Fréttablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 44
Það tíðkast víða um heim að halda upp á fyrsta apríl með tilheyrandi hrekkjum og gríni. Talið er að uppruna þessa siðs megi rekja til miðalda. Samkvæmt bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson er staðfest að hér á landi hafi gabbleik- ir farið fram á 19. öld en siðurinn er þó þekktur frá 17. öld þegar skrifuð voru gabbbréf, eða svokölluð „apríl- bréf“. Í dag keppast fjölmiðlar við að plata lesendur og áhorfendur sína og hafa fjölmargir Íslendingar látið gabbast í gegnum tíðina. Fyrsta aprílgabbið sem vitað er um í íslenskum fjölmiðli er frá árinu 1957. Þá lét Ríkisútvarpið sem fljótaskip sigldi á Ölfusá á leið til Selfoss og sagði frá því í beinni útsendingu. Fyrir ári tilkynntu fjölmiðlar 365 lesendum sínum að söngvarinn Friðrik Dór mundi syngja Eurovision-lagið það árið í stað Maríu Ólafs þar sem hann væri sterkari söngvari. Undirskriftasöfn- un til að mótmæla þessu var hent af stað og yfir 200 manns skrifuðu undir og hlupu því apríl. Það er engin ein rétt leið til þess að gabba fólk á 1. apríl en talað er um að aprílgabb sé skilgreint sem gabb þegar einhver fer erindisleysu eða fer yfir þröskuld og þannig hleypur fólk því apríl. Það virðist þó ekki vera raunin erlendis en til að mynda í Bretlandi tíðkast aðeins að stríða og hrekkja vini sína og fólk þarf ekki endilega að stíga yfir neinn þröskuld. Aprílgabb getur oft verið mjög frumlegt og skemmtilegt en til eru þó nokkrir klassískir hrekkir sem getur verið gott að grípa til ef maður er hugmyndasnauður. Hér fyrir neðan eru nokkrar hug- myndir að einföldu og skemmti- legu aprílgabbi. Allt í plati! Dagurinn í dag er eini dagur ársins sem þú getur grillað vini þína grimmt án þess að fá samviskubit. Nýttu daginn til hins ýtrasta. Bíllinn dreginn Farðu í vinnuna þína með andköfum og segðu félaga þínum að Vaka sé að draga bílinn hans. Sniðugast væri að velja einhvern sem er alltaf tæpur þegar kemur að því að leggja í stæði, það er yfirleitt ein svoleiðis manneskja á hverjum vinnustað. Frí kaka, eða hvað? Sendu póst á allan vinnustaðinn eða á skólafélagana um að það sé verið að gefa súkkulaðiköku eða annað hnoss- gæti á kaffistofunni eða í mötuneytinu. Þar sem það er föstudagur gæti líka verið gaman að segja að það sé sælu- stund (e. happy hour) klukkan fjögur. Þrátt fyrir að vinirnir verði svekktir út í þig yfir þessu þá er þetta vel þess virði. Breyttu klukkunni Eru einhverjir á heimilinu sem þurfa að vakna á réttum tíma? Flýttu klukkunni þeirra um nokkrar klukkustundir svo að viðkomandi vakni við vekjaraklukkuna sína fyrir allar aldir. Þetta er meira en bara aprílgabb, þú ert að hjálpa mann- eskjunni að vakna snemma og hafa nægan tíma um morguninn. Límband yfir fjarstýringuna Settu límband yfir skynjarann á fjarstýringunni. Þegar viðkomandi ætlar að reyna að skipta um stöð virkar ekkert og það ætti að gera alla pirraða í skapinu. Líklega myndu sumir reyna að finna ný batterí í fjarstýringuna. Feldu símann Feldu síma vinar þíns og hringdu í hann. Reyndu að hafa staðinn sem erfiðast- an svo að viðkomandi leiti út um allt hús að símanum. Mjög pirrandi hrekkur en samt sem áður einfalt og fyndið. 677 1337 Vandræðalegt í apótekinu Sendu einhvern fyrir þig í apótekið að kaupa lyf. Hafðu það samt eitthvert lyf sem er ekki til eða eitthvað mjög vandræða- legt sem er ekki selt án lyfseðils í apó- tekinu, eins og til dæmis HPV-lyf. HPV Djúskúr Nú er ein kollega minna orðin svoleiðis öskrandi æst og peppuð yfir komandi sumri. Í hádegismat um daginn rakti hún í löngu máli einhvern vikulangan djúskúr sem hún sagði hafa breytt lífi sínu fyrir nokkrum árum. Aðrir kollegar og samferðamenn eru sem stendur í ströngu nammibindindi eftir páskahátíðina miklu enda einn af fylgifiskum hennar sá að svitna súkkulaði eftir ótæpilega neyslu sælgætisins sem mótað er í kúlulaga dýraafurð. Fullt hús matar ef þið spyrjið mig. Sjálf er ég orðin frekar peppuð yfir sumrinu en þó laus við það að æsa mig upp í einhverjar takmarkanir í mataræði og ætla alveg að láta þær vera. Ég held að mitt aðalmarkmið í sumar verði bara að hafa gaman sama í hvaða þyngd ég er. Ég er samt að reyna að safna mér fyrir íbúð þannig að ég hugsa að ég geri ekki neitt sem kostar pening. Ég sleppi sjálfsagt ferðalögum alfarið, innan- lands sem utan. Þau eru alltof dýr. Svo ætla ég að hola niður einhverjum fræjum í ker úti á svölum og borða bara uppskeruna. Þá slæ ég líka tvær flugur í einu höggi. Spara og gerist vegan. Það er víst ekki hægt að rækta kjöt af fræi. Ekki enn að minnsta kosti. Ég fór nefnilega í matvöruverslun um daginn og keypti í matinn. Ég var nú ekkert að tríta mig með kavíar og foi gras en það var samt svo dýrt að ég kastaði næstum því upp þegar ég straujaði kortið. Miðað við þær takmarkanir sem ég hef sett mér undanfarið í lifnaðar- háttum og sparnaði sé ég fram á að eignast íbúð í ársbyrjun 2030. Ég er auðvitað þrælspennt og búin að búa til sér borð á Pinterest þar sem ég vista skilmerkilega óraunhæfar hugmyndir um ytra og innra byrði íbúðarinnar en miðað við kaupmátt minn þá sé ég fram á að enda í niðurgraf- inni íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholtinu frekar heldur en þakíbúð með óendan- legri lofthæð og svölum. lll Facebook-leikir Annars hef ég dáldið verið að uppgötva sjálfa mig upp á síðkastið. Ég er auðvitað sífellt að kynnast sjálfri mér betur enda í nánum samvistum við mig sjálfa velflesta tíma sólarhringsins. Síðast liðnar vikur hef ég komið mér á óvart þar sem ég hef tvisvar sinnum á jafn mörgum vikum tekið þátt í leikjum á samskiptamiðlinum Facebook. Þið kannist sjálfsagt við þetta. Kvitta, deila og tagga einhvern sem þú vilt njóta vinningsins með. Mér finnst nefnilega full langt síðan ég hef unnið nokkuð af viti. Síðast þegar ég vann stóra vinn- inginn var þegar endurvinnslu- stöðin Sorpa fagnaði 10 ára afmæli. Þá vann ég Pla- ystation 2 tölvu og fullt af nammi sérmerktu fyrirtækinu. Svo birtist þessi ægilega fína mynd af mér í ársskýrslu fyrir- tækisins og ef þið haldið að ég sé að ljúga þá getið þið bara slegið inn leitarorðin Gyða Lóa og Sorpa inn á Google. Ég var auðvitað ríg- montin með þetta allt saman og er handviss um að nú sé minn tími kominn aftur. Kastað upp í matvöruverslun @gydaloa gydaloa@frettabladid.is APRÍL 1 1 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r32 l í F i ð ∙ F r É T T a B l a ð i ð Lífið 0 1 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E C -5 B E 8 1 8 E C -5 A A C 1 8 E C -5 9 7 0 1 8 E C -5 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.