Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. APR(L 2007
Fréttir DV
íslenskir námsmenn sem
sækja nám erlendis hafa
lakari réttarstööu þegar
kemur aö fæöingarstyrk
frá íslenska ríkinu en nem-
endur viö islenska skóla.
Harpa Hrönn Stefáns-
dóttir sér ekki fram á
aö geta haldið áfram
námi i haust vegna
fjárskorts. Hún
fékk full námslán
frá LÍN fyrir síö-
asta skólaár en ^
telst ekki hafa
verið i nógu M
miklunámitilaö ÆpÆtfij
fá fæðingarstyrk. Jmá
Henni finnst
íslensk yfirvöld
bregðast náms-
mönnum.
Vonsvikin Harpa Hrönn Stefánsdóttir með
fjögurra mánaða gamlan son sinn. Hún varð
undrandi þegar umsókn iiennar um fæðingar-
styrk var synjað enda fékk hún full námslán.
f mi
„Næst á dagskrá er að athuga hvað
dönsk félagsmálayfirvöld geta gert
fyrir okkurþví íslenska ríkið er búið
að þvo hendur sínar afokkur"
SÝNJÁÐÚM^H
IFÆDINGARSTYRK
ERLA HLYNSDÓTTIR
bladamadur skrifar: erla@dv.ls
„Ég get ekki betur séð en það sé
búið að dæma mig úr námi," segir
Harpa Hrönn Stefánsdóttir. Hún er
í námi erlendis og fékk full náms-
lán frá Lánasjóði íslenskra náms-
manna fyrir síðustu tvær annir.
Harpa býr í Danmörku ásamt fjög-
urra mánaða syni sínum en sam-
kvæmt reglugerð um úthlutun
fæðingarstyrks fær hún þó engan
slíkan styrkþar sem mat Fæðingar-
oriofssjóðs er að hún hafi ekki verið
í nægjanlega miklu námi. Þar sem
hún er með lögheimili erlendis fær
hún heldur ekki fæðingarstyrk sem
móðir utan vinnumarkaðar.
Nýbökuð móðir stórskuldug
Harpa og maðurinn hennar sem
einnig er í námi þurfa nú að sjá fyr-
ir heilli fjölskyldu með námslánum
mannsins. Hún lauk BA-gráðu frá
Háskóla Islands og hefur tekið eitt
ár í meistaranámi við svissnesk-
an háskóla. Harpa ætlaði að hefja
nám á ný í haust við danskan há-
skóla og ljúka meistaragráðunni.
Hún sér þó ekki fram á að geta það
vegna fjárskorts. Maðurinn henn-
ar er einnig í meistaranámi. „Ef allt
fer á versta veg þarf hann líka að
hætta í skóla," segir hún og sér fram
á að vera orðin stórskuldug áður en
sonur þeirra verður ársgamall. Til
að láta enda ná saman er hún með
yfirdráttarlán hjá íslenskum banka
með tilheyrandi vöxtum.
Undrandi á
Fæðingarorlofssjóði
Skýringin á synjun styrksins er
sú að á haustönn 2007, ári áður en
sonurinn fæddist, var Harpa að-
eins í 63 prósenta námi. Á vorönn
2007 var hún þó í yfir 100 prósenta
námi.
Alls telst hún hafa verið í um
83 prósenta námi á skólaárinu og
bjóst hún ekki við öðru en að fá
styrkinn. f reglum um úthlutun
segir hins vegar að nemandi þurfi
að vera í 75 til 100 prósenta námi
samfellt í sex mánuði eða lengur
á síðustu tólf mánuðum fyrir fæð-
ingu barnsins. Vorönnin var aðeins
fimm mánuðir og því var umsókn-
inni synjað. Úrskurðarnefnd fæð-
ingar- og foreldraorlofsmála stað-
festi synjunina.
Harpa er undrandi á þessu fyr-
irkomulagi og fyndist eðlilegra að
Fæðingarorlofssjóður tæki LÍN sér
til fyrirmyndar hvað varðar mat á
námsframvindu enda teljist hann
sú stofnun sem beinlínis starfar
við það. Harpa gagnrýnir að yfir-
völd virðist svo upptekin af því að
tryggja að ekki sé svindlað á kerf-
inu að þeir sem kerfið á að hjálpa
líði fyrir það.
„Efallt fer á versta
veg þarfhann líka
að hætta í skóla"
Fellurá milli flokka
Leó Örn Þorleifsson, forstöðu-
maður Fæðingarorlofssjóðs, bend-
ir á að eðlismunur sé á náms-
lánum og fæðingarstyrk að því leyti
að námslán séu borguð til baka
en styrkur ekki. Úthlutunarregl-
ur sjóðsins eru þó stigsskiptar og
miðast við styrki til fólks á vinnu-
markaði, námsmanna og fólks
utan vinnumarkaðar. Námsmenn
sem uppfylla ekki skilyrði sjóðsins
um námsframvindu falla þá ein-
faldlega niður um flokk og fá fæð-
ingarstyrk sem foreldri utan vinnu-
markaðar. Skilyrði fyrir því er þó að
viðkomandi sé með lögheimili á fs-
landi.
Harpa er hins vegar með lög-
heimili í Danmörku eins og henni
er skylt þar sem hún hugðist dvelja
þar lengur en þrjá mánuði þegar
hún fluttist þangað í september-
byrjun.
Vegna þess hversu stutt hún
hafði búið í Danmörku fyrir fæð-
ingu sonarins fær hún heldur
ekki fæðingarstyrk frá danska rík-
inu. Hún bindur vonir við að þar-
lend yfirvöld sýni aðstæðum fjöl-
skyldunnar meiri skilning en þau
íslensku: „Næst á dagskrá er að
athuga hvað dönsk fé
lagsmálayfirvöld geta
gert fyrir okkur því
íslenska ríkið er
búið að þvo hend-
ur sínar af okkur."
Harpa hefur
þegar leitað ásjár
Jóhönnu Sigurð-
ardóttur félags-
málaráðherra .f^
og átti við hana
símafund. fó-
hanna lét kanna
stöðu Hörpu og strax
næsta dag fékk hún
símtal frá ráðuneytinu
þar sem henni var tjáð
að staðfesting úrskurð-
arnefndar fæðingar- og
foreldraorlofsmála á
synjun Fæðingarorlofs-
sjóðs sé gild.
0