Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 2008 NORÐURLAND »V ALVERABAKKA Á meðan Björk og Sigur Rós syngja gegn álverksmiðjum á íslandi taka Húsvíkingar álveri opnum örmum. Alcoa gerir ráð fyrir að álver á Bakka hefji framleiðslu með fullum afköstum árið 2015. Fulltrúar Landsvirkjunar eiga von á því að allrar raforku verði aflað á staðnum. Aðalsteinn Baldursson varar við blikum á lofti í landbúnaði «asa^mmm og segir álverksmiðju á Bakka lífsnauðsynlega til þess að tryggja atvinnuöryggi. Stefnt er að því að álver Alcoa á Bakka við Húsavík nái fullri fram- leiðslugetu árið 2015. Kannanir benda til þess að rétt um 75 prósent Húsvíkinga styðji framkvæmdina einarðlega. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Fram- sýnar á Húsavík, segir atvinnuör- yggi hafa farið ört versnandi og fólki sé nánast stillt upp við vegg þegar kemur að því að leita lausna í at- vinnumálum. Stefrit er að því að álverið geti framleitt 250 þúsund tonn af áli á ári. Orkuþörfin verður fjögur hundruð megavött. Ámi Gunnarsson, verk- efnisstjóri hjá Landsvirkjun, segir allt benda til þess að hægt verði að afla allrar orkunnar á háhitasvæð- unum í grennd við Húsavík. Lokaákvörðun um byggingu ál- versins hefur þó ekki enn verið tek- in. Umhverfismat er í þann mund að hefjast auk þess sem athuga þarf aðra hluti á borð við hættu á hafi's ogjarðskjálftum. Atvinnulíf í vörn „Það má segja að atvinnulífið hér hafi verið í mikilli vöm á síðustu ámm," segir Aðalsteinn Baldursson. „Sjávarútvegurinn hefur gefið eft- ir, störf hafa flust úr sveitarfélaginu og nú em blikur á lofti í landbún- aði með fhimvarpi um aukinn inn- flutning á landbúnaðarvörum." Tll marks um þetta bendir Aðal- steinn á að í maí hafi þrjátíu manns flutt ffá Húsavík í tengslum við tímabundna lokun hjá fiskvinnsl- BORAÐ í BJARNARFLAGI Landsvirkj- un og Þeistareykir gera ráð fyrir að allrar orku fyrir álver á Bakka verði aflað með jarðgufuvirkjunum í nágrenninu. „Sjávarútvegurinn hefur gefíð eftir, störf hafa fíust úr sveitarfé- laginu og nú eru blik- ur á lofti í landbúnaði með frumvarpi um aukinn innflutning á landbúnaðarvörum unni Vísi. Vinnsla hefjist þó aft- ur í haust og þá sé von á fólkinu til baka. „Við bindum miklar vonir við að álverið muni skapa þann stöðug- leika í atvinnumálum sem hér hefur skort og ég hlýt að fagna því að laun í áliðnaði em með þeim bestu sem verkafólk á möguleika á,“ heldur hannáfram. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík ásamt fulltrúum ffá Alcoa kynntu áhrif álvers á Bakka á at- vinnulíf á Norðurlandi fyrir Alþýðu- sambandi íslands. Tíu manns vom á fundinum. Orkan á staðnum Rannsóknir benda nú þegar til þess að unnt verði að afla allrar orku til álframleiðslu á Húsavík á háhitasvæðum í nágrenninu. Þeist- areykir ehf. ætla að reisa 150 mega- vatta jarðgufuvirkjun á Þeistareykj-. um. Þar hafa þegar verið boraðar fimm rannsóknarholur og sú sjötta verður bomð í sumar. Niðurstöð- ur benda til þess að háhitasvæðið á Þeistareykjum sé mun stærra en hingað til hefur verið talið. Landsvirkjun hyggst reisa 90 megavatta jarðvarmavirkjun í Bjamarflagi við Mývatn. Fyrsta rannsóknarholan var bomð í vetur og tvær holur til viðbótar verða bor- aðar í sumar. Þar er mati á umhverf- isáhrifum lokið. Kröfluvirkjun verð- ur stækkuð um 40 megavött. Ami Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, segir að orku- vinnsla í Gjástykki, austan Þeista- reykja, muni bíða um sinn. Ekki verði gripið til þess að virkja þar nema hinir kostimir dugi ekki til. „Kosturinn við þetta er að sér- lega mikil sátt virðist vera inn- an sveitarfélagana á svæðinu um að greiða götu þessa verkefriis. f því ljósi er óhætt að gera ráð fýrir að þetta verði íbúunum til mildlla hagsbóta," segirÁmi. Þúsund störf Aðalsteinn Baldursson segir að eins og staðan sé í dag muni ál- ver rísa á Bakka. „Það þarf eitthvað að koma upp á til þess að stöðva þetta ferli, sem vissulega getur alltaf gerst," segirhann. í áædunum Alcoa er gert ráð fyr- ir þijú hundmð störfum í sjálfu ál- verinu og að ffamkvæmdin muni skapa allt að fimm hundmð störf í Þingeyjarsýslu. Tvö hundmð störf verða að lfldndum til á F.yjafjarðar- svæðinu og allt að eitt þúsund af- leidd störf á landinu öllu. „í tengslum við álverið verð- ur stærsta höfri landsins reist hér á Húsavík," segir Aðalsteinn. „Við telj- um að þessi höfri geti orðið að mið- stöð flutninga milli Norðurlands og Evrópu. Þessu til viðbótar kemst flugvöllurinn í Aðaldal aftur í notk- un fyrir áætlunarflug." Fyrirhug- að er að nýja höfnin verði byggð á svæðinu á milli Húsavíkur og Bakka. „Hér verða öll möguleg hhðaráhrif og störf sem tengjast álveri." Upplýsingaskrifstofa Alcoa Undirbúningur að byggingu ál- vers á Bakka hefur staðið í um tvö ár. Þingeyingar höfðu um nokkurt skeið horft til þess að hægt væri að reisa álver á svæðinu og viljayfirlýs- ingu frá Alcoa var tekið með nokkr- um fögnuði af Qölda fólks á veitinga- staðnum Gamla Bauk á Húsavík. í tæp tvö ár hefur Alcoa haldið úti upplýsingaskrifstofu á Ilúsavík. Henni stjómar Kristján Halldórs- son, verkefriisstjóri samfélagsmála hjá Alcoa á Norðurlandi. „Við ákváð- um að opna upplýsingaskrifstofu og ráða starfsmann sem fólk gæti leitað til, til að fá upplýsingar um það sem er að gerast í verkefninu. Það er betra að hafa mann á staðn- um þannig að fólk þurfi ekld að afla sér upplýsinga í gegnum síma eða tölvupóst eingöngu. Hann hefur meðal annars skipulagt íbúafundi bæði á Húsavflc og Akureyri þar sem staða mála varðandi Norðurlands- verkefriið hefur verið kynnt," segir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.