Fréttablaðið - 08.04.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.04.2016, Blaðsíða 44
Þetta er alls ekki tískutrend, hann er með hálsbólgu. Þetta er alls ekki tísku­trend, hann er með hálsbólgu, og er hálf veikur, annars er hann bindismaður. Hann passar að vera með bindi þegar hann er á þingi. Svo ef þú sérð hann með hálsklút er hann með hálsbólgu,“ segir Elsa Ingjalds­ dóttir, eiginkona Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra Íslands, aðspurð hvort Sigurður væri að koma á framfæri nýrri klúta­ tísku þar sem hann hefur verið með klút vafinn þétt um hálsinn síðustu daga. Sigurður Ingi hefur verið áberandi síðustu daga og tók í gær við sem forsætisráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson steig til hliðar. En hvernig týpa er Sigurður? „Það er alveg á hreinu að honum líður best í reiðbuxunum og flís­ peysunni. Hann fer auðvitað í fal­ lega skyrtu og setur upp bindi þegar hann fer á þing en reiðbuxurnar og flíspeysan verður allaf fyrir valinu hér heimafyrir,“ segir Elsa. Eins og flestir hafa tekið eftir ber Sigurður þykkan gullhring á þumal­ fingri og hafa margir velt fyrir sér hvort einhver merking sé bak við staðsetningu hringsins. „Þetta er giftingarhringurinn hans, bara hefðbundinn giftingar­ hringur. Sigurður er með sömu puttastærð á baugfingri og þumal­ fingri sem þykir mjög sjaldgæft. Þetta er heiðinn siður, en það er ekki eins og hann sé heiðinn held­ ur finnst honum hringurinn flækj­ ast minna fyrir sér á þumalfingri, því sem dýralæknir gekk hann aldrei með hring. Þegar hann fór á þing fór hann að bera hringinn oftar og þá setti hann hringinn á þumal­ fingur. Hann fiktar mikið í honum og skiptir honum á milli fingra,“ segir Elsa og hlær. hefur vakið athygli fyrir skrautlega hálsklúta og hring á þumalfingri Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands, hefur, líkt og flestir hafa sjálfsagt tekið eftir, verið áberandi í fjölmiðlum síðustu daga. Hann hefur vakið athygli fyrir að nota hálsklút og bera hring á þumalfingri. Fréttablaðið heyrði í Elsu Ingjaldsdóttur, eiginkonu Sigurðar Inga, og spurði hana út í þessi nýju tískutrend forsætisráðherra. Hér gefur að líta Sigurð Inga Jóhannsson með klútinn fræga. Það hefur vakið sérstaka athygli að hann var bæði með klút og trefil á leið sinni út úr stjórnarráðinu. fréttablaðIð/ernIr og anton brInk Þumalhringir eiga upphaf sitt við lok steinaldar í Austurlöndum fjær og voru þar upphaflega notaðir af bogmönnum sem notuðu þá til verja þumalinn fyrir bogastrengn­ um. Í gegnum aldirnar hefur þumalhringurinn lifað áfram og m.a. notaður til að tákna ákveðna stöðu innan samfélagsins. Margir vilja meina að þumalhringurinn hafi symbólska merkingu; að hann tákni völd. Það að valdamesti maður Íslands kjósi að bera þumal­ hring er vissulega vísbending um að þetta geti verið rétt. Saga hálsklúta nær a.m.k. aftur til Rómar til forna þar sem þeir voru notaðir til að þurrka svita af enni og hálsi. Hermenn í veldi Cheng Kínakeisara báru hálsklúta sem tákn um stöðu sína innan hersins. Nokkru síðar, eða á 17. öld, voru það króatískir málaliðar sem notuðu hálsklúta – þessu öpuðu Frakkar svo eftir og úr varð tegund klúts sem kallast cravat. Það hefur alltaf verið tengt valdi að bera silkiklút um hálsinn: allt frá háls­ bindum, eins og flestir karlmenn á þingi eru með, yfir í klúta eins og þann sem Sigurður Ingi hefur sést með síðustu daga. Saga klúta og hringa Það er hægara sagt en gert að ætla að skrifa um eitthvað annað en ástandið í þjóðfélaginu akkúrat núna. Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að segja að ég geti nú sett mig talsvert vel í fótspor og tilfinningalíf sprunginnar blöðru. Annars er eitt sem er alltaf hægt að tala um þegar eins og sprungin blaðra @gydaloa gydaloa@frettabladid.is manni dettur ekkert annað í hug og það er veðrið. lll Gluggaveður Ég er virkilega léleg í því að klæða mig eftir veðri. Van­ hæfnin sætir auðvitað ákveðinni undrun sé litið til þess að ég hef verið búsett á þessu skeri síðan ég skaust í heiminn. Mér tekst samt alltaf á ótrú­ legan hátt að meta aðstæður vitlaust og enda annað hvort alltof vel klædd eða alltof illa klædd. Sem veldur því að mér er ýmist ískalt eða ég er við það að skilja við sökum ofhitnunar. Vegna veðurfars er það reyndar yfir­ leitt þannig að ég er of illa klædd. Akkilesarhæll minn er gluggaveður og ég á svoleiðis í stökustu vandræð­ um með að klæða mig á morgnana. Síðustu daga hef ég vaknað í slíkum funhita og sólskini að það mætti halda að ég væri staðsett á ströndinni á Tortóla. Ég klæði mig svo nánast í samræmi við það og um leið og ég stíg út átta ég mig á því að eitthvað hefur misfarist. lll Helgin Annars er ég mjög spennt fyrir komandi helgi. Þá getur maður einbeitt sér hundrað prósent að því að fylgjast með fréttunum. Það er nefnilega búið að vera örlítið hamlandi að hafa þurft að sinna öðrum erindum í vikunni eins og til dæmis að vinna. Maður má bara ekki missa af neinu – þá skilur maður bara alls ekkert hvað er í gangi. Það er einmitt það sem kom fyrir mig í gær þegar ég fór út að borða með breskum vini mínum sem ég hef ekki séð í sex ár. Síðustu daga er maður auðvitað búinn að vera með puttann á púlsinum. Tuttugu tabs opna í tölvunni, sífellt að re­ fresha Twitter og fylgjast með öllum aukafréttatímunum á rauntíma. Ég myndi því segja að ég hefði verið temmilega vel upplýst um gang mála og fór glöð í bragði út að borða. Ég var úr nettengingu í rúma tvo klukkutíma og þegar ég kom aftur heim skildi ég ekkert. Bara alls ekki neitt. En ég er allavega mjög glöð með helgina og er ekki með neitt planað og mun því haga mínum frídögum í samræmi við næstu fréttir. Vonandi klædd í samræmi við veður í þetta sinn. Guðrún Jóna Stefánsdóttir gudrunjona@frettabladid.is Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is 8 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r28 l í F i ð ∙ F r É T T a B l a ð i ð Lífið 0 8 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :4 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 F D -4 7 5 4 1 8 F D -4 6 1 8 1 8 F D -4 4 D C 1 8 F D -4 3 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.