Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 19

Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 19
Þegar litið var við hjá Guð- brandi Jónatanssyni í verslun- inni 4you á Kársnesbraut 114 fyrir skömmu sat hann fyrir utan verslunina í sólinni og lék Hreðavatnsvalsinn á harmon- ikkuna. Þar var einnig útstillt ryðfríum gasgrillum sem hann flytur inn og býður á hreint ótrúlegu verði. Guðbrandur segir að hann flyt- ur inn allar sínar vörur beint frá framleiðanda erlendis, milliliða- laust, og því getur hann boðið lægra verð en almennt þekkist á Íslandi. Verslunin, sem lætur lítið yfir sér, heitir Vatnsrúm 4you og býð- ur þó eitt og annað sem hefur ekkert með vatnsrúm að gera. En helstu vörurnar eru, fyrir utan amerísku vatnsrúmin ein- nig latexrúm, ryðfrí gasgrill og rafmagnshitanuddpottar á ótrú- legum verðum, nautshúðir og mottur sem er mjög sérstök og falleg vara og upplögð á parket- gólf og flísar, sjálfvirkar kaffivélar sem taka hvort heldur ómalaðar baunir sem og venjulegt kaffi. Sængurföt úr silki og flottar harmonikkur er einnig hluti af vöruúrvalinu í versluninni 4you. Guðbrandur segir sem dæmi að nuddpotturinn sem kostar hjá honum aðeins 450 þúsund krónur kostar almennt annars- staðar yfir eina milljón. Grillin segir hann vera um 50% ódýrari en sambærileg grill annarsstað- ar. Bara þetta litla sem hér er upp talið segir okkur að það sé aldeilis þess virði fyrir Kópavogs- búa að líta við á Kársnesbraut 114 hjá Guðbrandi og fá hann til að þenja nikkuna á meðan fólk ákveður hvort það fær sér pott, grill eða rúm. 11KópavogsblaðiðJÚNÍ 2007 Í Lindahverfinu í Kópavogi er blómabúð sem ekki lætur mikið yfir sér, en er þeim mun skemmti- legri að heimsækja. Þetta er blóma- búðin “Blóm er list”, sem staðsett er í litlum þjónustukjarna að Núpa- lind 1, vesturenda. Verslunin hefur verið starfrækt frá því að þjónustukjarninn var tekinn í notkun 1998. Afskorin íslensk blóm og gjafavara er það sem aðallega er verslað með og vekur sérstaklega athygli hið mikla úrval íslenskra hand- gerðra muna úr gleri og keramiki auk annarar gjafavöru í úrvali og skreyt- inga ýmiss konar til eignar og gjafa. Einnig selur verslunin gæðakonfekt frá Belgíu. Síðustu ár hefur verslunin boðið upp á ýmiss konar tilboð á rósum og er 10 rósatilboð á stórum rósum þeir- ra þekktast en Blóm er list kappkostar að bjóða slíkt tilboð að minnsta kosti 300 daga á ári. Fjölbreytt úrval hand- gerða korta sem eru til sölu í verslunni eru framleidd sérstaklega fyrir blóma- búðina og fást hvergi annarsstaðar. Önnur þjónusta blómabúðarinnar er þjónusta við brúðkaup, svo sem brúðavendir, barmblóm, boðskort, þakkarkort, ýmis konar smáprentun og blómaskreytingar. En þjónusta við útfarir eru oftast kistuskreytingar, kransagerð, stórar pýramídaskreyt- ingar, samúðarskreytingar, útvegun borða, akstur og uppstilling skreyt- inga í kirkju. Þá fá allir eldri borgarar og öryrkjar 10% afslátt af öllu sem keypt er í Blóm er list. Að lokun má benda á ókeypis heimsendingarþjónustu af keyptum blómum eða gjafavöru á höfuðborg- arsvæðið eftir kl. 19.00 alla daga, en annars kostar hver sending 700 krón- ur. Sendingarþjónustan er opin frá kl. 08.00 til 22.00, en verslunin er opin frá kl. 11.00 - 21.00 alla daga, nema sunnu- daga, en þá er opið til kl. 19.00. Í “Blóm er list” fæst auk blóma m.a. handgerðir munir úr gleri Í versluninni er margt að sjá og finna, þó rýmið sé ekki stórt. Vel varðveitt leyndarmál á www.4you.is D a l v e g u r 4 T j a r n a r v e l l i r 1 5 B ú ð a k ó r 1 H a m r a b o r g 1 4 a S k i p h o l t i 7 0 H ö f ð a b a k k a 1 N e s v e g i 1 0 0 S u n d l a u g a v e g i 1 2 H á a l e i t i s b r a u t 5 8 – 6 0 Æ g i s b r a u t 2 9 , A k r a n e s i D a l v e g u r 4 T j a r n a r v e l l i r 1 5 B ú ð a k ó r 1 G r e n s á s v e g i 4 8 Bjóðum ykkur velkomin í nýja sælkeraverslun okkar að Dalvegi 4 Ný upplifun Fjölbreytt úrval af gæða kjöti og fisk á grillið. Láttu matreiðslumenn okkar aðstoða þig við valið á helgarsteikinni. Gómsætir sjávarréttagrillpinnar T-bonesteik að hætti Gallerí Kjöts Vi ð l e g g j u m m i k i n n m e t n a ð í a ð b j ó ð a þ é r a ð e i n s u p p á f y r s t a f l o k k s h rá e f n i o g t i l b ú n a ré t t i . E i n n i g b j ó ð u m v i ð u p p á ú r va l a f s ó s u m o g ö ð r u g æ ð a m e ð l æ t i . verslanir Fiskisögu verslanir Gallerí Kjöts Ljúffengir nautagrillpinnar Ævintýralegar sælkerabúðir Kaupi hljómplötur (LP) helst Jazz. Annað kemur til greina. Ingvar sími: 699 3014 & 534 9648.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.