Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNf 2008 NORDURLAND DV - Glaumbær í Skagafirði er hluti af Byggðasafni Skagfirðinga sem starfað hefur í 56 ár. Níu af hverjum tíu gestum sem heimsækja svæðið eru útlendingar. ÚTLENDINGA „Gamli torfbærinn er aðalaðdrátt- araflið í Glaumbæ. Hann er mjög stór og nokkuð stærri en margir af þeim torfbæjum sem við eigumsegir Sig- ríður Sigurðardóttir, safnstjóri Gla- ' umbæs í Skagafirði, sem er hluti af Byggðasafni Skagfirðinga. Safnið hefur verið starfrækt frá árinu 1952 og samanstendur af þrettán húsum, þau elstu byggð um og upp úr miðri átjándu öld. Aðsóknin aldrei meiri Aðsóknin í Glaumbæ hefur aldrei "« verið meiri en nú. „Glaumbær datt mjög snemma inn sem ferðamanna- aðdráttarafl. Kannski hefur staðsem- ingin eitthvað með það að gera en hann er staðsettur einungis sjö kíló- metra ffá þjóðveginum og einhvem veginn mitt á milli staða. Og þetta hefur haldist svona," segir Sigríður en síðasta sumar komu þijátíu þús- rmd gestir á safnið. Af þeim vom níu af hverjum tíu útlendingar. „Þetta hlutfall eykst frekar en hitt. Fyrir tíu áram átti ég von á að ís- lendingunum myndi frekar fjölga, en þetta hefur verið alveg öfúgt," seg- ir Sigríður. „Ég kann ekki skýringu á því. Ég held þó að á meðan útlend- um ferðamönnmn hér á landi hefur Aðdráttarafl Gamli torfbærinn er aðalaðdráttaraflið I Glaumbæ. Fjolgun Síðasta sumar komu þrjátíu þúsund gestir að Glaumbæ, fleiri en nokkru sinni áður. DÆMALAUS AÐDÁUN fjölgað mjög séu íslendingar minna forvitnir um fortíð sína heldur en það nýja sem er að gerast." Starfsmenn Byggðasafrisins á ársgrundvelli era fimm talsins. Yfir sumarið bætast svo við níu til ellefu manns. Skemmtilegasta starf sem til er Sigríður hefur starfað sem safn- stjóri á Glaumbæ í rúm tuttugu ár. Hún segir þetta langskemmtilegasta starf sem til er. „Það sem er skemmti- legast í þessu fyrir svona nörda eins og mig er að ná að fjármagna þau verkefni sem manni finnst nauðsyn- legt að vinna. Og ef þér finnst nauð- synlegt að vinna eitthvað þá unir þú glaður við þitt," segir safiistjórinn. Ferðaþjónustuhliðin á starfinu finnst Sigríði líka mjög spennandi. „En hún getur líka verið mjög þreytandi. Það er þó alltaf gaman að hitta fólk alls staðar að úr heiminum, heyra þeirra bakgrunn og bera sam- an við okkar hefðir og svo framvegis. Svo ekki sé talað um hina dæmalausu aðdáun útlendinganna á landinu sem maður skynjar. Reyndar þjóð- inni líka, en aðallega landinu. Það er svolítið sérstakt að upplifa það, sum- ar eftir sumar. krístjanh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.