Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Blaðsíða 37
DV Umræða MIÐVIKUDAGUR 16. APRfL 2008 37 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Flreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Það virðist hitna undir Davíð Oddssyni í lógaritmísku sam- hengi við stýrivaxtahækkan- ir hans. Frá ráðherrum og þing- mönnum Samfylk- ingarinnar má greina sífellt skýrari skilaboð um að skipta þurfi um skipstjórann í brúnni. Davíð barst hins vegar stuðningur í gær, og ekki úr óvæntri átt. Það var leiðarahöfundur Morg- unblaðsins sem fór fram á að ráðamenn fengju frið til að leysa úr efnahagsvandanum, enda væri þeim vel treystandi til þess. Kannski það sé kom- inn tími til að þjóðin beri harm sinn í hljóði svo ráðamenn geti einbeitt sér. ■ Boston NOW, eitt af þeim blöðum sem Gunnar Smári Egilsson tók þátt í að koma á fót, er liðið undir lok. Ágrein- ingur er uppi á milli Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarfor- manns Stoða Invest, fjöl- miðlaarms Baugsmanna, og forstjóra blaðsins um ástæður þess að blaðið hafi dagað uppi. Forstjórinn hélt því fram að efnahagsástandinu á íslandi væri um að kenna, en Þórdís kom þeim skilaboðum til Eyj- unnar.is að forstjóri og stjórn- endateymi blaðsins hefði keypt útgáfuna af Stoðum fyrir helgi. ■ Vestfirðingar hafa gjarnan orð á sér fyrir ósamlyndi. Sú ákvörðun að flytja Innheimtu- stofnun sveitarfélaga til Flat- eyrar hefur sætt gagnrýni og þá merki- legt nokk frá nágranna- byggð- arlaginu Bolungar- vík. Grímur Atlason bæjarstjóri var ómyrk- ur í máli í samtali við bb.is: „Ég er ósáttur við þessa tillögu. Mér finnst hún bera vott um gamaldags fyrirgreiðslupólitík þar sem málefnaleg rök víkja fyrir úr sér gengnum hugsunarhætti," segir Grímur og líkir ákvörðuninni við pest. Einhver kynni að segja að ekki sé að undra að byggð sé á undanhaldi. ■ Bjöm Bjamason dómsmálaráð- herra er þekktur fyrir að vita af lögregluaðgerðum og raunar sér- stakur áhugamaður um Baugsmál ogfleirislík. Hannlýsir því á heima- síðu sinni hvemig hann reyndi að fá Moigun- blaðið og Bylgjuna til að kveilqa á því að komin væri handtökuskipun á Pólverjann Plankton, grunaðan morðingja. Ráðherranum til fúrðu og sárinda fattaði fjölmiðlafólkið ekki skúbbið en vildi aðeins vita um hugsanlegar lagasetningar varðandi framsal. LEIÐARI Blóðhundar Islands REYNIR TRAUSTflSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Ikreppunni sem nú færist óðum yfir dafnar ein stétt fólks. Þeir sem reka lögfræðiinnheimtu ráðast sum- ir hverjir að almenningi með kjafti og klóm. Óþurftarlið sem sendir út inn- heimtubréf leggur okurkosmað á hvert eitt þeirra og blóðmjólkar fólk sem er í kreppu lausafjárskorts. Það er áríðandi fyrir al- menning að vera á vaktinni gegn þeim öflum sem nærast á fjárhagslegri ógæfu borgara sem lenda í skuldafeni vegna óhóf- legrar bjartsýni undanfarinna ára. Til eru innheimtustofur sem leggja 3.500 krónur á hvert útsent bréf og smyrja ótæpi- lega ofan á höfuðstól þeirra skuldara sem í ógæfu ná ekki að greiða skuldir á gjald- daga. í DV í gær er tekið dæmi af sjálftöku innheimtufyrirtækis sem falið er að inn- heimta 20 þúsund króna skuld vegna sím- notkunar. Við fyrsta bréf leggjast 3.500 krónur ofan á skuldina og við annað bréf sama upphæð. Höfuðstóllinn er skyndilega Óþiiijtnrlid scm sendir úl iiiiilieimtubréfleggur okurkostnaö á liverl eittþeirra. fcNEYTENDUR^ Skjlekkiveltinqasuði orOlim hlminhár. OUfur Kj*rt«n»ion. iram*vaanu»»<j«* H auknum vanskllum hjá *HkL M.UM30ÞUSUND kominn upp í 27 þúsund krónur. Við þriðja bréf leggjast enn 3.500 krón- ur á upphæðina og skuldin fer yfir 30 þúsund krónur. Þetta er einungis lít- ið dæmi um það þegar afætur ganga í skrokk á skuldurum. Dæmi eru um enn hærri álögur víxlaranna. Þeir sem nærast á slíkri innheimtu eru sannkallaðir blóðhundar íslands. Þó er ljós í myrkrinu því Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur áttað sig á þeirri ömurlegu stöðu sem skuldarar í klóm okur- innheimtu lenda. Ráðherrann hef- ur boðað með frumvarpi til laga að þak verði sett á innheimtukostnað í því skyni að stöðva sjálftöku þeirra sem stunda innheimtustarfsemi á íslandi og hugsa fyrst og fremst | um að fitna á kostnað almennings. Þetta lið á ekki annað skilið en fyr- irlitningu alls almennings. Ekki gera ekki neitt. BILIÐVERÐURBRUAÐ DÓMSTÓLL GÖTUNIVAR Á Al) LEVFA INNFLUTNING \ HRÁU KJÖTI? „Þjónustutrygging gildir þar til barn fær boð um vistun í leik- skóla eða gefst kostur á dagforeldri að ósk foreldra." ÞORBJORG HELGA VIGFÚSDÓTTIR botgarfulitrúi skiifar: Árum saman hefur foreldrum reynst erfitt að brúa bilið á milli fæð- ingarorlofs og leikskóladvalar. Til að breyta þessu hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar aðgerðaáætlunina Borgarbörn. Hún endurspeglar skref borgarinnar sem tekin verða á næstu fjórum ámm með það að framtíðar- markmiði borgarstjómar að tryggja foreldrum val um dagvistarþjónustu frá því að fæðingarorlofi lýkur. Borg- arbörn miða að þvf að fjölga leik- skólaplássum, kynna ný og ólík úr- ræði fyrir börn í Reykjavík, og þannig bæta þjónustu við foreldra og böm. Samkvæmt áætluninni verður nýj- um deildum bætt við rótgróna Ieik- skóla sem og nýjum leikskólum bætt við. Einnig em þar tímasetningar á nýjungum eins og nýjum úrræð- um í þjónustu dagforeldra, hækkun niðurgreiðslna með barni hjá dag- foreldmm, þjónustutrygging, ung- bamaskólar, jöfnun niðurgreiðslna tíl sjálfstætt rekinna leikskóla, rafræn innritun í leikskóla samhliða nýj- um upplýsingavef um dagvistunar- möguleika. Reykjavíkurborg greiðir nú nið- ur ólíka dagvistunarkosti fyrir börn frá því að fæðingarorlofi lýkur. Reyk- vískir foreldrar geta valið á milli þess að nýta sér þjónustu dagforeldra, sjálfstætt rekinna leikskóla, borgar- rekinna leikskóla eða fá svokallað- ar au pair- og ömmugreiðslur sem em greiðslur til þriðja aðila (frá ár- inu 1998). í dag em þessar greiðsl- ur tíl þriðja aðila fáum kunnar og óskýrar og því mikilvægt að kynna þær sem raunverulegt úrræði sam- hUða annarri þjónustu sem Reykja- fædd því pláss losna í raun aðeins hjá leikskólum að hausti. Sama gild- ir um pláss hjá dagforeldrum. Erfitt er að hafa áhrif á þessa þætti sem þó vissulega snerta stöðu foreldra, jafn- vel á ósanngjarnan hátt. Sumir for- eldrar hafa verið svo heppnir að geta nýtt sér niðurgreiðslur borgarinn- ar vegna dagvistunar og greitt öfum og ömmum, frænkum eða ffændum eða au pair/heimilisaðstoð, en aðr- ir brúa bilið með því að fresta því að hefja vinnu á ný eða hætta í starfi á meðan beðið er eftir dagforeldri eða leikskóla. I Borgarbörnum er einnig kynnt nýtt úrræði, þjónustutrygging. Hún nýtist foreldrum í Reykjavík sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt, sótt um í leikskóla fyrir barn sitt og em á bið- lista eftir plássi, að þeir geti fengið þjónustutryggingu. Þjónustutrygg- ing er jafri há greiðsla og Reykjavflcur- borg greiðir með bami sem er í vist- un hjá dagforeldri. Þjónustutrygging stendur til boða eftir að fæðingaror- lofi lýkur, við 6 mánaða aldur hjá ein- stæðum foreldrum og við 9 mánaða aldur hjá giftum foreldum og þeim sem eru í sambúð. Þjónustutrygging gildir þar til barn fær boð um vist- un í leikskóla eða gefst kostur á dag- foreldri að ósk foreldra (eða þar til bamið verður 2 ára). Þjónustutrygg- ing borgarinnar stendur til boða frá 1. september 2008 og verða umsókn- ir á rafrænu formi. Þjónustutrygging er tímabundin greiðsla til foreldra á meðan þeir brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær þjónustu dagforeldra eða leik- skóla, svo sem til að greiða þriðja að- ila fyrir aðstoð. Foreldrar sem þiggja þjónustutryggingu en ráðstafa henni ekki til þriðja aðila skipta á milli sín greiðslutímabilinu á sambærilegan hátt og lög um fæðingarorlof gera ráð fýrir. Markmiðið með skiptingu á milli foreldra er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldmm kleift að samræma fjöl- skyldu- og atvinnulíf. víkurborg niðurgreiðir. Dagforeldrar verða sem fyrr mikilvægir foreldr- um, enda bjóða þeir upp á raunveru- legan valkost við leikskóla og önn- ur úrræði. I Reykjavíkurborg starfa nú um 180 dagforeldrar og fer fjölg- andi, en þeim fækkaði hratt á síð- asta kjörtímabili. Áfram verður stutt við dagforeldra með faglegu starfi og nýjum samningum. f nokkrum hverfúm borgarinnar em aðstæð- ur þannig að börn komast ung inn í leikskóla, en í öðmm hverfum þurfa þau að bíða talsvert lengur. Einnig skiptir máli hvenær á árinu börn em •s’ -? „Ég held ég væri hlynnt þvl ef ég vissi reglurnar. Ég hef lesið að þetta eigi að vera alveg öruggt. Ef það er rétt er ég hlynnt samkeppni." Brynhildur Erla Pálsdóttir „Ég er á móti þvl að hrátt kjöt sé flutt inn til landsins. Ég treysti því ekki að kjötið sé heilbrigt. Ég held með (slenskum landbúnaði." Guðbjörg Helgadóttir „Ég er með (slenska kjötinu og vil helst ekki innflutning á öðru kjöti. Við verðum aö hugsa um bændurna okkar." Steinunn Felixdóttir „Ég er hrædd um að viö munum flytja inn sjúkdóma ef við flytjum Inn hrátt kjöt. Við eigum að halda okkur við (slenska kjötið." Margrét Sigurðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.