Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 Fókus DV Netkosning Grímunnar KUNGFU HELGISPJÖLL GAUKSHREIÐRIÐ í ÞJÓÐLEDCHÚSINU Halaleikhópurinn sýnir GAUKSHREIÐRIÐ á Stóra sviöi Þjóðleikhússins í kvöld klukkan 20. Leikhúsið valdi sýninguna nýverið athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins. Leikritið er byggt á samnefndri skáldsögu Kens Kesey en leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Islensku leiklistarverðlaunin, Grím- an, verða afhent í Þjóðleikhúsinu 13. júní næstkomandi. Almenn- ingi gefst færi á að velja þá sýningu sem honum fannst skara fram úr á leikárinu sem brátt tekur enda með því að taka þátt í netkosningu á gri- man.is. Tilnefningar til verðlaun- anna voru kynntar á dögunum en allar sýningar leikársins, um áttatíu talsins, koma aftur á móti til álita í netkosningunni. Aldrei fýrr hafa jafnmargar sýningar verið settar upp í íslenskum leikhúsum og á þessu leikári. Hljómeyki í Háteigs- kirkju Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika í Háteigskirkju í kvöld klukkan 20. Á efnisskránni eru kórverk sem flutt voru í Frakk- landi um liðna helgi en þar tók kórinn þátt í hinni virtu kóra- keppni Florilége Vocal de Tours. Tuttugu og einn kór hvaðanæva úr heiminum tók þátt og varð Hljómeyki hlutskarpastur í flokki kammerkóra ásamt kammer- kómum Khreschatyk frá Úkraínu. í umsögnum dómnefndar sagði meðal annars að Hljómeyki hefði fallegan hljóm og einkar hrífandi og hjartnæma túlkun. Magnús Ragnarsson var einnig álitinn einn af bestu kórstjómm keppn- innar. Söngkonan í Salnum Gamanóperan Söngkonan, eða La Canterina, eftir Joseph Haydn verð- ur flutt af nemendum söngdeildar Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum í Kópavogi klukkan 18 í kvöld. Flytj- endur em Ragnar Ólafsson, Ragn- heiður Sara Grímsdóttir, Elva Lind Þorsteinsdóttir og Elín Arna Aspe- lund. Anna Júlíana Sveinsdóttir er leikstjóri og um píanóleik sér Kryst- yna Cortes. Aðgangur er ókeypis og em allir velkomnir. Tónleikarnir verða endurteknir annað kvöld. Jason er bandarískur ungling- 'ur sem býr í Boston dagsins í dag. Hann er heltekinn af kung fu og öllu sem því viðkemur. Hann á í félagslegum erfiðleikum í skólan- um og verður fyrir aðkasti stærri stráka. Hann sækir mikið í Kína- mann nokkurn sem selur honum kung fu-myndir af ýmsu tagi. Sá hinn sami geymir í verslun sinni magnaðan gylltan galdrastaf. Þess- um staf þarf að skila til réttmæts eiganda síns, Apakóngsins, til að leysa hann úr álögum og frelsa Kína undan hvimleiðum stríðs- herra. Að sjálfsögðu fellur það hlut- verk Jason í skaut og hefst þar með mikið ævintýri í Kína fyrri alda. Þar á hann í höggi við alls kyns óþverra en fær dygga aðstoð frá munaðar- lausri stelpu, drykkfelldum kung fu-meistara og munk sem kann að slá frá sér. Leikstjóri myndarinnar á að baki Lion King og Stúart Litla svo það kemur kannski elcki á óvart að þessi mynd er í barnalegri kant- inum. Maður áttar sig strax á Karate Kid-tengingunni, eineltisbarn sem elskar asískar bardagalistir en er mest í því að finna fýrir slíku á eig- in likama. Hann sældr í gamlan as- ískan félaga sem hefur grundvali- aráhrif á líf hans og hvernig hann á að kljást við skólalóðarfanta sem og önnur vandamál sem upp á koma. Hann kvartar síðan yfir að kung fu-þjálfunin skuli meðal ann- ars snúast um að slá gras rétt eins og Karate Kid var ekki sáttur við að bóna bíla í þjálfun sinni. Karaktersköpunin er líka létt- væg, Apakóngurinn er mjög asna- legur grínkarakter og maður hlýtur að spyrja: „Hvaða not ættu ódauð- legir kung fu-meistarar Asíu að hafa af veiklulegum bandarískum ungl- ingi með Rambóhár í tagli?" Jackie Chan og Jet Li eru náttúrlega tæpir leikarar, að minnsta kosti á ensku, og það á við um aðra kínverska leikara myndarinnar. Kínverjarn- ir hljóma fáránlega ósannfærandi talandi enslcu enda greinilega ekJd með tilfinningu fyrir málinu. Af þessum sölcum og öðrum er Forbidden Kingdom „Hvaða not ættu ódauðlegir kung fu-meistarar Asíu að hafa af veiklulegum bandarískum unglingi með Rambóhár í tagli?" FORBIDDEN KINGDOM LEIKSTJÓRN: Rob Minkoff AÐALHLUTVERK: JetLi, Jackie Chan, Michael Angarano, Collin Chou BÍÓDÓMUR myndin hundleiðinleg á köflum og stóð maður sig að því að dotta yfir henni. Maður vaknaði þó fljótlega við kung fu-senurnar sem voru stórar og mjög flott útfærðar. Þar skorti ekki hugmyndaflugið sem var talcmarkalaust eins og venja er í myndum af þessu tagi. Nom slæst með hárinu, menn fljúga um, göldrum er beitt markvisst og allt mögulegt kemur til greina sem vopn í tilkomumiklum slagsmála- senunum. Myndin nær sínum hæstu hæð- um í þessum senum og eru mynda- taka og brellur óaðfinnanlegar í þessum atriðum. En það er ekki nóg til að halda uppi heilli mynd, eitthvað meira þarf til og það er ekki til staðar. Myndin vísar óbeint í Crouching Tiger, Hidden Dragon, Hero, House of the Flying Daggers og fleiri myndir af svipuðum toga. Það hiýtur að trufla mann enda hálfgerð helgispjöll hér á ferð. Menn sem sækja í þau snilldar- kvikmyndastórvirki ættu að halda sig í öruggri fjarlægð frá þessari. Erpur Eyvindarson í SKYNDI STORKOSTLEGT SUSHI Það eru ekki nema noklcrir mán- uðir sfðan ég fékkst til að smalcka sushi í fýrsta sldpti og eftir það hef ég verið mikill aðdáandi þessarar japönsku matargerðarlistar. Smátt og smátt hef ég verið að prófa mig áfram á sushi-stöðum Reykjavík- urborgar og nýlega rataði ég inn á Sushibarinn, Laugavegi 2. Eftir að ég rataði þangað inn í fýrsta skipti hef ég farið aftur og aftur og alltaf verið jafn yfir mig ánægð. Staðurinn er lítiil og indæll og því flestir sem grípa með sér bakka heim þó einnig sé hægt að tylla sér við eitt borð inni á staðn- um. Starfsfólldð tekur ávallt á móti manni með bros á vör í japönskum klæðnaði til að mynda réttu stemn- inguna. Úrvalið á matseðlinum er mildð og gott og er hægt að fá flest- ar hugsanlegar sushi-tegundir á viðráðanlegu verði. Þar sem ég er nýgræðingur í sushi-bransanum er ég enn ekld orðin neitt svakalega djörf og hef því enn ekld treyst mér í að smakka álinn en vinkona mín, sem er sushi-sérfræðingur, segir að þarna sé besti állinn á landinu og ég trúi henni. Til að flækja ekk- ert málin er hægt að láta fagmenn- ina um að velja saman fyrir mann á bakka sem kallast „það besta fyr- ir einn eða tvo". Þá velja kokkamir það ferskasta og besta sem í boði er hvern daginn og kostar baldd af því besta fyrir einn 1.650 krón- ur með tólf sushi-bitum. Sex stykki af hefðbundnum, gómsætum kali- forníurúllum kosta 800 lcrónur og tvö stykki af nigiri-bitum kosta 400 krónur. Verðið er því bara nokk- uð sanngjarnt og er ég alveg til í að borga rúmlega sextán hundr- uð krónur fýrir svo góða máltíð. Nú hef ég líka gerst svo stórborg- arleg og sniðug að taka matseðil- inn með mér heim og hengja upp á ísskáp svo ég get hringt á undan mér og pantað það sem mig langar í og komið svo og sótt sushi-ið eftir fimmtán mínútur. Það er betra því ef maður er á hraðferð getur maður oft lent í langri bið á háannatíma. KRI5TA nALL fot pSushibarínn á I HRAÐI: VEITINGAR: ★ ■* VIÐMÓT: ★★★■ ★ UMHVERFI: ★ ★★ ^VERÐ: J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.