Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 2008 NORÐURLAND DV Stuttnefjan Flestar tegundir af svartfugli eru algengar hér við land. Haftyrðill er þó hættur að verpa hér. Hann sést gjarnan norðanlands að vetri. Eggjataka samkvæmt gömlum hefðum í Grímsey: Mikið af fugli Mörgum þykir miðnætursólin við heimskautsbaug vera stórfengleg. Þar gefur þó fleira að li'ta. iá- >- K Falleg gleraugu Sumar langvíur hafa þetta sérstaka skraut á höfðinu ■ * & - - I veiðimannasamfélagi íslendinga hefur eggjataka þjónað mikilvægu hlutverki í gegnum aldirnar. f dag er þessari hefð haldið við vítt og breitt um landið, jafnvel þótt líf manna liggi ekki við. Feðgarnir Gylfi Þor- geir Gunnarsson og Konráð Gylfa- son buðu blaðamanni að taka þátt í eggjatöku í bjargi í Grímsey. Gylfi segir að varla hafi sést þetta mikill svartfugl í björgunum um árabil. „Þetta segir okkur bara að aðstæðurnar hérna eru góðar. Því er öfugt farið sums staðar. Til dæmis er lítið sem ekkert orðið eftir af svart- fugli í Færeyjum," segir Gylfi. Löng hefð er fyrir eggjatöku í Grímsey. Börnin í eyjunni bíða með eftir- væntingu eftir svartfuglseggjum og þykir flestum þau vera lostæti. Eftir að eggin eru tínd eru þau þvegin og skyggnd áður en þau eru soðin og borin á borð. Lagt var af stað þegar líða tók á kvöldið, síðast í maí. Siglt var suður með eynni og inni fyrir landamerki Gylfa og fjölskyldu hans. Þar var kastað ankeri og róið upp að bjarg- inu í lítilli jullu. „Það er langt síðan ég hef séð annað eins magn af eggj- um," segir Gylfl. Svartfuglstegundirnar verpa að- eins einu eggi í einu. Ef egg er tek- ið eða fellur fram af syllunni verp- ir fuglinn aftur. Eggin eru því tekin eftir kúnstarinnar reglum, til þess að tryggja að sem flest egg séu ný og fersk og ekki sé gengið of nærri stofninum. „Svona hefur þetta alltaf verið gert," segir Gylfi. Stærstur hluti eggjanna í þetta skiptið var langvíuegg, en eitthvað slæddist með af álkueggjum. Þó nokkuð af lunda var einnig í bjarg- inu og eitthvað af fýl. Lundinn sat gjarnan sem fastast í holum sínum, en annar svartfugl flaug úr bjarginu þegar nærri honum var komið. Langvían er rennilegur fugl og stærri en aðrir svartfuglar. Hún verður um 43 sentímetra löng og vegur allt að 1.300 grömmum. Eggin eru skærgræn með flekkjum og því hefur verið haldið fram að mismun- andi flekkir á eggjunum hjálpi fugl- inum að þekkja eigið egg. Útungun- artími er um það bil einn mánuður. Eftir ríflega tvær vikur í bjarginu hvetja foreldrarnir ungann til þess að steypa sér i sjóinn. Síðsumars er unginn loks fleygur og óháður for- eldrunum. sigtryggur@dv.is bað irieð íslenskum græðijurtum J jV runa, útbrot, íð, sólexem og sólbruna. í sólarlandaferðina! árðarkaup.Yggdrasill, ur lifandi ' n ., Apotekarinn, Blómaval SBJpj ívalbarðsströnd Sendir um allt land gigja@urtasmidjan.is www.urtasmidjan.is m Feðgar tina egg Eggjatakan og aðrar nytjar í náttúrunni eru sambland af vinnu og afþreyingu fyrir þá sem hafa alist upp við slíkt. Við ankeri Björgin eru bæði klifin og í þau sigið. I þetta skiptið lögðu feðgarnirankeri og reru í bjargið. Á eggjum Hérsést hvernig fuglinn geymireggin á fótum sér. Ungi rl/ríAi ir i'ir anni ftftir Eggjataka Fuglinn yfirgefur sylluna að lokum og skilur eggiö eftir. Svartfuglar verpa aftureftir að eggið hefur verið tekið. í holunni Þessi lundi sat sem fastast á eggi sínu og glefsaði i fingur blaðamanns sem reyndi að frekjast með krumlu ofan í holuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.