Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2008 Fókus DV TÓNSNILLINGAR MORGUNDAGSINS | Tónleikar í tónleikaröðinni Tónsnillingar morgundagsins fara fram í Salnum (Kópavogi í kvöld. BRAGIBERGÞÓRSSON tenórsöngvari og ELFA RÚN KRISTINSDÓTTIR fiðluleikari koma þar fram ásamt píanóleikaranum KRISTNIERNIKRISTINSSYNI. Á efniskránni eru verk eftir FRANZ SCHUBERT, Ijóðaflokk- urinn Schwanengesang og Sónata fyrirfiðlu og píanó í A-dúr.Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Hér og nú til Finnlands Tvær leiksýningar sem sýndar voru á leiklistarhátíðinni Lókal, sem haldin var í fyrsta sinn í Reykjavík í síðasta mánuði, hafa verið vaidar til að taka þátt í hinni virtu Tampere-leiklistar- hátíð í Finnlandi sem haldin verður í ágúst á þessu ári. Þetta eru L'Effet de Serge, sem franski hópurinn Vivari- um Studio sýndi í fyrsta sinn utan Frakklands á Lókal, og svo hin um- talaða sýning Sokkabandsins á reví- unni Hér og nú. Sú sýning var á fjöl- unum í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur og er eftir ieikhópinn en leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. - ■• Hið sanna macho Hið sanna macho: Hugmyndir um karlmennsku, líkama og atbeina er yfirskrift fyrirlestrar sem Helga Þórey Bjömsdóttir heldur í fyrir- lestraröð Mannffæðifélags íslands í húsnæði ReykjavíkurAkademí- unnar, Hringbraut 121, íkvöld. Efni fyrirlestrarins, sem er sá síð- asti á þessu starfsári, er sótt í yfir- standandi doktorsrannsókn Helgu í mannfræði við Háskóla íslands. Rannsóknin skoðar menningar- og félagslegar hugmyndir um karl- mennsku og kyngervi í tengslum við fslensku friðargæsluna. Fyrir- lesturinn hefst klukkan 20. Bítlarnir og Beethoven Tónlist eftir ýmsa snillinga, og af mjög ólíkum meiði, verður bor- in saman á tónleikum tónleikarað- arinnar Tóna við hafið í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, í kvöld. Flutt verður syrpa þekktra laga Bítlanna og í kjöl- farið fluttur hluti af kvartett eftir Beet- hoven, leikinn verður rólegur blús og síðan aftur boðið upp á Beethoven. Ekki verður staldrað við þama heldur spiluð sfgaunatónlist og annað það sem meðlimum Sardas-kvartettsins dettur í hug. Kvartettinn, sem skipað- ur er Martin Frewer, Kristjáni Matthí- assyni, Guðmundi Kristmundssyni og Arnþóri Jónssyni, hefúr komið saman í þó nokkur ár og flutt tónlist við fjölmörg tældfæri. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 20 og er frítt fyrir yngri en 12 ára. GAMAN, GAMAN í ÓPERUNNI Fyrir um þrjátíu ámm, eftir að leik- aramenntun þjóðarinnar hafði loks verið komið í þokkalega viðunandi horf, varð Nemendaleikhúsið til. Nemendaleikhúsið veitti ferskum andblæ inn í leikhúslíf sem þá var um margt heldur staðnað. Leikara- efnin sjálf réðu verkefnavalinu, þau reyndu alltaf að kalla til liðs við sig efnilegustu og bestu leikstjórana: niður með klíkuskapinn, sem sagt, upp með hin faglegu sjónarmið! Og árangurinn lét ekki á sér standa: þó að sýningarnar væru eðlilega misjafnar vorum við þakklát fyrir þessa góðu viðbót sem aliir sáu að vísaði fram á við, bæði listrænt og leikhúspólitískt. Þetta var áður en „frjálsu grúppurnar" komu til sög- unnar af verulegum krafti, „stofn- anirnar" voru orðnar dálítið lúnar og áttu stundum bágt. Og nú emm við komin svo langt að hafa eignast „nemendaóperu", eins konar hliðstæðu Nemenda- leikhússins. Óperustúdíó fslensku óperunnar hefur verið rekið sem fastur þáttur í starfi hennar í fimm ár. Þarna fá ungir söngvarar tæki- færi til að spreyta sig á alvöru óp- erutextum undir stjórn góðra fag- manna. Engum, sem fylgst hefur með sönglífi þjóðarinnar að und- anförnu, dylst að mikið hefur verið og er að koma fram af ungu hæfi- leikafólki og að fyrirtæki eins og Ópemstúdíóið á að geta lagt sitt af mörkum til að styðja þá þróun. í fyrra var það Puccini, nú er það Mozart sjálfur. Og Óperan dregur ekkert af sér; það er mikið ÓPERUSTÚDÍÓ ÍSLENSKU ÓPERUNNAft COSl FANTUTTE eftir Lorenzo da Ponte oq W.A. Mozart. LEIKSTJÓRI: Ágústa Skúladóttir HUÓMSVEITARSTJÓRI: Daníel Bjarnason LEIKMYND: Guðrún Öyahals BÚNINGAR: Katrín Þorvaldsdóttir LÝSING: Páll Ragnarsson lagt í þessa sýningu sem myndrænt séð er eitt fegursta sjónarspil sem ég man eftir á sviði hennar. Manni finnst bara ekki ná nokkurri átt að sýna þetta aðeins fjórum sinnum. Auðvitað em engar frægar stjörn- ur á sviðinu að þessu sinni, stjörn- ur sem væru vísar til að trekkja að nógu stórt públikum, kannski meta forráðamenn Óperunnar það svo, en mér er sama: þetta er sýning, sem allir sem á annað borð unna sönglist og óperu, eiga að sjá. Við erum lítil þjóð og eigum að standa með þeim sem eitthvað geta - þeg- ar þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Sem sagt: skyldumæting í Óperuna næstu vikur! Að sjálfsögðu er fífldirfska að ráðast með slíkum kröftum í stykki á borð við Cosi, þetta yndisíega bull þeirra da Pontes og Mozarts. Sá síðarnefndi er á toppnum, þeg- ar hann semur þetta, búinn með Brúðkaupið og Don Giovanni, á leið í Töfraflautuna, og eys allri sinni músíkalísku snilld yfir það furðulega verk sem texti (libretto) da Pontes óneitanlega er. Burð- arhlutverkin eru sex, þar af tvö elskendapör, annað fýrir tenór og mezzósópran, hitt fyrir barit- ón og sópran; hin tvö eru sópran og bassi. Hlutverkin eru nokkuð jöfn, þó að óneitanlega sé fegursta (og um leið kröfuharðasta) músík- in hjá tenórnum og sóprönunum. Það er ekki lítið lagt á ungar raddir að fást við þetta og nánast krafta- verk ef þær stæðust með láði all- ar þær prófraunir sem þær lenda þarna í. En að því sögðu er óhætt að fullyrða að einkar vel hafi til tek- ist og frammistaðan sé mun jafnari en við hefði mátt búast. Öll fjögur (er að tala um elskendurna) náðu því á einhverjum punkti að hrífa mig með söng sínum, þó að svo kæmu veikari kaflar á milli. Milli söngs og leiktúlkunar ríkir líka yf- irleitt ágætt jafnvægi, óvenju gott jafnvægi myndi ég jafnvel segja; þó að söngvaraefnin séu vissulega misgóðir leikarar, skiluðu þau öll sínu stóráfallalaust, og tvö þeirra, baritóninn Jón Svavar Jósefsson, og sópraninn Unnur Heiga Möller, vöktu sérstaka athygli fyrir óþving- aða sviðsframgöngu. Það væri fá- sinna að fara hér að útnefna stjörn- ur; þó verð ég að segja að Unnur Helga fór á kostum í leikrænni túlkun stelpugikksins Despinettu, nýtti sér kómfska möguleika hlut- verksins af miklum myndarskap. Kórinn stóð sig einnig vel. Ég ætla að öðru leyti eklci að orðlengja um þessa sýningu. Ef þetta væri fullgilt atvinnuleikhús, væri óhjákvæmilegt að segja eitt- hvað um verkið sjálft og nálgun leikstjórans að því; hér er engin þörf á því. Ágústa Skúladóttir hef- ur á síðustu árum komið fram sem einn sterkasti leikstjóri yngri kyn- slóðarinnar; í hlénu hafði einn ágætur leikhúsmaður á orði við mig að hún væri þegar komin með sinn sérstaka stíl; að þessi sýning væri eiginlega mjög „Ágústu-leg". Hvað sem því líður (eða ágæti þess að leikstjórar séu yfirleitt að koma sér upp eigin stíl) er ljóst að sú leið sem Ágústa kýs að fara hentar bæði henni og nánustu samstarfs- mönnum mjög vel; ég efa að nokk- ur annar íslenskur leikstjóri nú um stundir sé líkiegur til eða jafnvel fær um að setja upp svona skraut- sýningu með fjölbreyttri ljósa- dýrð og litaflóði í öllum áttum og um leið sprúðlandi af fjöri í anda mímuleiksins. Það verður forvitni- legt að sjá hvaða stefnu óperustjór- inn nýi tekur í vali leikstjóra, hvaða útlendinga hann kallar til og hverja úr röðum innfæddra. Þó að við get- um ekki enn verið án GÓÐRA er- lendra óperuleikstjóra öðru hverju finnst mér augljóst að nú sé kom- ið að því að gefa okkar eigin fólki fleiri og betri tækifæri. Eftir sigur sunnudagskvöldsins getur eng- um blandast hugur um að í þeirri keppni er Ágústa Skúladóttir mætt sterk til leiks. Jón Vióar Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.