Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 20

Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 20
Í dag, föstudag, opnar Flügger sína áttundu verslun hérlendis undir nafninu Flügger litir. Nýja verslunin er staðsett í glæsilegri nýbyggingu að Ögurhvarfi 2 í austurhluta Kópavogs og er um 250 m2 að flatarmáli. Flügger litir er sérverslun með málningu og málningarvörur auk veggfóðurs sem býður upp á alhliða þjónustu og ráðgjöf yfir allt er lítur að málningu og máln- ingarvinnu. Í nýju versluninni við Ögurhvarf verður sérstaklega mik- ið úrval af veggfóðri í sérstakri veggfóðursdeild. Starfsfólk Flüg- ger lita býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og geta því veitt við- skiptavinum góð ráð við efnismeð- höndlun, litaval og hvaðeina sem hafa þarf í huga þegar málað er. Halldór Olgeirsson, verslunar- stjóri, segir að Flügger leggi áher- slu á að velja og nota í framleiðslu sína eins umhverfisvæn hráefni og völ er á hverju sinni, þ.e. hrá- efni sem hafa lágmarks áhrif á notandann og umhverfið. Einnig leggi fyrirtækið sérstaka áherslu á það að bjóða upp á vatnsþynn- anleg málningarefni í stað leysi- efnaþynntra efna með það að leið- arljósi að gæði og ending standist samanburð milli þessara tveggja tegunda. Í dag verður gestum boð- ið að gæða sér að grillpylsum, ávaxtasafa og kaffi og sérstök til- boð verða í gangi, s.s. tréolía í 3ja lítra dós og 3 lítrar af Flügger 97 þekjandi viðarvörn, hvoru tveg- gja á aðeins 1.990 krónur. Nú eru reknar 8 Flügger versl- anir undir nafninu Flügger litir á Íslandi; þrjár í Reykjavík, tvær í Kópavogi og svo eru verslanir á Akureyri, í Keflavík og í Hafnar- firði. 12 Kópavogsblaðið JÚNÍ 2007 Á Kópavogsdögum bauð Leik- skólinn Kópahvoll foreldrum og öðrum gestum í leikskólann þar sem kynnt voru þemaverkefni vetrarins, krakkarnir sem fara í grunnskóla í haust voru “útskrifað- ir,” börnin sungu fyrir viðstadda. Þemaverkefni vetrarins voru álfar og tröll og höfðu krakkarnir búið til sína álfasteina í holtinu austan við skólann, mjög skemmtilega gert. Einnig mátti þar finna hella með tröllum og forynjum og fleira skemmtilegt. Leikskólinn Kópahvoll er við Bjarnhólastíg og stendur á hæð rétt við Víghólinn sem er friðað svæði. Leikskólinn Kópahvoll var opnaður 11. maí 1970 og var hann fyrsti leikskólinn í Kópavogi sem byggður er sem slíkur. Byggð var ný álma við leikskólann 1993, síðan var safnaðarheimili Digra- nessóknar breytt í leikskóladeild 1995. Í dag eru fjórar deildir við skólann; Krummadeild, Spóadeild, Lóudeild og Ugludeild. Börnin á leikskólanum eru á aldrinum 1 árs til 5ára. Einkunnarorð skólans eru: Menning - List - Lífsleikni. Leikskólastjóri er Þóra Júlía Gunnarsdóttir. Álfar á Kópahvoli Sungið fyrir viðstadda í búningum. Flügger litir opna í Ögurhvarfi Nýja verslunin í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi. Lenka Mátéová ráðinn organisti Kópavogskirkju Nýverið var gengið frá ráðn- ingu organista í 100% starf við Kópavogskirkju og var Lenka Mátéová, Skólagerði 7 Kópa- vogi, ráðinn í starfið. Lenka hef- ur störf í ágústmánuði nk. ����������� �������������������� ��������������������� ����� ������ �� �����������

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.