Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2008
Neytendur DV
ÉNEYTENDUR
neytendur@dv.is Umsjón: Ásdís Björg Jóhannesdóttir
Kjarnafæði með óbreytt verð
Kjarnafæði hefur ákveðið að hækka ekki verð hjá sér þrátt fyrir miklar
hækkanir á hráefni, umbúðum, flutningsgjöldum og eldsneyti á undanförn-
um vikum. Neytendasamtökunum barst bréf frá þeim þar sem þeir lýstu yfir
að vilja fylgja tilmælum viðskiptaráðherra, forystumanna AS( og Neytenda-
samtakanna um að sporna við óhóflegri verðbólgu. Kjarnafæði, líkt og Ikea,
vill með þessu leggja lið í baráttunni gegn versnandi kjörum. Neytenda-
samtökin hvetja enn fleiri fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.
Langolanga
Olíukóngarnir
sleppa
„Ég vil meina að þeir sem mót-
mæla háu bensínverði beini
mótmælum sínum ekki að rík-
inu heldur að olíufélögunum
sem stálu af okkur peningum
árum saman með samráði," seg-
ir Halldór Gylfason leikari. „Fólk
áttar sig ekki á því að skattur-
inn sem ríkið hirðir af hverjum
bensínlítra fer í að leggja vegi og
jarðgöng. Eigendur olíufélag-
anna ættu frekar að einbeita sér
að því að minnka sinn hlut. Þeir
eru búnir að stela nóg af okkur.
Þessir sömu menn líta út fyrir
að vera hetjur í dag fyrir það að
lækka í einn dag."
|H| Skúlagötu
SkúgarthO
|íy| Grafarholti
03 Gmfarbolti
(Jj) Sokntgl
fífl SkógarhUð
144,60
liRNNlN
145,90
ItKNNlN
146.10
llliNNlN
144,00
UKNNlN
144.10
III'NNlN
145,90
lil'NNlN
154,00
UlNKL
155,00
DÍ8BL
154,90
DlNBL
153,00
DÍSBL
153.10
DÍNEL
155,00
DlNBL
155.10
DlNI'L
Verö fyrir tannlæknaþjónustu hér landi þykir vera afar hátt. Ein heimsókn kostar aldrei
undir nokkur þúsund krónum. Verð er þó afar mismunandi og ómögulegt að bera saman
verð hjá einum tannlækni til annars þar sem þeir vilja lítið gefa upp fast verð. „Fólki finnst
þetta vera mjög dýrt,“segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
„Álögurá
barnafólk
hafaaukist
mest"
OMOGULEGTAÐH
BERA SAMAN VERÐ
-
Ómögulegt er að bera saman verð
á milli tannlækna vegna mismun-
andi álagningar og eðlis aðgerða.
Álagning er frjáls og nýta marg-
ir tannlæknar sér það. f könnun
sem Neytendasamtökin gerðu fyrir
stuttu á verðskrám 143 tannlækna
kemur í ljós að munur getur verið
allt að 200 prósentum. Þegar DV
hafði samband við tannlæknana
í þeirri von að kanna hvort verð
hafði hækkað síðan könnunin var
gerð var ómögulegt að fá haldbær-
ar upplýsingar.
Gífurlegur munur
í meðfylgjandi töflu voru vald-
ir tíu tannlæknar af handahófi úr
könnun Neytendasamtakanna. f
töflunni sést að dýrasti tannlækn-
irinn er 120 prósent dýrari en sá
ódýrasti. Að fara í myndatöku og
fyllingu á jaxli ásamt deyfingu kost-
ar 20.300 hjá þeim sem er dýrastur
en 9.300 hjá þeim sem er ódýrast-
ur. Munurinn er sláandi. Ingibjörg
Sara Benediktsdóttir, varaformað-
ur Tannlæknafélags fslands, seg-
ir tannlækna á íslandi heyra und-
ir Samkeppnisstofnun og þeir megi
ekki hafa eina gjaldskrá. „Fólk
verður að halda uppi sínum
, stofum."
Verðin á huldu
Þegar DV hringdi á nokkra staði
til að kanna hvort verð hefði breyst
á undanförnum vikum var afar erfitt
að fá uppgefna eina tölu. Spurt var
um hvað kostaði að láta setja nýja
fyllingu í jaxl. Þeir tannlæknar sem
hringt var í sögðu að ekki væri hægt
að gefa upp nákvæmt verð nema
þeir sæju skemmdina. í ljósi þess
er því nánast ógerlegt fyrir neytend-
ur að vita fyrirfram hvað þeir eru að
borga fyrir. Auk þess geta þeir ekki
borið saman verð og ákveðið tann-
lækni út frá því. Ingibj örg segir tann-
lækna ekki hrifna að gefa verð í
síma. „Það eru líka
alltaf
einhverjir sem eru að leita að ódýr-
asta tannlækninum, en hann er ekki
endilega sá besti," segir Ingibjörg.
Mikill mismunur
Tryggingstofnun endurgreiðir
þeim sem eru tryggðir samkvæmt
almannatryggingalögum eftir gjald-
skrá sem heilbrigðisráðuneytið gef-
ur út. Sem dæmi eru endurgreidd-
ar 1.020 krónur fyrir röntgenmynd.
Dýrasti tannlæknirinn í meðfylgj-
andi töflu rukkar 2.400 krónur fyr-
ir myndatöku. Mismunurinn leggst
á sjúklinginn eða 1.380 krónur.
Rontgenmynd Rúniar þúsund
krónur fást endurgreiddar frá
Tryggingastofnun fyrir myndatöku
Fyrir fyllingu á tvo fleti á tönn fær
maður endurgreiddar 6.850 krón-
ur. Dýrasti tannlæknirinn tek-
ur 16.000 krónur fyrir það. Mun-
urinn þar er enn meiri eða 9.150
krónur.
„Gjaldskrá ráðherra hefur lít-
ið breyst undanfarin ár, hún hefur
ekki fylgt verðlagsþróuninni. Við
tannlæknar verðum hins vegar að
fylgja þróuninni," segir Ingibjörg.
VERÐSKRA SKV. KONNUN NEYTENDASAMTAKANNA I SEPTEMBER 2007
Röntgenmynd Ðeyfing Fylling 2"fletir Flúorlökkun Samtals
Guðmundur Lárusson, Bergstaðastræti 52, Reykjavik 1.400 1.400 6.500 3.500 12.800
Jón Már Björgvinsson, Reykjarvíkurvegi 60, Hafnarfirði 1.440 1.510 8.625 4.800 16.375 27,93%
Elmar Geirsson, Þverholti 7, Mosfellsbæ 1.500 1.500 9.500 4.000 16.500 28,91%
Þór Axelsson, Faxafeni 5 Reykjavík 1.800 1.600 11.200 3.900 18.500 44,53%
Anna Sigríður Stefánsdóttir, Núpalind 1, Kópavogi 1.550 1.600 11.500 4.600 19.250 50,39%
Gestur Már Fanndal, Þönglabakka 1, Reykjavík 1.885 1.445 11.385 3.900 18.615 45,43%
Tinna K. Snæland, Hamraborg 5, Kópavogi 1.880 1.630 12.200 5.250 20.960 63,75%
l , Guðný Ester Gunnarsdóttir, Hlíðasmára 17, Kópavogi 2.100 1.705 12.350 4.560 20.715 61,84%
'1' \ Úlfhildur Leifsdóttir, Garðatorgi 7, Garðabæ 2.070 1.650 15.230 4.800 23.750 85,55%
Helgi Magnússon, Skipholti 33, Reykjavík 2.400 1.900 16.000 7.900 28.200 120,31%
Wjpj HÆSTAVERÐ 2.400 1.900 16.000 7.900
SKF LÆGSTAVERÐ Í.J/' MUNUR í PRÓSENTUM 1.400 1.400 6.500 3.500
71,43% 35,71% 146,15% 125,71%
Sparnaðarráð frá Netorku:
ISSKAPURINN EYÐIR
■ Lofið fær
viðskiptaráðherra
og stjórnvöld fyrir
að boða átak f
verðkönnunum. í
samstarfi við AS(,
Neytendasamtökin og
Neytendastofu
ætla þau að
lelta leiða til að
vinna gegn
verðhækkunum og draga úr þelrrl
verðlagsþróun sem stefnir í.
LOF&LAST
Lastiðfærverslunin
Krónan i Mosfellsbæ fS
fyrir að bregðast
viðskiptavinum
sínum. Fyrir stuttu varð j ,
uppi fótur og fit þegar tveir mt
starfsmenn á kassa stóðu
- upp frá
löngum röðum á
háannatíma og
sögðust vera búnir
að vinna. Enginn var mættur til að
leysa þá starfsmenn af hólmi.
Viðskiptavinirvoru ekki sáttir.
Þú getur lækkað rafmagnsreikn-
inginn með því að minnka orku-
notkun á heimilinu. Til að mynda
eru mörg ráð til að spara rafmagn
á hitastigi, lýsingu, eldhúsinu og
þvottahúsi. Einföld atriði eins og
að lækka innihita, muna að slökkva
ljós og hafa glugga lokaða nema til
að lofta út geta skipt miklu.
fsskápar nota mikið rafmagn.
Því er ráðlagt að meta hvað mað-
ur þarf stóran ísskáp til notkunar.
Tómur ísskápur eyðir mestu.
Hagstæðast er að ísskápur sé
milli 3 og 4 gráður og frystir 18
gráður og því þéttari sem hann er
því minna rafmagni eyðir hann.
Það sem skiptir miklu máli í end-
ingu og orkunotkun skápsins er að
kæligrindin að aftan þarf að vera
hrein og hafa nóg pláss til kæling-
ar. Með matvæli og ísskáp á að láta
mat kólna áður en hann er settur
í inn í hann og ekki er æskilegt að
geyma vökva í opnum umbúðum
í honum. Að lokum er ekki gott að
hafa ísskápinn opinn að óþörfu og
best að vera búinn að ákveða hvað
skal ná í.
Með þessum fáeinu ráðum er
hægt að lækka rafmagnsreikning-
inn um nokkrar krónur á mánuði.