Fréttablaðið - 08.04.2016, Page 14

Fréttablaðið - 08.04.2016, Page 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Fyrirmyndardagurinn – atvinna fyrir alla Vinnumálastofnun stendur í dag 8. apríl fyrir skipulagningu Fyrirmyndardagsins í þriðja skiptið. Fyrirmyndardagurinn er átak þar sem leitað er til fyrirtækja og stofnana og þau beðin um að opna vinnustaði sína í einn dag fyrir heimsóknum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Með því móti geta einstaklingarnir kynnst vinnustöðum og verk- lagi þar sem leitt getur til atvinnu síðar. Þetta hefur orðið raunin í allmörgum tilvikum í kjölfar fyrir- myndardaganna sem hafa verið haldnir og reynsla stofnunarinnar af þessu átaki því verið afar góð. Vinnumálastofnun tók nú um síðustu áramót alfarið við yfirstjórn atvinnumála fatlaðs fólks og endurskipulagning og mótun samskiptaleiða við fyrirtækin í landinu, stofnanir ríkis og sveitarfélaga stendur nú yfir. Það er von okkar að með þessu verði þjónustan í málaflokknum skilvirkari og að fleiri komist út á vinnumarkaðinn. Ótvírætt er lykillinn að því að ná árangri í því að auka atvinnuþátttöku þeirra, sem búa við skerta starfsgetu, að eiga góðan aðgang að vinnustöðunum í landinu. Fyrirmyndardagurinn hefur reynst góð aðferð til að styrkja þetta samstarf og fyrirtækjum sem taka þátt fer fjölgandi og framsýni þeirra og samstarfsvilja ber að þakka. Vinnumálastofnun á í víðtæku samstarfi við systurstofnanir sínar á evrópskum vettvangi. Vikuna sem nú er að líða þ.e. 4.-8. apríl eru opinberar vinnu- miðlunarstofnanir í Evrópu að skipuleggja Atvinnu- rekendadaga þar sem stofnanirnar skipuleggja átaksverkefni sem miða að því styrkja samstarf sitt og þjónustu við fyrirtækin í sínum löndum. Vinnu- málastofnun leggur Fyrirmyndardaginn undir þetta verkefni enda tilgangurinn sá sami. Vinnumálastofnun telur að lykillinn að því að lifa innihaldsríku lífi sé að vera virkur á vinnumarkaði. Bætt atvinnuástand og aukin eftirspurn eftir vinnuafli eru kjöraðstæður til að auka þátttöku allra sem starfsgetu hafa til virkni. Þátttakendur í Fyrir- myndardeginum í dag eru að stuðla að því. Ótvírætt er lykillinn að því að ná árangri í því að auka atvinnuþátt- töku þeirra sem búa við skerta starfs- getu að eiga góðan aðgang að vinnu- stöðunum í landinu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnu- málastofnunar Lilja „Þú verður að spyrja strákana sem stjórna Framsókn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir við frétta- menn í gær – innt eftir því hvort Sigmundur Davíð yrði skuggaráðherra í nýrri ríkis- stjórn. Þetta er réttmætt skot frá Vigdísi en konur hafa ekki verið áberandi á taflborði stjórnarflokkanna síðustu daga. Með nýjasta ráðherra ríkisstjórnarinnar, Lilju Alfreðsdóttur, fjölgar konum í ríkisstjórn um eina. Nú spá því margir að Lilja sé næsta stelpa til að stjórna Framsóknar- flokknum. Hún væri þá önnur konan í sögu Framsóknar til að leiða flokkinn en Valgerður Sverrisdóttir var einmitt utan- ríkisráðherra áður en hún varð formaður Framsóknar. Betra seinn en aldrei Fólk beið með öndina í háls- inum eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti á Bessastaði í gær til að skrifa undir afsögn sína en hann lét bíða eftir sér. Það hefði verið í anda atburðarásar síðustu daga ef Sigmundur hefði alls ekki mætt. Jafnvel hætt við að hætta við áður en það yrði of seint. En líklega hefur hann metið það svo að betra væri að vera of seinn en að vera of snemma, eins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður í sjónvarpinu á miðvikudagskvöld. snaeros@frettabladid.is Barnavörur Bleyjur Þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á ráðherraskipan í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er uppi hávær krafa um enn frekari breytingar og kosningar jafnskjótt og hægt er að koma þeim við. Sú krafa er um margt skiljanleg. Í því er engin mótsögn falin að aðhyllast viðskipta- frelsi á milli landa og vera um leið á móti starfsemi þeirri sem rekin er í svokölluðum aflandsfélögum. Eitt er nefnilega að hafa umsvif í útlöndum og annað að búa svo um hnúta að sem mest leynd hvíli yfir þeim. Í umfjöllun Kastljóss á sunnudagskvöld, sem hluti er af umfjöllun yfir hundrað fjölmiðla víða um heim á svonefndum Panama-skjölum, kom mörgum á óvart hversu langt er gengið til að leyna upplýsingum í skattaskjólum heimsins. Lögfræðingar taka að sér að vera skráðir fyrir félögum, en raunverulegt eignar- hald er vandlega dulið í baksamningum sem aldrei líta dagsins ljós. Fátt hefur orðið um svör þegar spurt er um tilgang þessarar leyndar yfir eignarhaldi félaganna og verður ekki annað ráðið af en hún sé til að fela hluti sem ekki þola dagsins ljós og komast hjá lögbundnum skattgreiðslum. Uppspretta lekans, lögfræðistofan Mossack Fonseca í Panama, hefur verið sökuð um að koma að peningaþvætti, ólöglegri vopnasölu, stór- felldum skattsvikum og skipulagðri glæpastarfsemi. Því er áfallið mikið þegar upplýsist að nöfn Íslend- inga og íslenskra stjórnmálamanna tengist stofunni. Vandséð er að því dugi að bera fyrir sig van- þekkingu um hvernig bankamenn hafi sýslað með fjármuni þá sem um ræðir, enda kostar það eitt háar fjárhæðir að láta fela peninga með þessum hætti. Þessi skuggi hvílir enn yfir íslensku þjóðlífi og stjórnmálum. Meira þarf til að koma en að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson færi sig úr ráðherrasæti út í þingsal og handvelji nýjan utanþingsráðherra til að taka sæti í ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, eftirmanns hans í forsætisráðherrastól. Forsvarsmönnum nýrrar ríkisstjórnar er tíðrætt um að hún njóti ríflegs meirihluta á þingi, en sá meirihluti er fenginn í kosningum áður en nokkurn gat grunað hvers konar uppljóstranir væru í vændum. Fullt tilefni er til að efast um getu nýrrar ríkis- stjórnar til að taka á málum sem tengjast Panama- skjölunum með trúverðugum hætti. Og raunar er skuggi ósómans sem fyrirtækinu tengist slíkur að sú staðreynd ein að stjórnmálamenn tengist þessum furðurekstri á að næga til að þeir stígi til hliðar, í það minnsta þar til þeir hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og sótt sér endurnýjað umboð til kjósenda sinna. Fyrir dyrum eru vissulega mikilvæg verkefni, svo sem við losun hafta, en við úrlausn þeirra er enginn ómissandi og engin ástæða til að ætla annað en um þau geti verið sátt, annaðhvort í aðdraganda kosninga á næstu vikum eða undir forræði nýrrar ríkisstjórnar að kosningum afloknum. Kosningar strax Forsvars- mönnum nýrrar ríkisstjórnar er tíðrætt um að hún njóti ríflegs meiri- hluta á þingi, en sá meiri- hluti er fenginn í kosningum áður en nokkurn gat grunað hvers konar upp- ljóstranir væru í vænd- um. 8 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r14 S k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 F D -2 E A 4 1 8 F D -2 D 6 8 1 8 F D -2 C 2 C 1 8 F D -2 A F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.