Fréttablaðið - 08.04.2016, Side 20

Fréttablaðið - 08.04.2016, Side 20
PönnuPitsa með jalaPeÑo-osti og svePPum Pitsubotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2½ tsk. þurrger 1 msk. hunang 400-450 g brauðhveiti 1 tsk. salt 2 msk. olía Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskustykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í róleg- heitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin. Hellið gerblöndunni í hræri- vélarskál og bætið öllum hráefn- um saman við, það er góð regla að bæta hveitinu smám saman við. Það gæti þurft minna en meira af hveit- inu. Látið hnoðast í vélinni í 6-10 mín- útur eða þar til deigið er orðið í lag- inu eins og kúla, einnig á það ekki að vera klístrað. Setjið viskustykki yfir hrærivélar- skálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Fletjið deigið út, þetta deig dugar í tvær pitsur. Hitið smávegis af olíu á pönnu, passið að pannan sé mjög heit þegar þið setjið deigið á pönnuna. Steikið pitsubotninn á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til botn- inn er orðinn stökkur, bætið þá kjúk- lingnum ofan á og sáldrið ferskum mozzarella osti yfir. Bakið í ofni við 200°C í 5-7 mín- útur eða þar til osturinn er gullin- brúnn. Fylling 1 dós sýrður rjómi 1 jalepeño-ostur 1 hvítlauksrif Salt og nýmalaður pipar 200 g sveppir steiktir upp úr smjöri og hvítlauk Hægeldaðir tómatar Smátt söxuð steinselja Fletjið út pitsudeigið og legg- ið á pappírsklædda ofnplötu. Rífið niður jalepeño-ostinn og hrær- ið saman við sýrða rjómann, press- ið hvítlauksrifið og blandið saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið ostablöndunni á botninn. Steikið sveppina upp úr smjöri og pressið eitt hvítlauksrif út í pottinn, saFaríkur skyndibiti evu Eva Laufey Hermannsdóttir gaf girnilegar uppskriftir að skyndibita í þætti sínum í gær. Þar má nefna pönnupitsu með jalapeño-osti og sveppum, borgara með „pulled pork“ og geggjaðan mjólkurhristing með Oreo-kexkökum. þerrið sveppina vel áður en þið setj- ið þá á pitsuna. Bakið við 220°C í 10-12 mínútur. Ofnar eru auðvitað misjafnir og það gæti verið að þið þurfið að baka hana lengur en pits- an er klár þegar hún er gullinbrún. Það er mjög gott að setja hægeld- aða tómata og smátt saxaða stein- selju yfir pitsuna í lokin. oreo-mjólkurhristingur 1/2 l eða 4 dl vanilluís 2 dl nýmjólk Oreo-kexkökur, magn eftir smekk Rjómi Setjið allt í blandarann og maukið þar til ísblandan verður silkimjúk. Þið stjórnið þykktinni að sjálf- sögðu með mjólkinni. Þeytið rjóma eða það sem betra er notið rjóma- sprautu og sprautið smá rjóma yfir í lokin. „Pulled Pork“ í bbq-sósu 700-800 g úrbeinaður svínahnakki 1 tsk. paprikukrydd 1 tsk. cumin-krydd 1 tsk. Bezt á allt krydd Salt og pipar 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 msk. ólífuolía Kryddið kjötið með kryddinu sem talið er upp hér að ofan. Brúnið kjötið á öllum hliðum upp úr ólífu- olíu í víðum potti sem má fara inn í ofn. Skerið niður einn lauk og bætið honum út í pottinn ásamt tveim- ur hvítlauksrifjum. Leyfið kjötinu að malla í pottinum við vægan hita á meðan þið útbúið BBQ-sósuna. bbq-sósa 1 msk. ólífuolía 1 laukur 1½ dl tómatasósa 1-2 msk. balsamikgljái 1 msk. hunang Salt og pipar 1 tsk. paprikukrydd 1 tsk. cumin-krydd Saxið niður laukinn og steikið upp úr olíunni í eina til tvær mínútur. Bætið því næst hinum hráefnun- um saman við og leyfið sósunni að malla í smástund. Hellið síðan sós- unni yfir svínakjötið og setjið lokið á pottinn og inn í ofn við 110°C í 6-8 klst. Berið svínakjötið fram í góðu brauði, með salati og pikkluðum rauðlauk. Pikklaður rauðlaukur 1 rauðlaukur 1 dl hvítvínsedik 1 msk. sykur Skerið rauðlauk í jafn stórar sneið- ar, setjið í krukku eða skál og hell- ið hvítvínsediki og sykri saman við. Blandið vel saman og geymið í kæli í lágmark klukkustund. Matargleði Evu Laufeyjar Hermannsdóttur Rauði liturinn frá hægelduðu tómötunum og sá græni frá steinseljunni gerir pönnupitsuna virkilega fallega. Borgari með pulled pork í BBQ-sósu og með pikkluðum rauðlauk. Þeir gerast vart girnilegri en þessi Oreo-mjólkurhristingur. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hinsti vilji Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu- lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararstofa kirkjugarðanna Útfarar- og lögfræðiþjónusta Endalaust ENDALAUST NET 1817 365.is 8 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 F D -5 1 3 4 1 8 F D -4 F F 8 1 8 F D -4 E B C 1 8 F D -4 D 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.