Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Page 19
PV Sport MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 19 Aston Villa lagöi Reading 2-1 á Madjeski-vellinum. HAREWOOD SKORAR Aston Villa skorar sitt síðara mark. Shorey90. Young45,Harewood83. 39% MEÐ BOLTANN 61% HB3!3ÍinQHi 7 SK0TA9MARKI 9 Hjhncimnn.Murty.Ossetfva! 71), Sonko, Shorey, Osler (Kebe 4 SKOTÁMARK 6 58), Harper, Matejovsky, Hunt, 3 RANGSTÖÐUR 6 0oyle(long71), Kitson. 15 AUKASPYRNUR 12 2 GULSPJÖLD 2 ^-son.Gardncr Latuscn.Davies, Bouma,Young, Reo-Coker 0 RAUÐ SPJÖLD 0 (0sbourne86),Barry,Maloney ÁHORFENDUR: 23,889 73), Carew, Agbonlahor. MAÐUR LEIKSINS AshleyYoung, AstonVilla að mark liðsins eftir sendingu frá Young. Eftir það var aldrei spurning um það hvort liðið færi með sigur af hólmi og mark frá Nicky Shorey úr aukaspyrnu á lokamínútunni var einungis til þess að ilja áhorfendum um hjartarætur. Stigin þrjú fóru engu að síður til Villa. Barry baðst afsökunar í hálfleik Martin O'Neill stjóri Aston Villa telur sína menn vera á góðri sigl- ingu. „Við vorum ógnandi í dag, skoruðum lagleg mörk og hefðum getað sett fleiri. Áður en við skor- uðum síðara markið var ég ávallt taugaveiklaður. Við misnotuðum vítaspyrnu og ég var svolítið hrædd- ur við hvernig áhrif það hefði á leik okkar. Síðara markið innsiglaði sig- urinn en við skoruðum á mikilvæg- um augnablikum. Við erum enn að berjast um fjórða sætið og það er frábært. Barry klikkar ekki oft á ví- tapunktinum, en hann baðst afsök- unar í hálfleik. Svona gerist á bestu bæjum, hann hefur margsinnis bjar- garð okkur í fortíðinni og við förum ekki að ásaka hann fyrir þetta," segir Martin O'Neill. Steve Coppell framkvæmdastjóri Reading var ekki upplitsdjarfur eft- ir leik en þetta var níundi leikur Reading í röð án sigurs. „Þeir voru okkur framar á mörgum sviðum. Við börðumst vel en við þurfum á meiri gæðum að halda í lið okkar. Vonandi hefur mark Nicky Shorey jákvæð áhrif á leik okkar ekki veitir af þar sem við erum í mikilli fallbar- áttu," segir Steve Coppell. VIÐAR GUÐJONSSON bladamaður skrifar: vidartípdv.is Aston Villa vann góðan útisigur á Reading á Madjeski vellinum. Ashley Young sýndi enn einn prýðisleik- inn og skoraði eitt mark auk þess að leggja upp annað. Með sigrinum sýndi Villa að liðið er tilbúið til þess að berjast fyrir Meistaradeildarsæti. Villa-menn vorur mun öflugri í fýrri hálfleik og fengu nokkur góð marktækifæri áður en þeir náðu for- ystunni. Besta færið framan af leik féll í skaut Gareth Barry fyrirliða Ast- on Villa sem skaut knettinum langt framhjá úr vítaspyrnu sem dæmd var á Cisse. Hann var í liði Reading fyrir miðju varnar í stað ívars Ingi- marssonar sem sat á bekknum. Reading hafði ekki unnið í átta leikjum í röð og ekki skorað síðan liðið spilaði við Villa 12. janúar síð- astliðin. Því voru áhagendur liðs- ins ekki upplitsdjarfir þegar Ashley Young náði forystunni fyrir Villa á lokamínútu fýrri háfleiks. f síðari hálfleik kom Reading bet- ur inn í leikinn og fékk nokkur ágæt marktækifæri. fvar Ingimarsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og verður væntanlega í byrjunarlið- inu í næsta leik. Brynjar Björn Gunn- arsson er enn meiddur. Aston Villa voru ávallt hættulegir í skyndisóknunum og úr einni slíkri skoraði Marlon Harewood ann- Grétar Rafn Steinsson fékk dæmda á sig umdeilda vítaspyrnu í sigri Blackburn: BLACKBURN VANN GÓÐAN SIGUR Bolton sótti Blackburn heim á Ewood Park. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton að vanda en Heiðar Helguson gh'mir enn við meiðsli. Leikmenn Blackbum fengu dæmda vítaspyrnu þegar Grétar Rafn braut á David Dunn þegar 25 mínút- ur voru liðnar, endursýningar sýndu hins vegar að Grétar tók aðeins bolt- ann og því um rangan dóm að ræða. Benni McCharty steig á punktinn og var öryggið uppmálað. Kevin Dav- ies jafnaði leikinn eftir flmm mínút- ur í síðari hálfleik með góðu marki. McCharty var hins vegar aftur á skot- skónum þegar 23 mínútur vom eftir af leiknum, Gary Cahill braut á Dav- id Dunn og dæmd var vítaspyma, McCharty fór á punktinn og gerði engin mistök. Eftir 71 mínútu skoraði David Bentley með góðum skalla. Það var svo Morten Gamst Pedersen sem rak síðasta naglann í kistu Bolton í uppbótartíma. Ljóst er að ekkert ann- að en fallbarátta bíður Bolton sem er með 25 stig í 16, sæti og aðeins þrem- ur stigum frá fallsæti. Mark Hughes og lærisveinar hans em hins vegar á góðu róli í níunda sæti með 42 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Port- smouth og Manchester City. Mark Hughes, stjóri Blackbum, var að vonum glaður í leikslok. „Mér er sagt að fyrsta vítið hafi verið tæpt en svona gerist því á leiktíðinni færðu víti á þig sem em rétt og röng. Bolton getur ekki kvartað yfir úrslitunum, við vorum bara betri í dag. Við spiluð- um mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta er samt svekkjandi fýrir Bolton af því að liðið veitti smá mót- spymu en þegar allt kemur til alls vor- um við betri," sagði Hughes. Gary Megson, stjóri Bolton, var ekld sáttur við fyrra vítið sem dæmt var. „Þegar þeir fengu fyrsta vítið var það homspyrna, hann er góður dóm- ari en hann gerði hrikaleg mistök sem breyttu leiknum. í fyrri hálfleiknum vomm við ekki eins og við eigum að okkur, við gáfum þeim of mikinn tíma á boltann. I síðari hálfleiknum var allt annað í gangi og það leit út fyrir að við myndum vinna. Ef við hefðum spil- að svona vel allan leikinn hefðum við fengið betri úrslit," sagði Megson. Gegn markaðshyggjunni Richard Caborn, fyrrum íþróttamála- ráðherra Bretlands, verður formaður þrýstihóps sem tryggja á hagsmuni knattspyrnunn- argagnvart vaxandi markaðshyggju félaganna. Um eitt hundrað manns koma nálægt vinnu nefndarinnar. „Viðbrögðin við áætlun úrvalsdeildarinnar (um að spila eina umferð erlendis) hafa verið hörð. „Stöðvið markaðshyggjuna - þetta er komið of langt.“ Hópnum er ætlað að koma á jafnvægi milli markaðshyggj- unnarog hefðbundinna gilda (þróttarinnar." í nefndinni sitja fulltrúar hinna 25 deilda enska knattspyrnusambandsinsog 75 félag. Þarna á þeim að gefast tækifæri á að lýsa skoðunum sínum á sameiginleg hagsmunamál og koma með tillögur að lausnum á vandamál- Barton bannað að fara til Liverpool Joey Barton, leikmaður Newcastle, spilarekki næsta útileik félagsnis gegn Liverpool 8. mars. Dómari hefur skipað honum að halda sig frá Liverpoolborg. Barton var látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa verið ákærður fyrir líkamsárás (miðborg Liverpool (lok desember. Eitt þeirra skilyrða að Barton væri sleppt lausum var að hann heimsækti ekki fæðingarborg s(na. Barton vonar að ferðafrelsi hans veröi aukið næst þegar hann tilkynnir sig til skilorðsfulltrúa 12. mars. Eða að mál hans verði tekið fyrir innan tólf vikna og niðurstaðan verði honum í hag. Annars er hætt við að hann missi af leik Newcastle og Everton ( seinustu umferðinni 11. maí. Wesvill meira Wes Brown vill 80 þúsund pund í laun á viku fýrir að skrifa undir nýjan samning við Manchester United. Þetta fullyrðir breska sunnudags- blaðið News of the World. Sir Alex Ferguson brást illa við á fundi með umboðsmönn- um Brown þegarhann frétti að Brown hefði hafnað tilboði United um 55 þúsund pund (vikulaun. Umboðsmenn- irnir segja Brown verðskulda meira eftir að hafa verið aðalmaður í vetur (fjarveru Gary Neville. United vildi heldur ekki selja hann til Newcastle (janúarfyrir minna en þrjár milljónir punda. Bæði Rio Ferdinand og Cristiano Ronaldo fá meira en 100 þúsund pund (laun á viku. United er tilbúið ( hart við leikmann sem það hefur stutt í gegnum erfið meiðsli. Þar telja menn óKklegt að Brown bjóðist nokkurs staðar betra tilboð en það sem honum hefur verið boðið. McCarthy 25 vítí, 67 víti, "Bentley 71, Pedereen 90. 52% MEÐ BOLTANN 48% 26 9 2 5 11 3 0 SK0TAÐMARKI SK0TÁMARK RANGSTÖ9UR HORNSPYRNUR AUKASPYRNUR GUL SPJÖLD RAUO SPJÖLD ÁHORFENDUR: 23,995 Friedel, Emerton, Samba, Khizanishvili, Wamock, Bentley, Reid, Dunn(Mokoena77), Pedersen, Santa Cruz, McCarthy (Roberts 82). Jaaskelainen, Grétar Rafn, Cahill, Andrew 0'Brien, Gardner, Nolan (Cohen 76), Campo (Joey O'Brien 76), Taylor, Guthrie (Rasiak 46), Davies, Diouf. MAÐUR LEIKSINS David Bentley, Bladtbur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.