Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Qupperneq 9
DV Frittir
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2007 9
SVÍÞJÓÐ
Lágkúra var orðið sem Geir H. Haarde forsætisráðherra gaf
fyrirspurnum og málflutningi Ögmundar Jónassonar, þing-
flokksformanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Ögmundur
gagnrýndi Geir harkalega fyrir að fljúga með dýrum og meng-
andi einkaþotum á sama tíma og ráðdeildar væri þörf.
Alþingis en Ögmundur sestur í sæti
sitt. Þótti þingmanninum sem svör
forsætisráðherrans væru rýr í roð-
inu, nokkuð sem forsætisráðherr-
anum virtist þykja um spurningar
þingmannsins.
BRYNJÓLFUR ÞOR GUÐMUNDSSON
fréttaitjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
Geir H. Haarde forsætisráðherra og
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstri grænna, tókust
harkalega á um ferðalög forsæt-
isráðherra í fyrirspurnatíma á Al-
þingi í gær. ögmundi þótti sem
Geir veldi þann ferðamáta sem
táknaði best misskiptingu, óhóf
og bruðl síðustu ára meðan Geir
þótti málflutningur Ögmundar hin
mesta lágkúra.
„Það er ekki hægt að eiga orða-
stað við þingmenn Vinstrihreyfing-
arinnar græns framboðs því þeir
gagga eins og hænur úr sæti sínu,"
sagði Geir í gær og virtist afar ósátt-
ur við Ögmund. Þá hafði Ögmund-
ur kallað fram í fyrir Geir þar sem
forsætisráðherrann var í ræðustól
stjóri Samtaka atvinnulífsins. Báðir
eru sérstakir gestir Norrænu ráð-
herranefndarinnar á fundinum og
fengu far með einkaþotu sem ís-
lensk stjómvöld leigðu til að fljúga
með sendinefndina til Sviþjóðar.
crýtii
Ogn
Jgmundur bar fram fyrirspurn
fyrir forsætisráðherra við upp-
haf þingfundar í gær. Ögmund-
ur furðaði sig á því að Geir legðist
í annað skipti á skömmum tíma í
ferðalög með einkaþotu. Forsæt-
isráðuneytið hafði deginum áður
tilkynnt að Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra væri ásamt Björgvini
G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra á
leið til Riksgransen í heimskauta-
hémðum Svíþjóðar þar sem nor-
rænir ráðamenn funda. Með þeim
í for er Þorsteinn Pálsson, ritstjóri
Fréttablaðsins, og Hannes G. Sig-
urðsson, aðstoðarframkvæmda-
Ögmundur hafði þá spurt hvaða skilaboð
stjórnvöld sendu með leigu einkaþotu.
Lágkúra
Samkvæmt upplýsingum frá
forsætisráðuneytinu kostar 800
til 900 þúsund krónum meira að
fljúga með einkaþotu en áætlana-
flugi. Geir réttiætti þennan mun
á Aiþingi í gær með því að þannig
sparaðist ferðalöngum vinnutími
þar sem ferðin tæki mun skemmri
tíma með einkaþotu en almenn-
ingssamgöngum sem væru ekki
sérstaklega greiðar á þessu svæði.
Geir sagði þingmenn vita að hann
hefði sárasjaldan séð sig knúinn til
að ferðast með þessum hætti vegna
starfa sinna og var ósáttur við at-
hugasemdir Ögmundar. „Það er
ekkert annað en lágkúra, háttvirtur
þingmaður."
Ögmundur hafði þá spurt
hvaða skilaboð stjórnvöld sendu
Tekist á um ferðalögin Forsætisráðherra og þingflokksformanni Vinstri-grænna
lenti saman við upphaf þingfundar og vönduðu þeir hvor öðrum ekki kveðjurnar.
með leigu einkaþotu. Vísaði hann
þar til umhverfisvænna ferðamáta
og þess að ráðdeildar væri þörf á
mesta verðbólgutíma á íslandi í
hálfan annan áratug.
DV óskaði eftir upplýsingum
frá Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðar-
manni Geirs, um flugáætlun vegna
ferðarinnar til Riksgransen og hvort
Geir myndi ferðast með almennu
flugi eða einkaþotu þegar hann fer
til Kanada um næstu helgi. Engin
svör höfðu borist seint í gær.
Fræg skíðaparadís
Riksgransen er nyrsti skíða-
ferðastaður Evrópu og vinsæll
áfangastaður fyrir skíða- og snjó-
brettamenn sökum þess hversu
náttúran er mögnuð og skíðafæri
margvíslegt, að því er fram kemur á
ferðavefum. Riksgransen er í Lapp-
landi og í eins og hálfs klukkutíma
fjarlægð landleiðina frá Kiruna, al-
veg við landamæri Noregs. Skíða-
tímabilið nær frá febrúar ffam í
júní.
GAGGA EINS
0G HÆNUR
ÚRSÆTISÍNU
FORSÆTISRÁÐHERRA
ÁFERÐOG FLUGI
MEÐ EINKAÞOTU
ENGIN SVOR
MEÐ EINKAÞOTU