Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 2008 Fréttir DV INNLENDAR t (igtjornQdv.isjffi Rafmagnsbruni á Þingeyri Rafmagnstengdur hitastillir er talinn vera orsök brunans á Brekkugötu á Þingeyri í síðustu viku. Eldur varð þar laus í mann- lausu húsi en nágrannar urðu varir við að reyk lagði frá húsinu. Eldur logaði á miðhæð hússins og hlutust af talsverðar skemmd- ir. Rannsóknardeild Iögreglunn- ar á Vestfjörðum hefur nú lokið rannsókn á eldsupptökum og naut þar aðstoðar rafmagnssér- fræðings. Bæjarins besta greinir frá þessu. f DV í dag er fjallað ítar- lega um raftnagnsbruna. Rugl í borginni Engin umskipti urðu í þróun skulda borgarsjóðs eða fyiirtækja borgarinnar á árinu 2007, Iflct og meirihluti borgarstjómar hélt fram við framlagningu ársreikn- ings Reykjavíkurborgar. „Þetta mgl má rekja til þess að meiri- hlutinn í borgarstjórn blandaði saman þróun lífeyrisskuldbind- inga og skulda borgarsjóðs," segir Dagur B. Eggertsson borgarfúll- trúi í tilkynningu sem hann sendi út til að leiðrétta rangfærslur meirihlutans í borginni. Þekkingarsetrinu lokað Landsbanki fslands hefur sagt upp leigusamningi við Þekking- arsetur Þingeyinga. Þekkingarsetrið hefur sex mánaða uppsagnarfrest og þarf því að rýma húsnæði sitt fyrir 30. nóvember næstkomandi. Ljóst er að mikil óvissa ríkir um húsnæði fyrir stofnunina. Þekkingarsetrið tekur nú þátt í undirbúningi að byggingu Þekkingargarðs í sam- vinnu við Norðurþing, en það húsnæði mun ekki verða tilbúið fyrrenáárinu2010. Þvímun þurfa að grípa til bráðabirgðaað- gerða í húsnæðismálunum. Vesturbæjarlaug lokuð Einhverjir munu væntan- lega fara fyluferð í Vesturbæinn í þessari viku. Vesturbæjarlaug er nefnilega lokuð fram á föstudag- inn. Ákveðið var að loka lauginni frá 2. til 6. júní vegna viðhalds. Hún mun verða opnuð aftur á laugardaginn. Hætt er við því að fastagestir laugarinnar verði því að baða sig annars staðar næstu daga en veðurfar og hitastig síð- ustu vikna hefur verið með þeim hætti að sundlaugar borgarinnar hafa verið afar fjölsóttar. Svör margra ráðuneyta við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra eru mjög ófullkomin. í fyrirspurn Kolbrúnar er óskað eftir upplýsingum um ábyrgðar menn þeirra félagasamtaka sem ráðherrar nir hafa styrkt á síðustu fimm árum. Fæst ráðuneyti svöruðu fyrirspurninni nægilega vel. Sönghópar og kórar af ýmsu tagi njóta styrkja ráðuneytanna. HALFSV0R RAÐHERRA Kristjan Möller I svörum samgönguráðherra kemur fram að karlakórar og VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamadur skrifar: valgeiritodv.is Svör ráðherra við skriflegri fyrir- spum Kolbrúnar Halldórsdótt- ur, þingkonu vinstri grænna, um stuðning þeirra við frjáls félaga- samtök síðustu fimm ár em að mörgu leyti mjög ónákvæm. Eins og greint var frá í DV á mánudag hafa öll ráðuneytin, nema landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið, svarað fyrirspum Kolbrúnar, þó með mjög misjöfnum hætti. í fyrirspurninni, sem lögð var fram 12. mars síðast- liðinn, var óskað eftir upplýsingum um hvemig stuðningi hvers ráðu- neytis fyrir sig hafi verið háttað árin 2002 til 2007. f fyrirspurninni er ósk- að eftir því að í svarinu komi ffam til hvers konar verkefna styrkirnir hafa verið veittir, hversu háir þeir em og að lokum hverjir ábyrgðarmenn verkefnanna hafa verið. Ráðherrar hafa ákveðið ráðstöfunarfé sem þeir hafa umdæmi til að ráðstafa að eig- in geðþótta. Mikill munur á svörum ráðu- neyta Athygli vekur að í svömm forsætis- ráðuneytisins, samgöngu- ráðuneyt- isins, umhverf- isráðu- neytisins og dóms- mála- ráðuneyt- ísins em styrkir til félaga- samtak- anna listaðir eins og beðið er um. Hins veg- ar kemur hvergi framísvörum ráðu- neytanna hverjir ábyrgðarmenn félagasamtakanna em, eins og Kolbrún hafði óskað eftir. í flest- um tilfellum er einungis gefið upp hvaða samtök fengu styrkinn, en engin skýring hvers vegna. f svömm iðnaðarráðuneytisins og utanríkis- ráðuneytisins em hins vegar ábyrgð- armenn samtakanna tiigreindir eins og óskað var eftir. Samtals hefur forsætis- ráðuneytið veitt styrki fyrir um það bil 50 milljónir króna síðustu fimm ár af ráðstöf- unarfé ráð- herra. Hæsti styrkurinn sem forsæt- isráðuneytið hefur veitt á þessum tíma er sjö millj- ónir króna skýring fylgir með í svömm ráð- herra. Ónákvæm svör Margt fleira er að sjá í svörum ráðherranna. Til dæmis hefur sam- gönguráðuneytið styrkt Karlakór Rangæinga og Karlakórinn Heimi um samtafs átta hundruð þúsund krónur á U'mabilinu, jafn- vel þó ekki sé útséð um hvernig þeir teng- hefur Skákfélag Grand rokks notið hundrað þúsund króna stuðnings samgönguráðuneytisins. Einnig hefur forsætisráðuneytið verið dug- legt að styrkja ýmiss konar söng- hópa og kóra. Kolbrún Halldórsdóttir segir að skoða þurfi gaumgæfilega þær upp- lýsingar sem koma fram í svörunum og það muni hún gera á næstu dög- um. „Þetta em að mörgu leyti mjög ónákvæm svör," segir hún. Kolbrún segist einnig bíða eftir því að sjá hvort og þá hversu mikið Einar K. Guðfinnsson, landbúnað- ar- og sjávarút- vegsráðherra, hefur styrkt Fé- lag hrefnuveiði- manna, úr því hann hefur heimilað hval- veiðar á nýjan leik. sam- gongu- mim Þá árið 2006 til Landssam- bands sum- arhúsaeig- enda, en engin sér- stök M Út- Nýstúdína var flutt með sjúkrabíl af hátíðarkvöldverði Menntaskólans í Reykjavík: Fékk brennheita Nanna Guðrún Hjaltalín, nýstúd- ína við Menntaskólann í Reykjavík, var flutt á brott með sjúkrabíl eftir að hafa brennst illa þegar þjónn missti brennheita súpu yfir bak hennar við útskriftarkvöldverð síðastliðinn laug- ardag. Höfðu nýstúdentar og júbil- antar safnast saman í Súlnasal Hótel Sögu til að fagna áfanganum. „Það var þjónn sem hellti yfir mig súpu frá hálsi og niður á rass," segir Nanna, sem hlaut fyrsta stigs bmna- sár á stóm svæði. Nanna var að eigin sögn ótrúlega skelkuð þótt hún hafi reynt að láta lítið bera á sér, enda ræðuhöld í gangi þegar sfysið varð. Það hafi síðan verið hringt á sjúkrabíl sem flutti hana á sjúkrahús til aðhlynningar. Nanna sneri aftur til kvöldverðarins síðar um kvöld- ið með sáraumbúðir á bakinu. Hún segist ennþá finna tif og þjást af stöð- ugum verk. Aðspurð segist Nanna ekki útifoka að leita réttar síns vegna slyssins. Kristján Dam'elsson, hótelstjóri Sögu, segir starfsfólk hafa bmgðist strax við og öryggisvörður hafi kælt bak stúlkunnar með bakstri þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Óhappið hafi hins vegar komið upp á leiðin- legum ti'ma fyrir stúfkuna. „Þetta er náttúrlega hundleiðinlegt að lenda í þessu þegar fólk er að eiga gott kvöld og skemmta sér," segir Kristján. Að- spurður segir hann ömggt að eitt- hvað verði gert til að bæta stúlkunni atviklð. hafsteinng@dv.is Menntaskólinn í Reykjavík Stúlkan brenndist illa við útskriftarkvöldverð MR. súpuyfirsig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.