Fréttablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 23
Það styttist í vorið og enn frekari útiveru og líkamsrækt utandyra. Á þessum árstíma eru margir farnir að huga að útihlaupum og ekki síst byrjendur sem margir íhuga sín fyrstu skref í langhlaupum. Góðir hlaupaskór og hlaupa­ sokkar skipta mjög miklu máli og veita flestar íþróttaverslanir og sérverslanir með hlaupavörur ráð­ gjöf varðandi val á réttum hlaupa­ skóm. Fyrir byrjendur skiptir máli að fara ekki of geyst af stað. Því gæti verið gott ráð að ganga í skokkhóp en mikill fjölda skokkhópa er starf­ ræktur víða um land og sérstak­ lega á höfuðborgarsvæðinu. Skokkhópar eru flestir getuskipt­ ir þannig að byrjendur hlaupa yf­ irleitt saman undir stjórn þjálfara sem leiðbeinir um hlaup, upphitun og teygjur. Auk þess halda skokk­ hópar byrjendum við efnið þann­ ig að meiri líkur eru á árangri. Lista yfir hlaupahópa má m.a. finna á www.hlaup.is. Ef skokkhópar henta ekki er best að koma upp föstum hlaupatímum, t.d. þrisvar viku, og notast við hlaupaprógramm en þau má finna víða. Allir út að hlaupa Finnst þér þú vera þreytt á morgn­ ana þegar þú vaknar, jafnvel þótt þú hafir sofið sjö tíma? Af hverju ætli það sé? Ástæðan gæti verið sú að þú fáir ekki nógu góðan og djúp­ an svefn. Misjafnt er hversu langan svefn fólk þarf. Talað er um á milli sex til átta klukkustundir. Ef svefn­ gæðin eru léleg er sama hversu lengi við sofum, þreytan gerir allt­ af vart við sig. Svefngæðin minnka ef fólk er haldið kæfisvefni eða það vakn­ ar upp á nóttu. Fótaóeirð í svefni getur sömuleiðis haft áhrif á gæði svefnsins. Til að bæta svefninn skaltu forðast alla koffíndrykki frá hádegi til kvölds. Í sumum tilfellum þarf líka að sleppa dökku súkku­ laði. Ekki skal hafa tölvu eða síma á náttborðinu. Ekki er gott að fara svangur í rúmið né heldur að fara í líkamsrækt að kvöldi. Hafðu myrk­ ur í herberginu og hita undir 18 gráðum. Farðu að sofa á sama tíma hvern dag. Ef þessi ráð duga ekki ætti fólk að leita til læknis. Sefur þú illa? TilbreyTing í æfingarnar Þegar æfingarútínan er orðin að of mikilli rútínu fer hún að verða leiðigjörn og missir tilgang sinn að einhverju leyti. Í mörgum til­ fellum er auðvelt að skipta út æfingum sem venjan er að gera fyrir aðrar til að fá tilbreytingu. Interval­hlaup í stað langhlaupa. Ef venjan er að hlaupa lengri vegalengdir er sniðugt að hlaupa interval­hlaup inn á milli, það er að segja hlaup sem felur í sér stutta spretti á milli þess sem hlaupið er hægar. Halli á brettið. Í stað þess að hlaupa alltaf á jafnsléttu á hlaupa­ brettinu má stundum setja halla á það þannig að hlaupin reyni meira á. Planki í stað magaæfinga. Hefðbundnar magaæfingar eru ekki endilega lykillinn að stæltum maga. Prófið plankastöður og reynið þannig á fleiri vöðva ásamt því að æfa magavöðvana. bobbibrown.com ALGER MUNAÐUR Kynnum Luxe Lip Color til leiks. Djörfustu og líflegustu litirnir okkar. Djúpvirk, nærandi meðferð. Samfelld rakagjöf. 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BOBBI BROWN VÖRUM Í LYFJUM & HEILSU KRINGLUNNI FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGS. F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 5F Ö S T U D a g U r 1 . a p r í l 2 0 1 6 F ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 0 1 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E C -4 3 3 8 1 8 E C -4 1 F C 1 8 E C -4 0 C 0 1 8 E C -3 F 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.