafa hingað til verið á jákvæðum nót-
um. Eftir ellefu sigra i röð í baráttunni um útnefningu demókrataflokksins til forseta-
framboðs virðist hann hafa pálmann í höndunum. Á sama tíma og hann einbeitir sér
að komandi forkosningum í Texas og Ohio birtast fréttir af tengslum hans við með-
limi róttækra byltingarsamtaka á sjöunda áratugnum.
Stuðningsmenn Obama
Stjórnmál eða persónudýrkun?
jV /'
«4
: OBAMA TEXAS
m0y| W.. -f
&$dú. £
cuauE.i!.
UR.246022
i_26EEBI69_íj i Z7MX160
■ |Wi 213710
,, Bernardine Dohrn og
■ William Ayers Fyrrverandi
I róttæklingar sem Obama
■ heimsótti 1995.
FORTIÐIN SKYTUR
UPPKOLLINUM
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
bladamaður skrifar: kolbeimmdv.is
Arið 1995, um það leyti sem Barack
Obama var að stíga sín fyrstu skref
sem öldungadeildarþingmaður fyrir
Illinois-fylki, fór hann á fúnd á heimili
Williams Ayers og Bemardine Dohm.
Það væri eldd í fr ásögur færandi nema
fyrir það að þau vom á árum áður
meðlimir Weather Underground, rót-
tækra samtaka sem settu mark sitt á
bandarískt samfélag á sjöunda ára-
tugnum.
Nú þegar Barack Obama berst
harðri baráttu vegna komandi forseta-
kosninga hafa fjölmiðlar vestra dreg-
ið umræddan fímd fram í dagsljósið.
Samtökin Weather Underground vom
þekkt fyrir að koma fyrir sprengjum
víða í Bandarílgunum, en hringdu og
vömðu við þeim svo tími gæfist til að
rýma þá staði sem áttí að sprengja. Á
hinni virtu vefsíðu Politico var fund-
ur Obama og prófessoranna gerður
að umræðuefni undir fyrirsögninni
„Obama heimsótti hryðjuverkamenn
sjöunda áratugarins".
Sláandi fyrirsögn
Fyrir Obama, sem notíð hefúr já-
kvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar, er slík
fyrirsögn áfall, en of snemmt er um
það að spá hvort þessi umfjöllun
kemur tíl með að hafa neikvæð áhrif
á þá sigurgöngu sem hann virðist
vera á. Barack Obama virðist hafa fest
sig í sessi sem forystumaður demó-
krata í forkosningunum. En oft veltír
lítíl þúfa þungu híassi.
Samtökin Weather Underground
voru stofnuð í Michigan-háskólan-
um upp úr 1960 og nafnið var feng-
ið úr lagi Bobs Dylan, Subterranean
Homesick Blues. Samtökin skil-
greindu sig sem byltingarsamtök
kvenna og karla sem hefðu það mark-
mið að steypa ríkisstjóm Bandaríkj-
anna með sprengjutilræðum og álíka
meðulum.
Skoðun samtakanna var sú að
ekki ættí að eyða tíma í að stofna
stjómmálaflokk til að ná ffarn mark-
miðum samtakanna heldur ættí að
hefja aðgerðir gegn ríkisstjóminni og
efriishyggjuöflunum tafarlaust og að
því leytinu til vom þau ólík flestum
öðmm sjálfskipuðum byltíngarsam-
tökum.
Dagar reiði
Haustið 1969 stóðu samtökin
fyrir „degi reiði" og auglýstu vænt-
anleg mótmæli undir slagorðinu
Bring the War Home og skírskot-
uðu til stríðsins f Víetnam.
Aðeins á milli tvö- og þrjú
hundruð mótmælendur tóku þátt
í mótmælunum. En sá hópur kom
lögreglu Chicago-borgar í opna
skjöldu og lét til skarar skríða í
Gold Coast-hverfinu sem er auð-
ugasta hverfi Chicago. Til að und- •
irstrika stefnu samtakanna voru
rúður brotnar í banka og fjöldi bif-
reiða eyðilagður. Þetta kvöld voru
sex manns skotnir og hátt í hundr-
að handteknir.
En þrátt fyrir reglulegar yfirlýs-
ingar og tilræði voru samtökin að
renna sitt skeið á enda. Bernard-
ine Dohrn og William Ayers gáfu
sig fram við yfirvöld 3. desember
1980 og fengu mikla umfjöllun
í fjölmiðlum. Kærur gegn Ayers
voru felldar niður og Dohrn fékk
þriggja ára skilorðsbundinn dóm
og var gert að greiða fimmtán þús-
und dala sekt.
Fagnað fyrir að snýta sér
Ekki er ljóst hvort tengsl Obama
við fyrrverandi róttæklinga eiga eft-
ir að drag dilk á eftir sér. Obama-
æðið virðist ekki vera í rénun, en
líkur eru leiddar að því að fleiri frá-
sagnir af svipuðum toga eigi eftir
að koma fram í dagsljósið. Einnig
er með umfjölluninni búið að opna
dymar fyrir neikvæðri umljöll-
un um Obama og það er deginum
ljósara að Hillary Clinton þarfnast
hneykslis úr fortíð Obama til að
hleypa nýju lífi í baráttu sína.
Vinsældum Baracks Obama
er líkt við Bítlaæðið sem tröllreið
heimsbyggðinni á sjöunda ára-
tugnum og tveir áhrifamiklir dálka-
höfundar New York Times beindu
spjótum sínum að honum í síðustu
viku. Annar þeirra, David Brooks,
kallaði hann „messías verðlauna-
gripa" og hinn, Paul Crugman,
sagði að barátta Obama drægi sí-
fellt meiri dám af „persónuleg-
um átrúnaði". Það er von þeir velti
þessu fyrir sér því á kosningasam-
komu í Dallas gerði Obama hlé á
máli sínu til að snýta sér og upp-
skar mikil fagnaðarlæti fyrir.
Minnistöflur
Umboös- og söLuaðiLi
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
FOSFOSER
MEMORY
Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN
Bresk yfirvöld borguöu fyrir gögn um reikninga í Liechtenstein:
Sóttað skattsvindlurum
U Liechtenstelnischc
^ Landesbank1”1
Landsbanki Liechtenstein Hefur verið öruggt vé fyrir auðmenn.
Skattayfirvöld í Bretlandi hafa lát-
ið til skarar skríða gegn vellauðug-
um Bretum. í breskum fjölmiðlum
er sagt frá því að skattayfirvöld hafi
greitt sem nemur um þrettán millj-
ónum íslenskra króna fyrir gögn sem
stolið var frá banka furstafjölskyld-
unnar í Liechtenstein, en hann hefur
státað af mikilli leynd.
Bresk skattayfirvöld hyggjast nota
upplýsingarnar til að hefja rannsókn
á gárreiðum allt að eitt hundrað
breskra ríkisborgara sem eiga reikn-
ing í bankanum. Yfirvöld á Bretlandi
telja það mikinn hvalreka að hafa
komist yfir upplýsingar um reikn-
inga sem hafa verið utan seiling-
ar þeirra svo áratugum skiptir. „Þeir
eru ófáir einstaklingarnir sem verða
óttaslegnir en þeir töldu Liechten-
stein öruggt vé,“ sagði endurskoð-
andi í fjármálahverfi Lundúna.
Sjö ára fangelsisvist
Hver sá sem verður uppvís að því að
hafa skotíð tekjum undan skatti á yfir
höfðl sér sekt sem gæti numið allt að
eitt hundrað prósentum af skuld sinni
við skattinn, og þar sem sönnur verða
færðar fyrir svikum af ásettu ráði gæti
refsingin numið allt að sjö ára fangels-
isvist.
Sá sem seldi breskum yfirvöldum
umrædd gögn hefur nú þegar valdið
miklum óróa í Þýskalandi. Fyrir rúmu
ári seldi hann leyniþjónustu Þýska-
lands gögn sem varða fjárreiður sjö
hundruð og fimmtíu auðugra Þjóð-
verja. Fyrir gögnin, sem talið er að
hann hafi fengið með ólöglegum hætti,
fékk hann greidda rúmlega fjóra millj-
arða íslenskra króna. Síðan þá hafa
heimili og skrifstofúr grunaðra skatt-
svindlara í Þýskalandi verið rannsökuð
hátt og lágt.
Uppljóstrarinn sem í hlut á og var
rekinn úr starfi hjá bankanum hefur
boðið skattayfirvöldum í Bandaríkj-
unum, Kanada, Ástralíu og Frakklandi
svipuð gögn og bresk og þýsk yfirvöld
hafa greitt fyrir.