Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2007
Fréttir DV
ipjjunc
•>A-jS6Ml
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
bladcimaöur skrifar: kolbeinnavclv.is
Nýlegar breytingar á refsilöggjöf
í Tyrklandi gera að verkum að nú
þurfa fangar að sitja lengur í fang-
elsi en áður en þeir geta vænst þess
að fá reynslulausn. Aukinheldur
hafa endurbætur á lagaumhverfi
landsins valdið því að í sumum
tilfellum þarf að hefja réttarhöld,
sem þá þegar eru hafin, að nýju frá
upphafi.
Nú er svo komið að fangelsi í
Tyrklandi, mörg hver arfur liðinna
tíma, rúma ekki allan þann fjölda
sem dæmdur er til fangelsisivistar.
Til að bæta gráu ofan á svart veld-
ur mannekla því að ekki er hægt
um vik að sinna mörgum þáttum og
þörfum þeirra þúsunda sem dvelja
í fangelsi um lengri eða skemmri
tíma. í dag eru fangar í Tyrklandi
um eitt hundrað þúsund og hafa
aldrei verið fleiri. Þó nú þegar sé
hafm bygging nýrra fangelsa sem
leysa eiga hin gömlu af hólmi er
fangelsiskerfið víða við að springa
og álag á þá sem sinna störfum inn-
an þess er við að sliga þá.
Fangelsin tímanna tákn
Bayrampasa-fangelsið í Istanbúl
var tekið í notkun á sjöunda áratug
síðustu aldar. Á árum áður var það
gjarnan notað til að hýsa alræmd-
ustu glæpamenn Tyrklands, allt frá
mafi'uforingjum til vinstrisinnaðra
öfgamanna. Nú er öldin önnur og
fangarnir meira eða minna óþekkt-
ar stærðir, en fjöldinn hefur aftur á
móti aldrei verið meiri.
Þegar Bayrampasa-fangelsið
var tekið í notkun miðaðist aðstað-
an við eitt þúsund og sjö hundruð
fanga; síðan þá hefur fjöldi fang-
anna meira en þrefaldast og þurfa
þeir að deila með sér aðstöðu sem
upphaflega miðaðist við mun minni
fjölda.
Á einni deild fangelsisins,
sem upphaflega var ætluð sextíu
manns, þurfa nú um eitt hundr-
að fjörutíu og fimm manns að búa
í sátt og samlyndi við afar mik-
Haag í Hollandi Tyrkir mótmæla slæmum aðbúnaði í tyrkneskum fangelsum 2001.
il þrengsli. Deildin er hrein í hólf
og gólf, en rýmið er svo takmarkað
að jafnvel á göngunum eru kojur
með þremur svefnfletum, því yf-
irvöld þurftu að bregðast við hin-
um mikla fjölda með því að bæta
svefnfleti á kojur fangelsisins. „Við
tökum þessu því við eigum eng-
an annan kost. En það er ekki ein-
falt fyrir svo marga að búa saman,"
sagði einn fanganna.
Heit sturta einu sinni í viku
Einungis tvö salemi em fýrir þá
eitt hundrað sextíu og fimm fanga
sem búa á áðurnefndri deild, þannig
að rétt er hægt að ímynda sér hvort
ekki gæti örtraðar á stundum við sal-
emin. Fangar fá að fara í heita sturtu
einu sinni í viku.
Bathisen Er fangelsisstjóri viður-
kennir að við ýmis vandamál sé að
eiga í rekstri fangelsisins. Hann segir
að starfsmenn geri sitt besta, en það
sé þeim um megn að veita alla þjá
þjónustu sem þeir annars kysu. „Við
getum einungis heimilað mttugu
mínúma heimsóknir í stað klukku-
tíma. Smndum getum við ekki sent
fanga í réttarsal eða á sjúkrahús því
okkur skortir mannafla til að fylgja
þeim," sagði Bathisen Er. Fangels-
isyfirvöld reyna af veikum mætti að
sjá til þess að fangar hafi eitthvað
fyrir stafni, en með tvo starfsmenn
á fjögur þúsund fanga er degin-
um ljósara að við ramman reip er
að draga í þeim efnum. En fangar í
Bayrampasa horfa fram á betri tíð
með blóm í haga.
Öfundsverð aðstaða
Lausn tyrkneskrayfirvalda á fang-
elsisvandamálum landsins liggur að
hluta til um klukkustundar aksmr frá
Istanbúl. Silivri liggur ekki langt frá
strönd landsins, og þar eru stjóm-
völd við að leggja síðusm hönd á
fangelsi framtíðarinnar. Hvergi er að
sjá stórar fangelsisdeildir fyrri tíma,
en þeirra í stað litlar einingar, sem
HEITSTURTAEINUSIN
Fjöldi fanga í Tyrklandi miðað við íbúaflölda hefur hingað til
verið mun lægri en í Evrópu. Ástæðan er sú að fangelsi lands-
ins eru fyrir margt löngu orðin yfirfull og ástandið orðið svo
slæmt að mannekla hefur valdið því að ekki hefur verið hægt
að fylgja fanga í réttarsal eða á sjúkrahús.