Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2008, Síða 29
DV Fólkið ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 2008 29 VALDIIJEFFWHO A LENGJ' ■NNI LlL Valdimar Kristjónsson, eða Valdi í Jeff Who, vann samtals 765 þús- und krónur á Lengjunni. Vinn- inginn fékk hann á tveimur seðlum, þar sem hann meðal annars veðjaði á Sunder- land gegn West Ham og ÍR gegn Keflavík. „Þetta var alveg fáránleg heppni," segir Valdi- mar Kristjónsson, hljómborðsleikari sveitar- innar Jeff Who, sem vann tæpar átta hundr- uð þúsund krónur á Lengjunni fyrir um tíu dögum. „Ég vann 600 þúsund krónur fyrst og svo einhverjum nokkrum dög- um seinna 175 þúsund," segir Valdi. „Þetta var svolítið flókinn seðill hjá mér. Þeir leikir sem skiluðu mér hvað mestu voru Sunderland gegn West Ham, þar sem Sunderland skoraði sigurmarkið á 97. mínútu eða eitthvað álíka. Ég tryllt- ist þegar þeir skoruðu. Svo þurfti Arsen- al að vinna Bolton með einu marki, það var tveimur mörkum undir og manni færri í hálfleik, ég var eiginlega hættur að hugsa um þetta," segir Valdi en að lokum mörðu Arsenal-menn sigurinn með þrem- ur mörkum gegn tveimur og kom sigurmark- ið eftir venjulegan leiktíma. Seinni sigurinn á Lengjunni kom nokkrum dögum á eft- ir hinum, en þá veðjaði Valdi á að fR myndi fara í framlenginu með Keflavík og vinna, sem svo ólíklega gerðist. Aðspurður segist þó Valdi ekki taka þátt í Lengjunni mikið. „Ég tek þetta í bylgjum. Ætli maður verði ekki að hætta þessu núna, svo maður geti hætt á toppnum. Svo má maður ekki láta spilafíknina ná tökum á sér." Sjálfur er Valdi United-maður og veðjar ekki gegn liði sínu. Á fyrri sigurseðlinum þurfti United að vinna Aston Villa með meira en einu marki, og vann að lokum með fjórum. Valdi seg- ist enn ekki hafa ákveðið hvað hann ætli að gera við sigurféð, en eitt er víst, „Ég ætla ekki að eyða þessu bara í hamborgara eða eitthvað. Ætli mað- ur fari ekki frekar í einhverja megagrand-ferð í sumar," en annars er alltaf gott að liggja á smá aurum, þegar efnahagsástand þjóðarinn- ar er í molum." dori@dv.is . . Kgj Valdimar Kristjónsson Ætlar ekki að eyða vinningsfénu í hamborgara. FRUMSÝNIRÁ SKJALDBORG Heimildarmyndin From Oak- land to Iceland: A Hip-Hop Homecoming verður frum- sýnd á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði sem haldin verður dagana 9.-12. maí næstkom- andi. Myndin fjallar um heim- komu íslensks plötusnúðs, Dj Plamrn, Illuga Magnússonar sem alist hefúr upp í Kaliforníu, og spilað þar við góðan orðs- tír. Leikstjóri myndarinnar er Ragnhildur Magnúsdóttir, systir Illuga. f myndinni er talað við fjöldann allan af íslenskum tón- listarmönnum, sem hafa lifað og hrærst í rappinu hér á landi. Meðal þeirra sem viðtöl eru tek- in við má nefna Erp Eyvindarson og félaga hans Bent. Myndin er framleidd af Ragnhildi Magnús- dóttur ásamt SPARK ehf. og er klippt af Gunnari B. Guðbjörns- syni. MIÐASALA HEFSTABLUNT Miðasala á stórtónleika James Blunt í nýjum og stórglæsilegum sal Laugardalshallarinnar 12. júní hefst næsta fimmtudag, 10. aprfl, klukkan 10.00 á Miði.is og öllum afgreiðslu- stöðum Miða.is. Eingöngu er selt í númeruð sæti og er um fjögur verð- svæði að ræða. Það er A+-svæði á 14.900, A-svæði á 12.900, B-svæði á 9.900 og C-svæði á 5.900. Tekið er ffam að á A+-svæðinu verða ein- ungis 300 sæti í boði, en þau eru öll fyrir miðjum sal, beint fyrir framan sviðið. f heildina eru 3.500 sæti í boði á tónleikana. SJONVARPSÞATTURINN ÞRAÐUR SLÆR BOTNIÞATTAROÐINA IAPRIL TONLE KAHAT ÐA Þátturinn Þráður hefur verið í gangi á Skíf- antv undanfarnar vikur. Þar fer grínarinn og guðfræðineminn Davíð Þór Jónsson í heim- sóknir til ýmissa hljómsveita og brýtur þær til mergjar. Þáttunum lýkur með heljarinn- ar hvelli í þessum mánuði, en þá mun verða haldin meiriháttar tónleikaveisla á NASA. Veislan er bæði fimmtudag, föstudag og laugardag dagana 17., 18. og 19. apríl. Þær hljómsveitir sem spila eru Steed Lord, Sign og Brain Police, en þær spila allar á fimmtu- deginum. Á föstudeginum mætir Magni Ásgeirsson ásamt félögum sínum í Á móti sól og beint á eftir þeim koma Ultra Mega Technobandið Stefán og President Bongo úr Gus Gus. Á laugardeginum spilar svo Haf- dís Huld ásamt XXX Rottweilerhundum og Sprengjuhöllinni. Allar þessar hljómsveitir hafa verið teknar fyrir í þættinum, sem er á dagskrá á fimmtudagskvöldum. Miði á alla tónleikana kostar 5.500 krónur, en einnig er hægt að kaupa sig inn á einstaka kvöld. „Þetta er til þess að slá botninn í þáttaröðina. Verið að slútta góðu tímabili með góðum tónleik- um. Þetta verður svo með stærra sniði á næsta ári," segir Heið- ar Austmann, dagskrárstjóri Skífantv. og út- varpsmaður. Davíð Þór Jónsson Kynnir þáttanna og kynnir kvöldsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.