Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Qupperneq 19
DV Umræða
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2008 19
MYNDIN
Fótboltahetjur framtíðarinnar Þriðji flokkur Fram æfði af krafti í Safamýrinni í gær. Tilburðirnir voru þvílíkir að víst má teija að þarna leynist arftaki
Eiðs Smára Guðjohnsens. DV-MYND Sigurður
Minusinn fær borgarráð
Reykjavikur sem skorið hefur
niður stuðning við fötluð börn á
fristundaheimilum.
SPURNINGIN
ERTU í RUSLI?
„Nei, en ég er í basli með rusl," segir
Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórn-
ar Sandgerðisbæjar.
Undanfarið hafa
óprúttnir aðilar hent
rusli á svæðið sem
kennter við
Rockville, þar sem
eittsinn var
starfrækt meðferð-
arheimilið Byrgið og
hugsanlega rís
netþjónabú. Þar hafa fundist
ruslapokar í nokkur skipti en ekki er
um viðvarandi ástand að ræða að
sögn Óskars. Hann segir þetta
hvimleitt vandamál og bendir fólki á
að henda ruslinu sínu frekar í
sorphreinsistöðina Kölku sem er
nokkrum kílómetrum frá.
Samfylkingin æsti
til uppreisnarinnar
Nú hafa ýmsir meðreiðarsveinar
Samfylkingarinnar, svo sem Dofri
Hermannsson og Egill Helgason,
reynt að útmála mótmæli vörubíl-
stjóranna sem einhvern asnalegan
misskilning, það er að bílstjórarnir
fatti ekld að heimsmarkaðsverð á olíu
fari hækkandi. Það er auðvitað ekki
svo, bílstjórarnir eru eflaust margir
hverjir að borga af erlendum lánum
sem þeir hafa tekið til að fjármagna
bílakaup sín. Þeir þurfa að greiða æ
hærra verð fyrir olíuna til að knýja
tækin áfram á meðan margur hefur
boðið í verk þar sem forsendur eru
allar aðrar, enda ekki gert ráð fýrir að
ríkisstjórnin missti algjörlega tökin á
efnahagsmálum með frægri stefnu
forsætisráðherra, stefnunni að-gera-
ekki-neitt.
Reyndar hefur forsætisráðherr-
ann okkar ferðaglaði áður komið
ffarn með nýstárlegar hugmyndir í
efnahagsmálum, eins og þegar hann
ætíaði sér að slá á þenslu með því að
fresta ffamkvæmdum á Vestfjörðum,
í þeim landshluta þar sem samdrátt-
urríkti.
Ein krafa vörubílstjóranna er að
lækkaðar verði álögur á olíu. Ef eitt-
hvert mark ætti að vera hægt að taka
á ráðherrum Samfýlkingarinnar, til
dæmis samgönguráðherra og ut-
anríkisráðherra Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, hefðu þau strax átt að
taka undir kröfu bílstjóranna þar sem
það eru ekki nema örfá misseri síðan
SIGURJÓN
ÞÓRÐARSON
framkvæmdastjóri skrifar
„Það er aumtað horfa upp
á þingmenn Samfylkingar-
innarskilja vörubilstjórana
eftir á berangri þegar þeir
krefjast þess aðfariðséað
tillögum sem Samfylkingin
sjálf lagði til."
núverandi samgönguráðherra sem
þá var í stjórnarandstöðu sendi frá sér
ákall til ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks um lækkun álaga
hins opinbera vegna þess að dísilol-
ían nálgaðist að kosta 120 krónur lít-
rinn. Ef farið er í gegnum þingræð-
ur núverandi samgönguráðherra á
umliðnum árum blasir við að þetta
var hans helsta baráttumál auk þess
að jafna flumingskostnað. I þessum
ræðum hans kemur greinilega fram
að hann telji að skattlagning umferð-
ar sé margfalt meiri en varið er í upp-
byggingu vegasamgangna.
Þessi áhugi Samfylkingarinnar og
barátta tók á sig þá mynd að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir flutti sérstaka til-
lögu um lækkun olíugjalds um 15%,
úr 41 krónu í 35 krónur.
Það er aumt að horfa upp á þing-
menn Samfylkingarinnar skilja vöru-
bílstjórana eftír á berangri þegar þeir
krefjast þess að farið sé að tillögum
sem Samfylkingin sjálf lagði tíl. Þeim
er att á foraðið og síðan fá forysm-
menn Samfylkingarinnar minni spá-
menn flokksms til að hía á þá.
Það væri meiri bragur að því að
flugkappamir í ríkisstjórninni settust
að viðræðum við bílstjórana til að
leita leiða um að leysa úr málum á
farsælan hátt.
VONBRIGÐIN ERU VERST. Að hlakka
til einhvers, sem svo er ekki neitt
er ömurlegt. Til dæmis var alveg
ömurlegt að sjá Bob Dylan á Hró-
arskeldu árið 2006. Ég hlakkaði
massíft tíl. Þau kvöld í Melkoti,
þar sem Bob var á fóninum í æsku
minni, vom góð í minningunni.
Eilífðartöffarinn og allir slagaram-
ir hans. En því miður, Bob ákvað
að taka öll lögin sín í einhverj-
um röst-belt-dixí-eikí-breikí-
heart útgáfu og tónleikarnir vom
ömurlegir. Eins hef ég oft haldið
að þjóðfélagið muni taka ömm
breytíngum, en ekkert gerist.
UM HELGINA vom vonbrigðin í
hámarki. Ég pantaði pitsu, beið
eftír henni í korter. Keyrði svo frá
Arbænum upp í Mosó, með hana
íframsætínu, *
eins og ítalska ' ' ?
kæmstu. Lyktín
var fljótt komin
um allan bílinn
og ég fann næst-
um rjómaost-
inn bráðna á
tungunni á mér.
Ég lenti loks í
fossinum, greip pitsuna, mixið og
hljóp inn. En á leiðinni tókst mér
að reka boxið í einhverja súlu á
stigaganginum, með þeim afleið-
ingum að það datt úr greipum
mér. Snerist við í loftinu og opn-
aðist. Þannig að pitsan lak niður
steyptar og drulluskítugar tröpp-
urnar, og áleggið sneri niður. Von-
brigðin vom rosaleg. Mér tókst
að vöðla henni saman og setja í
kassann aftur. Kærastan mín fór
næstum því að gráta þegar hún
sá hana. Én við emm íslendingar.
Og ef eplið er súrt, étum við það.
Svo pitsa með pepperoni, rjóma-
osti, chilipilar, smá hámm, sandi,
steinum og drullu. Ekki málið.
JAMES BLUNT er á leiðinni til lands-
ins. Ég man eftír einu hallæris-
legu lagi með honum, en annað
var það ekki. Tónleikahaldarar
vom í msli í Fréttablaðinu fyrir
helgi. Sögðu að gengisbreytingar
væm að setja allsvakalegt strik í
reikninginn. Maður hefði átt að
sjá í gegnum þetta þá. Það kostar
15 þúsund krónur að sjá Blunt
frá ffemsta bekk. Sama og kostar
á virkilega góðar tónlistarhátíðir
út í heimi. Meira en helmingur af
verði Hróarskeldumiða, sem fór
virkilega illa út úr falli krónunnar.
En ég þori að veðja að það muni
seljast upp. Því ef eplið er súrt
verðum við að fá smakk.
hvað er að frétta?