Fréttablaðið - 08.04.2016, Page 22

Fréttablaðið - 08.04.2016, Page 22
Linda Hilmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hress, segir að jóga og hjólatímar séu á mikilli uppleið. „Fólk sem hjólar utandyra er líka innandyra. Við erum að fá ný raf- ræn mælitæki á hjólin svo fólk getur fylgst með púlsi og árangri í tímanum. Það er mjög hvetjandi og skemmtileg nýjung. Lífgar upp á hjólaferðina. Þetta er nýjung þar sem öpp og tenging við netheima er greið,“ segir Linda. „Jóga er frábær leið til að kyrra hugann, slökkva á símanum og koma lík- amanum í gott form.“ Linda segir það rétt að gömlu góðu æfingarnar séu vinsælar um þessar mundir. „Við bjóðum upp á æfingar í sal sem heita warm fit. Salurinn er volgur og við gerum allar gömlu og góðu æfingarnar án hjálpartækja og blöndum saman við þær þeim allra nýjustu. Það er ótrúlega áhrifaríkt að stunda þessar æfingar með teygjum og síðan slökun. Heildræn uppbygg- ing fyrir líkamann. Heitir tímar eru rosalega góðir fyrir húðina og þetta hafa verið vinsælustu tím- arnir okkar. Margir vilja stunda alls konar líkamsrækt og breyta gjarnan til með því að stunda warm fit einn daginn en fara svo aðra daga í body pump, þar sem æfðar eru lyftingar með lóðum, eða spinning. Það er gott að breyta til og stundum að „sjokkera“ lík- amann.“ Linda hefur rekið Hress í tæp þrjátíu ár og margir viðskipta- vinir hafa fylgt stöðinni alla tíð. „Sumir okkar kúnna hafa elst með stöðinni og eru í hörkuformi. Fólk sem stundar heilsurækt reglulega og eldist mjög vel. Það er hægt að þjálfa líkamann eftir því sem manni finnst skemmtilegast því það eru svo margar kostir í boði. Maður nær miklu valdi yfir lík- ama sínum með reglulegri hreyf- ingu. Ég er með viðskiptavini yfir áttrætt í aðdáanlega góðu formi. Í mínum huga er hreyfing lífsspurs- mál og það er aldrei of seint að byrja. Fyrir þá sem vilja bæta sig fyrir sumarið er mjög góður tími að byrja núna þegar margir eru að fara í sumarfrí og rólegra er í stöð- inni en um hávetur. Ég hvet alla til að fara út úr þægindaramman- um og finna sér tíma í heilsurækt. Það er reyndar búið að taka lík- amsrækt út úr orðabókinni og heit- ir núna heilsurækt. Líkamsrækt er svo miklu meira en að vera í góðu formi, hún skiptir miklu máli fyrir heilsuna.“ Önnur nýjung í ræktinni er snjallúr, segir Linda. „Mjög marg- ir eru með slík úr til að fylgjast með árangri sínum. „Úrið fylg- ist með svefni og hreyfingu. Það lætur vita ef maður þarf að hreyfa sig meira og þess háttar. Mjög skemmtilegt og hvetjandi tæki,“ segir Linda. „Snjallúr hlýtur að vera jólagjöfin næstu jól.“ elin@365.is Ég er með við- skiptavini yfir áttrætt í aðdáanlega góðu formi. Í mínum huga er hreyfing lífsspursmál og það er aldrei of seint að byrja. Linda Hilmarsdóttir Byltingarkenndur tveggja laga maski frá estée lauder Estée Lauder kynnir Snyrtivöruframleiðandinn Estée Lauder er frumkvöðull þegar kemur að húðvörum sem notaðar eru á kvöldin. Nýverið kom á markað tveggja laga maski úr álpappír og bómull sem er sá fyrsti sinnar tegundar. Með háþróaðri viðgerðartækni gerir hann við húðina innan frá og veitir henni samstundis ljóma og heilsusamlegt útlit. „Estée Lauder hefur fundið leið til að ná fram því alla besta í and- litsmaska með byltingarkenndri hönnun sem sameinast í einni vöru. Maskinn, sem hefur feng- ið nafnið Advanced Night Repa- ir PowerFoil Mask, er sá fyrsti sinnar tegundar en hann er hann- aður með sérstakri tveggja laga blöndu af álpappír og bómull,“ segir Iðunn Jónasardóttir, sölu- stjóri Estée Lauder. „Bómullin á innri hliðinni inni- heldur hina einstöku Advanced Night Repair viðgerðar-formúlu og tvöfaldan skammt af Hyal- uronic-sýru sem gerir við húðina innan frá, hreinsar hana af mengun og öðru áreiti dagsins auk þess að gefa húðinni auk- inn raka. Ytri hliðin á mask- anum, sem er sérhönn- uð álpappírs- formúla, sér um að innri hliðin nái 25 sinnum fljótari virkni sem gerir það að verkum að húðin öðlast sam- stundis ljóma og heilsu- samlegt útlit. Álpappírinn lokar með öðrum orðum Advanced Night Repair formúluna inni svo hún gufi ekki upp frá bómullinni og út í andrúmsloftið. Hann þving- ar hana auk þess dýpra inn í húð- ina,“ útskýrir Iðunn. Hver pakki er að sögn Iðunnar hugs- aður sem mánað- arskammtur og inniheldur fjögur umslög af mask- anum sem mælt er með því að nota einu sinni í viku að kvöldi. „Mask- ann má þó líka nota endrum og sinnum þegar hentar og húðin þarf auka búst. Á aðeins tíu mínút- um endurnærist hún og er betur búin undir vikuna fram undan,“ segir Iðunn og bendir á að mask- inn er á leiðinni á alla helstu út- sölustaði Estée Lauder í þessum töluðu orðum. Bómullin á innri hliðinni inniheldur Advanced Night Repair formúluna og tvöfaldan skammt af hyaluronic-sýru sem gerir við húðina innan frá. Álpappírinn sér til þess að innri hliðin nái 25 sinnum fljótari virkni. Hann varnar því að formúlan gufar upp og þvingar hana dýpra inn í húðina. Hver pakki er hugsað- ur sem mánaðarskammt- ur og inniheldur fjögur umslög af maskanum sem mælt er með að nota einu sinni í viku að kvöldi. Maskann má þó líka nota endrum og sinnum þegar hentar og húðin þarf auka ljóma. Linda Hilmarsdóttir segir að þeir sem hjóla utandyra geri það einnig innandyra. MYND/STEFÁN netið vinsælt í heilsuræktinni Marga langar að breyta um lífsstíl og drífa sig upp úr sófanum þegar vorar. Sólin hækkar á lofti og fiðringurinn gerir vart við sig. Meðal þess sem er vinsælt núna með vorinu eru gamaldags æfingar í stíl Jane Fonda eða „Back to basic“. Jafnframt kemur netið sterkt inn. 8 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 F D -3 D 7 4 1 8 F D -3 C 3 8 1 8 F D -3 A F C 1 8 F D -3 9 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.