Fréttablaðið - 08.04.2016, Page 6

Fréttablaðið - 08.04.2016, Page 6
Handtökur í Kaupmannahöfn Lögreglumaður stendur vaktina í Kaupmannahöfn eftir að fjórir grunaðir meðlimir Íslamska ríkisins voru handteknir og hald var lagt á vopnabúr í íbúðarhúsi. Nordicphotos/AFp skattagögn Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virð- ist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarp- inu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á list- anum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráð- herra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, rit- stjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Eimskips, og Sigþórs Sig- marssonar, stjórnarmanns í Nova- tor. Finnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kaup- hallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kaup- höll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skatt- lagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis. ingvar@frettabladid.is Nöfn Íslendinga birtust fyrir mistök í sjónvarpi Minnispunktar ritstjóra Reykjavik Media með nöfnum forstjóra Alvogen, rit- stjóra DV og fyrrverandi seðlabankastjóra voru birt í sænskum sjónvarpsþætti um Panama-skjölin og skattaskjól. Viðkomandi vísa gjarnan á Landsbankann. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið full- rannsakað af þar til bærum yfirvöldum. Eggert Skúlason, ritstjóri DV, í viðtali við DV 8 . a p r í l 2 0 1 6 F ö s t U D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 F D -4 C 4 4 1 8 F D -4 B 0 8 1 8 F D -4 9 C C 1 8 F D -4 8 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.