Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2008
Umræöa DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
JónTrausti Reynlsson og ReynirTraustason
FULLTRÚIRITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaösins eru hljóörituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SAIVDKORIV
■ Illgresi, málgagn Ungra
vinstri grænna, kom nýverið
út í ritstjórn Elíasar Jóns Guð-
jónssonar
blaðamanns.
Athyglisverð
úttekt birtist
í blaðinu um
tengsl Sjálf-
stæðisflokks-
ins við fjöl-
miðla, undir
fyrirsögninni
„f klóm ránfuglsins". Þar eru
taldir upp menn í ritstjórnar-
stöðu á þremur dagblöðum:
Morgunblaðinu, 24 stundum
og Fréttablaðinu. Þrír hafa
verið formenn Heimdallar,
félags ungra sjálfstæðismanna
í Reykjavík. Það eru Ólafur
Þ. Stcphensen á 24 stund-
um, Björgvin Guðmundsson
á Markaði Fréttablaðsins og
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins.
■ f Illgresi Ungra vinstri
grænna kemur einnig fram að
Elín Hirst, yfirmaður frétta á
fréttastofu Sjónvarpsins, sé
tengd inn í Sjálfstæðisflokkinn.
Hún er góð vinkona Kjartans
Gunnarssonar, fyrrverandi
framkvæmdastjóra flokks-
ins, og eiginmaður hennar er
yfirlýstur frjálshyggjumaður.
Einnig er réttilega bent á að
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri
Fréttablaðsins, hafi verið
hvorki meira né minna en for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
■ Fram kom í burðargrein í
Fréttablaðinu í gær að forsæt-
■ isráðuneytið
hefði varið
®tta tjl ntu
hundruð-
um þús-
If-* unda króna
aukalega í
■ ferðakostn-
I að fyrir Geir
■ H. Haarde
forsætisráðherra og föruneyti
með því að leigja einkaþotu
fyrir Svíþjóðarferð hans sem
hófst í gær. Einnig kemur fram
í sömu grein að Þorsteinn
Pálsson, ritstjóri Fréttablaðs-
ins og fyrrverandi forsætisráð-
herra, sé með forsætisráðherr-
anum í för.
■ Stefán Birgir Stefánsson
heitir óhefluð tilfinningavera
sem heldur úti vefsíðunni sbs.
is. Stefán trylltist á dögunum
vegna saklausrar yfirlitsgrein-
ar á dv.is um aprílgöbb og lýsti
yfir hatri á DV. Aprílgabbið
tengdist kvikmyndinni Heið-
inni, sem Stefán hafði áður
sagst í dómi á síðunni bera
djúpt hatur til. f falsaðri frétta-
tilkynningu kom fram að að-
standendur Heiðarinnar hefðu
ákveðið að kæra hann fyrir að
ala á hatri, en í grein á dv.is var
líkum leitt að tengslum hans
við gabbið. Upphaf haturs-
öldunnar í huga bloggarans
má rekja til þess að hann taldi
að lambi hefði verið slátrað
við tökur á Heiðinni, sem var
rakin vitleysa af hans hálfu.
Lesendur sbs.is hafa í kjöl-
farið gert tilraunir til að svara
óbeisluðu hatri hans, en án ár-
angurs, því hann strokar um-
mælin jafnharðan út.
pð Forseti fólksins
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Forsetinn er ekkifastur iJjögitrra ára áætlunum, lík,
LEIÐARI
Olafur Ragnar Grímsson hefur fært forseta-
embættið yfir á annað plan. Hann hefur
staðið með þjóðinni gegn ofríki stjórn-
málamanna og linnulaust kynnt sér-
stöðu íslands erlendis. Hann hefur verið pólitískur
án flokkadrátta og unnið markvisst að eflingu við-
skiptatengsla.
Forsetaembættið hefur verið gagnrýnt fyrir fjáraust-
ur, ekki síst á þeim tímum sem embættið var bara
upp á punt. Ólafur Ragnar hefur á forsetatíð sinni
náð að kveða slíkt tal í kútinn. Líklega hefur hann
verið þjóðinni hverrar krónu virði þegar kemur að
beinum viðskiptahagsmunum og ímyndarmálum.
í síðasta mánuði talaði forsetinn fýrir því að það
væri íslensku þjóðinni ekki til hagsbóta til lengri tíma ef land-
búnaðarframleiðslan hyrfi úr landi. Það kann að vera hagkvæmt
þegar best árar að láta þá um matarframleiðsluna sem ná mestri
hagkvæmni, það er að segja að við einbeitum okkur að annarri
starfsemi og flytjum inn matinn. Forsetinn hélt ræðu sína um
fæðuöryggi þjóðarinnar 2. mars og 6. mars hófst fall krónunnar
sem leiddi til þess að 10 til 20 prósenta verðhækkanir matvöru
skullu á almenningi.
Ólafur Ragnar hefur lag á því að horfa á heildarmyndina. For-
n, likt ogfranikvæmdavaldid.
setinn er ekki fastur í fjögurra ára áætlunum, líkt
og framkvæmdavaldið. Hann notar embættið ekki
aðeins til hátíðabrigða og er óhræddur við að láta
til sín taka þegar hann telur að unnið sé gegn hags-
munum almennings. Enda er hann engum háður
nema fólkinu í landinu. Hann er eini maðurinn sem
kjörinn er af þjóðinni.
Það kom ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í opna
skjöldu að forsetinn skyldi standa í vegi hennar,
þegar þröngva átti í gegn fjölmiðlalögum gegn vilja
mikils meirihluta þjóðarinnar. Forsetinn beitti mál-
skotsrétti sínum í fýrsta sinn og það síðasta, ef ríkis-
stjórnin hefði ráðið. Viðbrögð framkvæmdavaldsins
voru ótrúleg og frekar í stíl Róberts Mugabe heldur
en íslenskra stjórnmála. Það átti að afnema málskotsréttinn,
sem þýddi í raun að svipta þjóðina þeim rétti að kjósa um um-
deild mál sem koma upp innan fjögurra ára kjörtímabils stjórn-
málaflokkanna.
Nú hefur verið tilkynnt að forseti íslands bætist í hóp með Nel-
son Mandela, Martin Luther King, Olof Palme og fleirum, þegar
honum verður veitt æðsta viðurkenning indversku þjóðarinnar,
Nehru-verðlaunin. Það segir sitt um það starf sem Ólafur Ragnar
hefur innt af hendi erlendis, í þágu friðar og alþjóðasamvinnu.
FEITIR FATÆKLINGAR
SVARTHÖFÐI
Svarthöfði hefur, eins og flestir,
rekið sig á það undanfarið að
mjólkin hefur hækkað töluvert.
Þá hafa trukkabílstjórar séð til þess
að svimandi hátt eldsneytisverð hef-
ur ekki farið fram hjá neinum. Það
er því á hreinu að íslenska velmeg-
unin sem við komumst upp á lagið
með í dásamlegri valdatíð Davíðs
Oddssonar hefur lent á einhverri
hraðahindrun.
Svarthöfði skilur samt ekkert í
þeim bölmóði sem pattara-
íegir og vel aldir verkalýðsfor-
ingjar fá að dæla yfir hrædda þjóð
í fjölmiðlum. ísland og efnahagur
þess hefur verið meira og minna á
leiðinni lóðbeint til helvítis svo lengi
sem Svarthöfði man, þótt þessi stað-
reynd hafi kannski týnst um stundar
sakir í álbræðslugróðaþokunni.
erum fslendingar og munum því
ekki láta segjast og förum bara að
eyða um efni ffam með vondri sam-
visku. Allt krepputal er ýkt svarta-
gallsraus. Eða ædi íslenskir fátæk-
lingar, fyrr á öldum, hefðu ekki
þurft að láta segja sér það þrisvar að
helsta vandamál fátældinga á íslandi
árið 2008 yrði offita.
Þegar alvörufátækt var landlæg
á íslandi hékk fólk bókstaflega
á horriminni í moldarkofum
með tilheyrandi vosbúð. Þá var ekki
um annað að ræða en japla á ómet-
anlegu bókfelli og kasúldnum mat
sem í seinni tíð er orðinn tískumatur
einu sinni á ári.
kei. Vel má vera að við get- I 1 um ekki lengur eytt um efni ff am bjóðs á borð við hrúts- pungaog
með góðri sam- 1 hland- ,/
visku en leginn Ji
við V l há- m
1 1 l * .juA
lvörufátækt er ekki
einu sinni fjar-
Jæg minning
á íslandi lengur og
þess vegna er hægt
að gera neyslu við-
karl að skemmtilegu ritúali í vel-
sældinni.
Nú er amerískur og ítalskur
fátæklingamamr orðinn að
fokdýru daglegu brauði og
við tökum okkur aðeins örstutt frí frá
McDonalds, flatbökum og Kentökkí-
kjúklingi einu sinni á ári til þess að
skemmta okkur við að éta viðbjóð-
inn sem forfeður okkar kúguðust á
áður.
Ef ekkert væri á íslenskum
borðum annað en innmatur
og súrsað ógeð í öll mál vær-
um við varla að drepast úr spiki og
að sliga heilbrigðiskerfið með öllum
aukakílóunum okkar.
Feittfólk getur ekki verið að
drepast úr fátækt og Svarthöfði
mun því ekki kyngja því að það
sé komin kreppa fyrr en hvalreki
verður aftur lífsbjörg og hann þarf
að pissa á hákarl til þess að lifa
veturinn.
ekki að höndla gæðin og getum
ekkert látið á móti okkur lengur. Ef
við kynnum okkur hóf ættum við
inni sparnað sem gæti mætt öllum
matvælahækkunum og alheims-
okri á bensíni. Það þarf bara að gera
greinarmun á lífsnauðsynjum og
munaði. Hætta að reykja, drekka og
djamma. Ganga tíl vinnu, samein-
ast um bílferðir, setja niður kartöflur.
Þær koma upp og hafa haldið Iífinu í
hinum ýmsu þjóðflokkum.
Þetta væri ekkert flókið ef við
vildum sldlja það. Sem betur
fer hefur Davíð
enn vit fyrir okk- j' ' ^
uroghefurnú ^
skipt ofeld-
inu út fyrir
ofbeldi
og mun
þvinga
okkur til að
éta það sem
úti frýs hvort
sem okkur
tíkar betur eða
Oll íslensk
vandamál eru
lúxus. Meinið
er að við kunnum
verr.
„Ég held að það ætti frekar að leggja
áherslu á að þeir æfi sjálfsvarnarlþrótt
heldur en að þeir beri vopn."
Hafdís Ólafsdóttir, 49 ára,
sjúkraþjálfari.
„Það mætti vel skoða ef það er mikið af
ránum í borginni."
Jónína Eiríksdóttir, 37 ára,
lyfjatæknir.
„Já mér finnst það, en einnig skoða
hvort auka skuli eftirlit."
Magnús Nilsen, 31 árs, starfsmað-
ur í álverinu á Grundartanga.
„Mér finnst það sjálfsagt í Ijósi atburða
síðustu daga."
Kjartan Ásþórsson, 30 ára,
tölvunarfræðingur.