Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2007
Fréttir DV
Bættsamvinna
íbarnavernd
Starfsdagur barnaverndar-
starfsmanna á landinu var hald-
inn á föstudag í Bíósal Duushúsa
í Reykjanesbæ. Fjölskyldu- og
barnaverndarsvið Reykjanesbæj-
ar stóð að fundinum en á honum
var lagður grunnur að aukinni
samvinnu barnaverndarstarfs-
manna, umræðu um barna-
verndarstarfið í landinu og stöðu
starfsmanna með því að þjappa
hópnum sarnan og gera hann
sýnilegri í þjóðfélaginu. Barna-
verndarstarfsmenn eru undir
stöðugu áreiti vegna neikvæðs
viðhorfs samfélagsins, en því
vilja starfsmennirnir breyta.
VinirTíbets
stofna félag
Þrjátfu og fimm manns
stofnuðu félagið Vinir Tíbets
á stofnfundi félagsins á ICaffi
Hljómalind í fyrradag. Félag-
inu er ætlað að rækta tengsl
milli Islendinga og Tíbeta
og kynna menningu og sögu
landsins auk ástandsins eins
og það er í dag.
Birgitta Jónsdóttir var kos-
in formaður félagsins. Með
henni í stjórn eru Sigurður
Darri Skúlason gjaldkeri, Jón
Valur ritari, meðstjórnendur
eru Tsewang Namgyal og Að-
alheiður Þórisdóttir.
Skaðabóta
aðvænta
Viðar Már Matthíasson laga-
prófessor vinnur nú að frumvarpi
fyrir forsætisráðuneytið sem ger-
ir íslenska ríkinu kleift að greiða
þeim skaðabætur sem urðu fyrir
ofbeldi á vist- og meðferðar-
heimilum hér á árum áður, þar
með drengjunum sem vistaðir
voru á Breiðavík. Geir H. Haarde
forsætisráðherra mælti á Alþingi
í síðusm viku fyrir skýrslu sem
unnin var um meðferðarheimil-
ið á Breiðavík. Hann býst við að
frumvarpið verði lagt fram í fyrri
hluta maímánaðar.
Félögum fjölgar
um sjö hundruð
Félögum í Verkalýðsfélagi
Akraness fjölgaði um sjö hundr-
uð á síðasta ári samhliða því að
mikil uppbygging varð á félags-
svæði verkalýðsfélagsins. Það
þakka forkólfar félagsins ekki síst
uppbyggingu á Grundartanga og
í nágrenni hans.
Ársreikningar félagsins sýna
að hagnaður af starfsemi félags-
ins nam 80 milljónum króna á
síðasta ári og er það mikil breyt-
ing frá því sem áður var. Þegar
núverandi stjórn tók við árið
2003 var félagið rekið með tapi.
Fimm nýir bótaflokkar voru
teknir inn í sjúkrasjóðinn á síð-
asta ári og greiðslur úr sjúkra-
sjóði jukust um 42%.
Vonir stóðu til um að reka frístun og frístundaheimilin, og í tillögu muni skar borgarráð út úr tillögui ÍTR vill bjóða þeim. Stjórnendur í TUGIRI daklúbba f ÍTR til bor ini og fá tu TR útiloka FA atlaðra barna á heilsársgrundvelli, líkt •garráðs var gert ráð fyrir því. Þá Qár- gir fatlaðra barna ekki þá þjónustu sem að hægt sé að taka fé úr öðrum rekstri. TLADRA
BARN/ VI' 1 ■ r m 1 ^ 1 T 1 1 ÓVISSU
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamadur skrifar: trausti<.«'dv.is
„Mér finnst mjög vont að geta ekki
boðið fötíuðu börnunum upp á
þessa þjónustu og það væri auðvit-
að óskandi að borgarráð myndi end-
urskoða þessa ákvörðun sína. Ef að
það myndi gerast ynni ég nótt og
dag til að láta þessa þjónustu verða
að veruleika," segir Soffi'a Pálsdótt-
ir, skrifstofustjóri tómstundamála
íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkurborgar, ÍTR.
Fn'stundaheimili ITR verða fr am-
vegis rekin á heilsársgrundvelli líkt
og stofhunin hefur lengi barist fyr-
ir. Almenn ánægja ríldr með breyt-
inguna en þann skugga ber á að
um leið og aukafjárveiting var sam-
þykkt í borgarráði fýrir rekstrinum
var hafnað aukafjármunum í sams-
konar þjónustu fýrir fatlaða. Vonir
stóðu til um að reka ffístundaklúbba
fatlaðra barna á heilsársgrundvelli,
lflct og frístundaheimilin, og í tíllögu
ÍTR var gert ráð fyrir heilsársrekstri
klúþbanna. Þá fjármuni skar borg-
arráð út úr tillögunni og því fá tugir
fatlaðra barna ekki þá þjónustu sem
iTRvillbjóðaþeim.
Skorið af fjárveitingu
ÍTR óskaði eftir 10 milljónum
króna til að halda úti sumarstarfi í 3
ffístundaklúbbum fatlaðra á aldrin-
um 10 tíl 16 ára og
tæpum 10
millj-
ón-
um króna fyrir stuðning við fötíuð
börn í ffístundaheimilum borgar-
innar. Samtals hljóðaði beiðni ÍTR
upp á 75 milljónir króna en aðeins
fengust 56 milljónir úthlutaðar. Mis-
murinn, tæpar 20 milljónir, var ætl-
aður í þjónustu við fatíaða og þann
lið skar borgarráð út úr tillögu ÍTR.
Þannig er ekki um eiginlegan nið-
urskurð að ræða heldur fengust
viðbótarfjármunir aðeins fyrir ffí-
stundaheimilin en ekki aukið starf
með fötíuðum.
Soffi'a segir ómögulegt að brúa
bilið með því að taka fjármuni af
öðrum rekstrarliðum ÍTR. Aðspurð
reiknar hún með því að þurfa að
hafna 30 fötluðum börnum um tóm-
stundastarf í sumar. „Ég geri mér
mjög góða grein fýrir stöðu fatíaðra
barna í borginni og því miður var
þessi liður skorinn út úr okkar til-
lögu. Okkar fjárveiting dugir aðeins
til skólaársins og við þurfum meira
fjármagn til að auka þjónustu við
fatíaða úti í hverfunum og bjóða upp
á sumarstarf fyrir fötluðu börnin. Ég
treystí mér ekki til þess að taka fé af
öðrum rekstrarliðum því það er ekld
eins og við vöðum í peningum fýrir.
Séu peningar teknir annars staðar frá
þá þýðir það eingöngu niðurskurð á
annarri þjónusm," segir Soffi'a.
Skortir skýr svör
„Við náum ekki að bjóða upp á
sumarstarfið og getum ekki aukið
þjónustu við fatíaða úti í hverfun-
um líkt og við viljum. Auðvitað erum
við vonsvikin með þessa niðurstöðu
en fögnum um leið þeim fjármun-
um sem fengust. Ég hef hins vegar
sótt það mjög fast að fá ffístunda-
klúbba fatlaðra í heilsársform því
það er það sem bömin þurfa,"
bætirSoffi'avið.
Borgarráð
fer
með fjármálastjórn borgarinnar
ásamt borgarstjóra og breytingatil-
lagan, sem felur í sér skerðingu fyr-
ir fatlaða af því viðbótarfjármagni
sem fékkst úthlutað, var lögð fýrir
fund ráðsins af fjármálastjóra borg-
arinnar. Dagur B. Eggertsson, odd-
viti Samfylkingarinnar í borgarstjórn
og fulltrúi borgarráðs, segir að vissu-
lega megi lesa út úr breytingatillögu
fjármálastjórans að þjónusta við
fatíaða verði skert. Hann hefur kall-
að eftír skýrum upplýsingum um
hvort það verði gert. „Við fengum
þau svör í borgarráði að auka ættí
þjónustu við fatíaða og þeim stæði
til áfram til boða hefðbundin leikja-
og ffístundanámskeið yfir sumar-
tímann. Auðvitað þarf að botna það
með góðum tíma fýrir sumarið hvort
verið sé í raun að draga úr þjónust-
unni. Þetta þarf að vera skýrt því það
má ekki vera að skorið sé niður og
standi eitthvað útaf borðinu þá þarf
að taka á því," segir Dagur.
Vilja ekki skerta þjónustu
Andri Valgeirsson, formaður Ný-
ungrar, ungliðahreyfingar Sjálfs-
bjargar, er verulega vonsvildnn yfir
þessari ákvörðun borgarráðs að
veita ekki aukafjármuni líka til
fatíaðra. Hann segir sumar-
starfið mjög mildlvægt fyr-
ir fötluðu bömin. „Ég lýsi
yfir miklum vonbrigðum
og algjör synd að krökk-
unum sé ekki boðið upp
á neitt í sumar. Með því
er unnið gegn félagslegri
einangrun og því er þessi
forgangsröðun borgarinn-
ar óskiljanleg. I mínum huga
er þetta sumarstarf mjög mik-
ilvægt og ég hvet borgaryfir-
völd til að endurskoða þessa
ákvörðun. Ég held að þau hafi ekk-
ert annað í stöðunni en að leið-
rétta þessar eigin gjörð-
ir," segir Andri.
^ Soffi'a
seg-
ir þessa niðurstöðu mikið tílfinn-
ingamál fyrir foreldra fatlaðra bama
sem nú fái ekki þá þjónustu sem
börnin þurfa. Hún fundar í dag með
öllum deildarstjómm tómstunda-
starfs ITR þar sem viðbrögð við
vandanum verða rædd. „Við höf-
um farið okkar hefðbundnu leið og
með allan okkar rökstuðning í þeirri
von að fá fjármuni í þessa þjónustu.
Niðurstaðan var óvænt og skellur
fyrir okkur en við verðum bara að
taka þessu. Óánægja foreldra hef-
ur bimað á mínu fólld og ég á von
á óánægjuöldu vegna þessa því for-
eldrar fatlaðra barna þurfa þennan
smðning," segir Soffi'a.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir fengust hvorki svör frá Kjartani
Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og formanni ÍTR,
né Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, odd-
vita Sjálfstæðisflokks í borgarstjóm
og formanni borgarráðs, við vinnslu
fféttarinnar þrátt fýrir ítrekaðar til-
raunir. Þá var ítrekað reynt að ná í
Ólaf F. Magnússon borgarstjóra en
án árangurs.