Fréttablaðið - 08.04.2016, Side 34

Fréttablaðið - 08.04.2016, Side 34
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Guðrún Gígja, forseti NFVÍ, og Snærós, formaður Framtíðarinnar, eru sammála um það að keppnin í kvöld verði virkilega hörð. Fréttablaðið/Vilhelm Í kvöld fer fram úrslitaviðureign í MORFÍs, eða mælsku- og ræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. Verzlunarskóli Íslands etur kappi við Menntaskólann í Reykjavík en það hefur lengi verið mikill rígur á milli skólanna. Verzlunarskólinn vann keppnina fyrir ári en Menntaskól- inn í Reykjavík hefur ekki unnið síðan árið 2012 og því verður spennandi að sjá hvort Verzló haldi bikarnum heima eða MR endurheimti hann eftir nokk- urra ára fjarveru. Umræðuefnið í kvöld er vegferð mannkynsins og mælir Verzl- unarskólinn með en Menntaskólinn í Reykjavík á móti. „Þetta er mjög áhugavert umræðuefni og ég held að báðir pólar verði mjög skemmtilegir. Þetta verður hörð keppni enda eru bæði liðin mjög sterk. Ég veit að liðið okkar er búið að vera að æfa dag og nótt alla vikuna og það er búið að vera gaman að fylgjast með liðinu okkar þrosk- ast á milli keppna. Því verður virkilega spennandi að fylgjast með keppninni í kvöld,“ segir Guðrún Gígja Sigurðardóttir, forseti nemendafélags Verzlunarskólans. Formaður Málfundafélags Mennta- skólans í Reykjavík, Snærós Axelsdóttir, tekur í sama streng. „Ég er spennt fyrir þessu umræðuefni. Þetta verður mjög skemmtilegt og ég er mjög stolt af liðinu okkar, að vera komið svona langt. Þau eru búin að vera á fullu alla vikuna og hafa ekkert mætt í skólann. Þetta verður hörð og örugglega tæp keppni,“ segir Snærós en hún segir að stemningin í skólanum sé mikil. „Það hefur verið smá lægð hjá okkur í MORFÍs þannig að það eru allir gífurlega spenntir fyrir að vera í úrslitum. Við erum þó enn þá með lang- flesta sigrana í Gettu betur en við unnum þá keppni í tuttugasta skiptið núna í ár.“ Það er þekkt að mikill rígur er á milli skólanna en þeir eru tveir af elstu og virtustu menntaskólum á landinu. „Það hefði alltaf verið mikil spenna fyrir þessa keppni sama hvað, en ég held að hún sé mun meiri núna þar sem við erum að keppa á móti Verzló. Við elskum að hata hvort annað en þrátt fyrir að það sé gamall rígur á milli skólanna hefur sam- starf okkar á milli alltaf gengið mjög vel,“ segir Snærós Guðrún Gígja tekur undir það að rígur- inn milli skólanna geri keppnina enn þá meira spennandi. „Það er alltaf gaman að mæta MR. Þau unnu okkur á VÍ-MR deginum seinasta haust en við unnum MORFÍs í fyrra þannig að þetta verður mjög hörð keppni. Það er mikil stemning fyrir þessu í skólanum en það eru allir að keppast við að ná í miða.“ Keppnin fer fram í Háskólabíói í kvöld en búist er við því að það verði troðið út úr dyrum enda alltaf sterkur keppnisandi þegar þessir tveir skólar mætast. gunnhildur@frettabladid.is Gamli rígurinn milli Verzló og MR enn við lýði Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík mætast í úrslitaviðureign MORFÍs í kvöld. Spennan milli skólanna er mikil en búist er við æsispennandi keppni. Það hefði alltaf verið mikil spenna fyrir þessa keppni sama hvað, en ég held að hún sé mun meiri núna þar sem við erum að keppa á móti Verzló. Snærós Axelsdóttir 1947 Síðustu bandarísku hermennirnir sem staðsettir eru á Íslandi í síðari heimsstyrjöld yfirgefa landið með herflutningaskipinu Edmund B. Alexander. 1957 49 punda stórlax veiðist í þorskanet við Grímsey. Þetta var stærsti lax sem menn vissu til að veiðst hefði við Ísland. 1970 79 láta lífið í gassprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Ósaka í Japan. 1977 Fyrsta hljómplata bresku hljómsveitarinnar The Clash kemur út. 1978 Leikskólinn Furugrund hefur starfsemi í Kópavogi. 1989 bónus opnar fyrstu verslun sína við Skútuvog í reykjavík. Merkisatburðir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og systur okkar, Lilju Kúld sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 8. mars 2016. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson Kristína Aðalsteinsdóttir Björn Halldór Helgason Guðný Kúld Þorsteinn Kúld Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangaömmu, Sigurlaugar Theódóru Óskarsdóttur Miðhvammi, Húsavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík. Guðný Ósk Agnarsdóttir Tómas Örn Agnarsson Rannveig Jónsdóttir Hulda Guðrún Agnarsdóttir ömmubörn, langömmubörn, langalangömmubörn og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, afi og langafi, Sveinn Jósefsson áður Norðurbrún 1, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, föstudaginn 11. mars. Jarðarförin hefur farið fram að ósk hins látna. Valgerður Heba Sveinsdóttir Pétur Ragnar Sveinsson Gunnar Thorberg Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Stefánsdóttir, Borgarholtsbraut 47, Kópavogi, lést á Hrafnistu, Boðaþingi, 25. mars Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. apríl kl. 15.00. Svanhvít Jónsdóttir Ólafur Garðar Þórðarson Stefanía Lóa Jónsdóttir Óttar Birgir Ellingsen Guðrún Erla Jónsdóttir Ingólfur Rúnar Björnsson Hafdís Jónsdóttir Guðmundur Stefánsson Sigríður Ósk Jónsdóttir Júlíus Skúlason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, Kristbjörg Árnadóttir Blikaási 25, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 30. mars. Bálför fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 11. apríl kl. 11.00. Þakkir fær starfsfólk á lungnadeild A6 fyrir umhyggju í hennar garð. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Ágúst Árni Jónsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórunn Magnúsdóttir Túngötu 9, Seyðisfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands Neskaupstað 3. apríl. Hún verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14.00. Sveinlaugur Björnsson Þorgerður Jónsdóttir Þórður Jónsson Rebekka Björnsdóttir Tómas Guðmundsson Þórgunnur Björnsdóttir Gunnar Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. 8 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r18 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B l a ð i ð tímamót 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 F D -3 D 7 4 1 8 F D -3 C 3 8 1 8 F D -3 A F C 1 8 F D -3 9 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.