Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 Fréttir DV 365 miðlar ehf. hafa óskað eftir inngöngu í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, til þess að eiga mögu- leika á að keppa um sýningarrétt á HM í knattspyrnu árið 2010. í kæru til Samkeppniseftirlitsins kemur fram að 365 telur að EBU meini félaginu með ólögmætum hætti að keppa um sýningarrétt og veiki þar með samkeppnisstöðu þess. SLAGUR UM HM IKNATTSPYRNU JÓHANN HAUKSSON blaðamaöur skrifar: johannh@dv.ls FIFA, alþjóðasamband knatt- spyrnusambanda, á sýningarrétt- inn á öllum viðburðum á vegum þess, þar á meðal HM í knattspymu sem haldið verður næst árið 2010. Þessum rétti úthlutar FIFA til sjón- varpsstöðva um heim allan, ýmist fyrir milligöngu umboðsaðila eða í gegnum eigin sölukerfi. Arið 2005 ákvað FIFA að mark- aðssetja sjálft sýningarréttinn í HM í knattspymu meðal fimm stærstu knattspyrnuþjóðanna í Evrópu. Að öðru leyti fól FIFA Sambandi evr- ópskra sjónvarpsstöðva markaðs- setningu sýningarréttarins í öðmm löndum Evrópu. Eftir bréfaskriftir við EBU kom á daginn að sýningarrétti á HM í knattspyrnu yrði einungis úthlutað meðal sjónvarpsstöðva sem aðild eiga að EBU. 365 óskaði þá eftir aðild að EBU en fékk þau svör að einung- is þær þjóðir sem vom í EBU þegar ákvarðanir vom teknar um meðferð sýningarréttarins ættu möguleika á að fá HM til sýningar. Þar með varð ljóst að aðeins Rík- isútvarpið ohf. ætti með sjálf- virkum hætti möguleika á að öðlast sýningar- réttinn á íslandi því RÚV er eina sjón varpsstöðin hér á landi sem að- ild á að EBU. Að öðrum kosti gæti 365 sótt um sýningar- rétt að öllu leyti eða að hluta til Ríkisútvarpsins ef því þóknaðist ekki að sýna alla leiki. Staðfest var í bréfaskriftum 365 við EBU að ef 365 vildi leita eftir sýn- ingarrétti yrði félagið að semja um hann við keppinaut sinn, Ríkisút- varpið ohf. Þetta telja 365 miðl- ar gróft brot á sam- keppnislög- um og Þar með varð Ijóst að aðeins Ríkisútvarpið ohf. ætti með sjálfvirk- um hætti möguleika á að öðlast sýningarrétt- inn á ísland. kærðu málið til Samkeppniseftir- litsins í fyrra. Málið er til meðferðar hjá stofnuninni og er búist við nið- urstöðu fyrir haustið. RÚV þarf ekki að keppa 365 stendur því frammi fyrir því að þurfa að snúa sér til helsta keppi- nautar síns hér á landi til að óska eftir ffamsali réttarins í heild eða að hluta. Þetta þykir forsvarsmönnum 365 ankannaleg staða. „Með þessu móti hefúr umbjóðanda okkar (365) ekki einungis verið meinaður að- gangur að útsendingarrétti á helsta íþróttaviðburði heims heldur hefur möguleiki hans á að keppa við RÚV og eftir atvikum aðrar sjónvarps- stöðvar um að eignast þennan rétt hér á landi einnig verið útilokað- ur," eins og segir í erindi 365 til Sam- keppniseftirlitsins. í erindinu er bent á að útsending- ar ffá HM í knattspyrnu tilheyri sérstök- um vörumark- aði. Vegna gífurlegra vinsælda sem við- burður- inn nýt- urmeðal sjónvaips- áhorf- enda telja365 miðlar að eng- ar aðrar vörur geti komið í stað- inn. Meðal annarskeppi auglýs- endur um pláss í útsendingunum. Að öllu samanlögðu sé samkeppn- isstaða 365 verulega skert með því að útiloka félagið firá því að geta á efnislegum forsendum keppt um sýningarréttinn. Víðtæk brot á samkeppnis- reglum f samkeppnislögum er lagt bann við því að koma í veg fyrir sam- keppni, takmarka hana eða raska með samningum milli fýrirtækja sem fela í sér samstilltar aðgerðir gegn samkeppni. Samráð um sam- keppnishamlandi aðgerðir milli fyr- irtækja, sem starfa á sama sviði, en einnig á milii fyrirtækja sem starfa á mismunandi sölustigi. Þetta nefn- ast láréttar og lóðréttar samkeppn- ishömlur. 365 miðlar telja að EBU beiti ólögmætum samkeppnishöml- um í láréttum og lóðréttum skiln- ingi. Vísað er til þriggja ákvarðana ffamkvæmdastjómar ESB sem komist hefur að því að viðskipti með sýningarrétt með áð- urgeindum hætti brjóti í bága við Rómarsáttmálann. 365 túlkar niðurstöðu fram- kvæmdastjómarinnar svo að ákveðnum grundvallarskilyrðum þurfi ávallt að fuilnægja, meðal annars að gildistími samninga sé ekki óhóflegur, að útsendingarrétt- ur sé boðinn út opinberlega og að greitt sé fyrir því að sem flestir geti boðið í sýningarréttinn. 365 miðlar telja að það fyrir- komulag sem stuðst sé við af hálfú FIFA og EBU uppfylli ekki ofan- greind skilyrði. EBU hafi verið út- hlutað réttinum til útsendinga á HM 2010 í heilu lagi og falin mark- aðsseming. Sýningarrétturinn sé síðan látinn renna til aðildar- sjónvarpsstöðva EBU, án rök- stuðnings og tækifæris til að keppa um réttinn. Þetta telur 365 vera í hróp- andi andstöðu við áðurgreind ^ skilyrði sem framkvæmdastjóm byggir úrskurði sína á. „Með því að EBU kemur fram fyrir hönd aðildar- stöðva sinna við kaup á útsending- arrétti að slíkum viðburðum sem hér um ræðir er samkeppni bæði um verð og aðra þætti á milli með- lima EBU eftir því sem næst verður komist algerlega útilokuð," segir í erindi 365 miðla til Samkeppniseft- irlitsins. Eins og áður segir hafa 365 miðl- ar sótt um aðild að EBU tíl þess að bæta samkeppnisstöðu sína og sæta ekki afarkostum í sam- ^ keppni um sýning- arrétt. WM RÚV RÚV olif. hlýtur sjálfkrafa sýningarrétt að HM í knattspyrnu árið 2010 með aðild sinni að EBU. 365 verður að sækja til RÚV, keppinautar síns, vilji félagið fá bita af kökunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.