Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. APR(L 2008 Fréttir DV Óhrein torg og ófögur borg einkenna Reykjavíkurborg um þessar mundir eftir að snjó hefur tekið að leysa. Blaðamaður og ljósmyndari DV fóru á rúntinn og komust að því að nánast sama hvar litið er finnst rusl á götum, gagnstéttum, grasblettum, runnum og tjörnum. Það var meira aðsegjafljótandiruslvíðaíTjörninni við sjálft Ráðhús Reykjavíkurborgar. Undanfarið hefur farið fram á vegum borgarinnar átak í hreinsun veggjakrots í miðborginni. Að sögn borgarstarfsmanna hefur hreinsun- in gengið vel og íbúar og verslunar- eigendur fagnað átakinu. Fjölmargir hafa sjálflr málað og snyrt húsnæði sitt og hefur borgin lagt til máln- ingu handa hinum framtakssömu. Tæpir 2000 fermetrar af veggjakroti við Laugaveg hafa verið hreinsaðir og reiknað með því að 500 vinnu- stundir borgarstarfsmanna séu að baki við hreinsunina. f kjölfar þessa góða árangurs sem náðst hefur gegn veggjakroti í miðborginni bíður borgarstarfs- manna mikið verk að tína upp rusl því af vettvangsferð DV má sjá að mikil þörf er á hreingerningu. 6. Hringbraut Á grænu svæði við Hringbrautina, nærri Meist- aravöllum, var mikið um rusl á víðavangi og inni í runnum. Vesturbærinn var hins vegar eina svæðið þar sem ekið var fram á starfsmenn borgarinnar að tína rusl í bæjarhlutanum. 4. Baldursgata Á horni Baldursgötu og Þórsgötu var þennan subbulega trjágróður að finna. Plastpokar og bréfafrusl úti um allt og Ijóst að ruslið hefur fengið að vera þarna óhreyft um langt skeið. Að minnsta kosti var ruslið meira áberandi en fallegur gróðurinn. 1. Ártúnsbrekka (Ártúnsbrekkunni var mikið drasl að finna, einkum Ártúnshöfðamegin. Þar voru pappakassar, plastpokar, bjórflöskur og sígerettustubbar á v(ö og dreif með fram umferðargötunni og veitir ekki af því að hreinsa meðfram henni. 7. Grensásvegur Á horni Grensásvegar og Miklubrautar var þennan glæsilega runna að finna. Þar hefur greinilega ekki verið þrifið (nokkur ár og áragamalt drasl hefur safnast upp. Ef horft er síðan eftir trjálengjunni upp með Miklubrautinni er svipaða sögu að segja. 5. Ráðhúsið (Tjörninni við sjálft Ráðhús Reykjavíkur- borgar var allt fullt af drasli. Pappaspjöld og plastpokar flutu þar á víð og dreif þannig aðTjörnin, sem allajafna er mikil prýði, leit subbuiega út og engum til sóma. 3. Hallgrímskirkja Umhverfis Hallgrímskirkjuna var víða rusl að finna í runnum og moldarsvæðum svo og við nærliggjandi hús. Blaðamaður hafði viku áður gengið um þetta sama svæði og var þá að finna mun meira rusl en að þessu sinni. Engu að s(ður var af nógu að taka að þessu sinni. i.-t- 2. Snorrabraut Á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu var að finna skrautlegan runna með ýmiss konar drasli. Þar voru plastpokar, bréfmiðar og gamlar drykkjarumbúðir svo dæmi séu tekin. 8. Höfðabakki Á umferðareyjum og útisvæðum einkafyrir- tækja við Höfðabakka vartöluvert drasl að finna í runnum og á grænum svæðum. Það er ekki síður ábyrgð einkafýrirtækja að gera hreint á lóðum sínum og borgarstarfsmenn þurfa að huga að umferðareyjunum. Allt í drasli Eins og sjá má er i víða rusl að finna á götum borgarinnar og borgarstjóra ’.þ bíður mikið verk að hreinsa borgina sína.DV-myndSigurður if: Blaðamaður og ljós- myndari DV fóru í öku- ferð um höfuðborgina og veittu athygli hversu viða má finna rusl i borginni. Eftir að snjó tók að leysa kemur ruslið berlega i ljós og ljóst að Ólafur F. Magn- ússon borgarstjóri á mikið verk fram undan við að hreinsa borgina sína. Að minnsta kosti er erfitt um þessar mundir að notast við slagorðið Hrein torg, fögur borg. Nóg að gera Ólafur borgarstjóri á mikið verk fram undan við að hreinsa borgina sína. DV-mynd Asgeir TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadui ikrlfar. tiamtk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.