Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Page 13
PREMIER
LEAGUE
Martin Taylor braut svo illa á
Eduardo da Silva um helgina að
annað eins hefur vart sést í sjón-
varpi. Taylor fékk réttilega að líta
rauða spjaldið og vildi Arsene
Wenger stjóri Arsenal ekki sjá Tayl-
or aftur á knattspyrnuvellinum.
Hann vildi fá hann í lífstíðarbann
en dró síðan úr þeim ummælum í
gær. Eduardo mun pottþétt missa
af restinni af tímabilinu og nánast
pottþétt missa af EM í sumar. Sam-
herji hans hjá króatíska landslið-
inu, Vedran Corluca hjá Manchest-
er City, sagði í samtölum að hann
hefði nánast farið að gráta þeg-
ar hann sá hvernig var komið fyrir
Eduardo. Svo ógeðslegt var brotið
að það var ekki endursýnt í sjón-
varpi. Sky-sjónvarpsstöðin einfald-
lega neitaði að sýna atvikið aftur
enda hangir fóturinn aðeins saman
á skinninu einu saman.
Eduardo átti þetta svo sannar-
lega ekki skilið. Að fá tæklingu, sem
jaðrar við líkamsárás, frá leikmanni
sem er ekki einu sinni í framtíðar-
plönum Birmingham er óréttlæti í
hæsta gæðaflokki.
vörður
lceland Express@
vodafone
Femando Torres skoraði þrennu fyrir Liverpool gegn slöku liði
Middlesbrough.
Eduardo da Silva
meiddist illa um
helgina
SORGLEGT
OG ÓÞARFT
VEXTIR FRÁ AÐEINS 3,4% Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 6.11.2007. Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. FRJÁLSI