Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 NORÐURLAND DV Nýja Grímseyjarferjan Sæfari hefur reynst vel á fyrstu tveimur mánuðunum í siglingum, að mati Sigur- jóns Herbertssonar skipstjóra. Eftir er þó að sjá hvernig skipið reynist í slæmum vetrarveðrum, en Sigur- jón segir margt benda til þess að nýja skipið sé betra í sjó en það gamla. Eyjarskeggjar virðast sáttir að mestu en benda á ýmsa galla. Meðal annars að kraftmeiri vélar skili sér ekki í hraða og sparnaði. Sæfari í Grfmsey Grímseyjarferjan umdeilda ieggur að í Grimsey. Skipstjórinn Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, er ánægður með nýja skipið. Hann segir að enn þurfi að dytta að hinu og þessu, en allir séu af vilja gerðir til þess að skipið verði gott. Eftir rétt um tvo mánuði í sigling- um, er skipstjórinn á nýju Grímseyj- arferjunni Sæfara nokkuð ánægð- ur. „Við höfum að vísu ekki fengið á okkur neinar stórkostlegar bræl- ur ennþá. Við fengum samt dálítinn vestan kalda á okkur um daginn og ferjan virtist ráða betur við það en sú gamla," segir Sigurjón Herbertsson skipstjóri. Hann segir að hér muni líkast til mestu að nýi Sæfari er einum metra breiðari en gamla ferjan, auk þess sem í honum séu tvær vélar, alls 2.800 hestöfl. „Gamii Sæfari var að- eins átta hundruð hestafla." Tvö þús- und aukahestöfl skila sér í tveggja hnúta hraðari siglingu, sem sparar farþegum hálftíma í hverri siglingu. Seinkun og kostnaður Þegar ákveðið var að kaupa nýju ferjuna, sem þá hét Oilean Arann, frá írlandi var reiknað með að heild- arkostnaður með öllum breytingum yrði nálægt 250 milljónum króna. Þetta var árið 2005. Framkvæmd á breytingum á ferjunni seinkaði stór- lega og kostnaðurinn nam meira en hálfum milljarði króna þegar upp var staðið. Hart var deilt um það hver bæri ábyrgð á seinagangi og auka- kosmaði. Verkið var unnið í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. Það var ráðgjafafyrirtækið Navis-Feng- ur sem sá um eftirlit með verkinu, ásamt Einari Hermannssyni skipa- verkfræðingi. Síðla vetrar var ferj- unni siglt til Akureyrar þar sem verk- ið var klárað. Deilt um ábyrgð Jón Rögnvaldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sagði Vegagerðina bera ábyrgðina. Kristján Möller sam- gönguráðherra gekk lengra í sjón- varpsviðtali í fyrravor og kenndi Ein- ari Hermannssyni skipaverkfræðingi um ófarirnar. Eftir nokkurt þóf baðst samgönguráðherra afsökunar á þessum orðum. Brynjólfur Amason, sem þá var Hafiiarfirði til Akureyrar var að- eins önnur vélin nomð. Við þetta hægðist ferð skipsins aðeins um ríf- lega tvo hnúta, á meðan eldsneytis- brennsla minnkar stórlega. Grunur leikur á því að þessu vaidi hönnun- argalli á skipinu. Ferjan er lífæðin „Ég get ekkert blandað mér í þessa pólitísku sögu skipsins, enda er það ekki vinnan mín," segir Sigur- jón skipstjóri og brosir. „Það sem er mikilvægast í þessu öllu er að ferjan er komin í siglingar, enda er hún líf- æð fyrir byggðina í Grímsey." Fyrir utan að sinna fólksflutning- um til Grímseyjar sér Sæfari um alla þungaflutninga, bæði til Hríseyj- ar og Grímseyjar. „Það er vissulega rétt að það þarf að sérstyrkja dekkið á skipinu ef menn vilja flytja þungar vinnuvélar og slíkt. Og svo eru smá- legir hlutir eftir eins og breytmgar á krana og þess háttar," segir Sigurjón. Hann bendir á að það sé eilífðar- verkefni að viðhalda ferju sem þess- ari þannig að hún sé í sem bestu standi. „Mér finnst allir vera boðnir og búnir til þess að þetta skip verði eins gott og kostur er." Bættar hafnir Þrátt fyrir reglulegar flugsam- göngur norður í Grímsey má ekki vanmeta mikilvægi ferjunnar, að mati Sigurjóns. „Það eiga það til að koma fleiri dagar í beit þar sem annaðhvort liggur í vestanátt, þvert á flugbrautina, ellegar að þokan hamiar öliu flugi. Við þessar að- stæður er ferjan eini kosturinn," segir hann. Sigurjón segir að reyndar geti stíf vestanátt verið erfið fýrir ferjuna. „Það getur verið erfitt að leggjast að í Grímsey þegar bylgjan kemur nán- ast óbrotin á okkur yfir hafnargarð- inn," segir Sigurjón. „Þetta stendur reyndar til bóta. Það á að fara í hafn- arframkvæmdir, bæði á Dalvík og eins úti í Grímsey." sigtryggur@dv.is „Það á að fara í hafnarframkvæmdir, bæði á Dalvík og eins úti í Grímsey" oddviti sveitarstjórnar í Grímsey, Enn leynast gallar ingar fengist um það hversu þungt taldi að það væri Vélsmiðja Orms Grímseyingar virðast nokk- megi hlaða á aftara dekkið. í brúnni og Víglundar í Hafnarfirði sem ekki uð sáttir við nýju ferjuna. DV hef- er þess utan stálspjald fyrir einum stæði sig í stykkinu. Einhugur var ur engu að síður heimildir fyrir því glugga sem ekki var klárað að ganga meðal Grímseyinga um að farsælla að ýmsir endar séu lausir í ferjúnni. frá. hefði verið að smíða nýtt skip. Til að mynda hafi engar upplýs- Þegar skipinu var fyrst siglt frá DV 26. janúar 2007 DV flutti fyrstu fréttir af vandræðagangi við nýja Grímseyjarferju í janúar í fyrra. Þá sögðust Grímseyingar ávallt hafa verið andsnúnir nýrri ferju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.