Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 4. JÚN[ 2008 7 Allt að sjö hundruð rafmagnsbrunar verða á íslandi árlega. Algengast er að rafmagnsbrunar verði eftir að fólk gleymir að slökkva á eldavélarhellum. Flatskjáir og plasmatæki hafa hins vegar dregið verulega úr brunum út frá sjónvarpi. ELDHÆTTA AF ELDAVELUM ERLA HLYNSDÓTTIR bladomadur skrifar: erla&dv.is „Þessir brunar eru fyrst og fremst vegna rangrar notkunar. Það er eig- inlega aldrei tæknileg bilun í eldavél sem veldur bruna. Fólk einfaldiega gleymir að slökkva á þeim," segir Jó- hann Ólafsson, sviðsstjóri öryggis- sviðs Neytendastofu. Langaigeng- ast er að uppruna rafrnagnsbruna á heimilum megi rekja til eldavéla. Á síðasta ári voru slíkir brunar um þijá- tíu prósent allra bruna. Á árabilinu 1997 til 2007 voru þeir fjörutíu pró- sent. Athygli vekur að brunar út frá sjónvarpstækjum eru mun færri en á árum áður, eða aðeins fimm prósent. Jóhann telur að það megi rekja til auk- innar notkunar flatskjáa og plasma- tækja. Samkvæmt upplýsingum Neyt- endastofu er minni eldhætta af þeim en sjónvörpunum sem áður voru á flestum heimilum. Myndlampinn í þeim tækjum virðist vera óöruggari en í nýrri tækjum. Fleiri brunar vegna rangrar notkunar Orsaka rafmagnsbruna má helst leita í því að tældn eru gömui eða bil- uð. Þó er næstum helmingur brun- anna vegna rangrar notkunar. Jó- hann segir það hafa aukist að kvikni í vegna þess að fólk fer ógætilega með rafmagnstæki. Hlutfallið hefur verið í kringum 36 prósent síðasta áratuginn en nú er það orðið 46 prósent. „Það er ótrúlega mildð um þetta," segir Jóhann og vísar til rangrar notk- unar rafmagnstækja. Neytendastofa hefur reglulega staðið fýrir átaki um eldvamir, nú síðast fyrir tveimur árum í samstarfi við tryggingafélagið Sjóvá. Þá var fræðslubæklingi dreift á öll hemili og forvarnar- myndband sýnt ísjónvarpi.„Það er full þörf á að gera þetta aft- ur. Við þurfum að vekja meiri athygli á þessu," segir hann. Auk þessa er alltaf eldvamarátak fyrir jólin. Jóhann bendir á að fyrir nokkr- um árum hafi fólk kannski ver- ið með tíu raftæki á heimilinu en nú séu þau oft orðin nær fimmtíu. Því sé enn mikilvægara en áður að huga að örygginu. „Nokkuð er um að fólk komi heim afböllum, fari að elda en sofni síðanútfráelda- mennskunni" UPPRUNI RAFMAGNSBRUNA Heimild: Ársskýrsla Neytendastofu 2007 Öruggari Flatskjáir og plasmatæki eru talin öruggari en gömlu góðu sjónvarpstækin sem eru nú brátt að hverfa af heimilum landsmanna. öflug fræðsla nauðsynleg Neytendastofa fékk 64 tilkynning- ar vegna rafinagnsbruna á síðasta ári. Að sögn Jóhanns berast þeim þó ekki nærri allar tillcynningar vegna slíkra bruna, eða aðeins rúm tíu prósent. Því megi gera ráð fýrir að rafmagns- brunar á íslandi séu árlega alit að sjö hundmð. Neytendastofa hefúr í sam- starfi við tryggingafélögin komist að þessari niðurstöðu. Allir alvarlegustu brunarnir em tilkynntir til Neytendastofú og sömu- leiðis brunar hjá rafveitum. Sama má segja um öll mál sem lenda inni á borði lögreglu. Ef kviknar í hárliðun- artækjum eða örbylgjuofnum og lít- ið tjón hlýst af fer málið þó aðeins til Eldhætta Tæpur helmingur rafmagnsbruna er vegna rangrar notkunar rafmagnstækja. Algengast er að gleymt sé að slökkva á eldavélum. tryggingafélaganna. Jóhanni finnst að samræma þurfi betur tilkynningakerfið þannig að Neytendastofa hafi betri yfirsýn um brunahættu og geti haldið úti öflugri fræðslu í samræmi við helstu bruna- valda. Sofna yfir eldamennskunni Minna var um bmna út frá upp- þvottavélum, þvottavélum og þurrk- urum í fyrra en síðustu ár. Helst kviknar í þurrkurum ef gleymst hefur að hreinsa ló úr sigtinu. Einnig skap- ast brunahætta í stjómborði gamalia þvottavéla. „Þessir brunar em þó fá- tíðir miðað við hversu mörg tækin em," segir Jóhann. Hann leggur áherslu á að fólk gleymi sér ekki við eldamennskuna. Hann tekur sem dæmi að nokkuð sé um að fólk komi heim af böllum, fari að elda en sofrii síðan út frá elda- mennskunni. Á bammörgum heim- ilum er einnig auðvelt að gleyma sér við umönnun þeirra þegar allt er að sjóða upp úr. Jafnvel geta löng sím- töl leitt hugann frá eldavélinni. „Við þurfum að vera vel vakandi," segir Jó- hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.