Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 4

Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 4
4 Kópavogsblaðið JÚNÍ 2007 Listamaður Kópavogs 2007 fer í langar hestaferðir á sumrin Baltasar Samper fæddist 9. janúar árið 1938 í Barcelona á Spáni. Baltasar hefur verið búsettur frá 1963 á Íslandi og þar af síðustu fjörtíu og tvö árin í Kópavogi. Hann er giftur Kristjönu Samper listakonu. Baltasar er löngu orðinn þjóð- kunnugur fyrir list sína og prýða listaverk hans hinar ýmsu kirkj- ur og kapellur, stofnanir, söfn og einkaheimili. Baltasar hefur víðtæka listmenntun og hefur haldið um fjörtíu einkasýningar víðsvegar um heiminn. Í mynd- verkum sínum vinnur hann með blandaða tækni. Aðalviðfangs- efni hans á u.þ.b. tuttugu og fimm ára tímabili hefur verið hin norræna goðafræði, andlits- myndir og að vinna myndir úr heimi hestsins. Baltasar Samper og kona hans, Kristjana, hafa búið á Þinghóls- braut 57 í Kópavogi í áratugi, en fyrst bjuggu þau í Kópavogi í Lundi og leigðu af Geira. Baltasar og Kristjana hófu sinn búskap á Skólavörðustíg í Reykjavík og voru þar í hartnær tvö ár. Þá kynntust þau Friðriku, dóttur Geirs í Lundi, og Leifi Þorsteins- syni, og þeim var kunnugt um að þeim Baltasar og Kristjönu lang- aði til að flytja úr miðbænum. Þá var Geir nýbúin að innrétta hús í Lundi, sem ennþá stendur, og úr varð að þau hittu Geir í Lundi, og fluttu þangað árið 1965. Það varð upphafið að ævilöngum vin- skap því þau Baltasar og Kristjana segja að Geir hafi nánast ættleitt þau frá upphafi, enda stóðu marg- ir í þeirri trú að Baltasar væri son- ur Geirs, enda báðir döggir yfir- litum! Útreiðatúrar á Nýbýlaveginum Baltasar og Kristjana segjast hafa verið í mjög góðu yfirlæti í Lundi í 7 ár, eða þar til þau keyp- tu húsið að Þinghólsbraut 57, þar sem þau búa nú. “Það var hins vegar algjör draumur að vera þarna í Lundi. Þar var hesthús sem við höfðum aðgang að enda Lundur bónda- bær á þessum tíma. Þaðan var hægt að ríða upp Fossvogsdal- inn alla leið upp í Fák og daglega var Nýbýlavegurinn riðinn til að þjálfa hestana, enda var Nýbýla- vegurinn þá moldargata og sand- gryfjur víða til að hleypa í.” Eftir þessi ár í Lundi fór Baltas- ar að hugsa til þess að opna vinnu- stofu þó þau hefðu einnig leigt húsnæði undir vinnustofu í Lundi. Þau voru byrjuð að láta teikna fyrir sig íbúðarhús og vinnustofu á jörðinni Bakka á Kjalarnesi, þar sem kvikmyndin “Síðasti bærinn í dalnum” var tekin upp. Baltasar segir að Kristjana hafi verið búin að banna sér að leita í auglýsing- um að öðrum stað eða húsnæði. “En einn daginn var ég að skoða Morgunblaðið og sé auglýst hús til sölu á sjávarlóð við Þinghóls- braut í Kópavogi, og fékk Krist- jönu til að kíkja á það með mér. Þetta var 2.000 fermetra sumar- húsalóð og á lóðinni var hús sem hafði mikinn sjarma. Við vorum mjög ánægð með að það þurfti að gera mikið fyrir húsið, þá gátum við breytt því að okkar vilja og smekk. En þetta var ekkert ódýrt, heldur mjög dýrt. Við vorum í sælu að fá að kaupa þetta hús, sem við ennþá búum í, en auðvitað eftir miklar endur- bætur og breytingar. Við sáum strax að hér var hægt að byggja vinnustofu, hér vildum við eiga heima, en við fórum hins vegar með hestana upp í hesthúsahverfi Gusts þar sem við erum enn með hesthús, en verðum nú að flytja okkur eins og allir aðrir því þar á að byggja stórhýsi,” segja þau Baltasar og Kristjana, og sjá svo sannarlega ekki eftir því að hafa keypt á Þinghólsbrautinni. Barátta um gerð göngustígs Neðan hússins þeirra, á sjávar- kambinum, var lagður göngustíg- ur af Kópavogsbæ, og það átti að vera moltustígur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir, og hef- ur gríðarlega mikill ofaníburður í breikkaðan stíg valdið því m.a. að hann hefur farið alla leið nið- ur í fjöruna, og því er fuglalíf við þessa sjávarlóð við Þinghólsbraut- ina ekki svipur hjá sjón í dag. Þarna var ágætur reiðvegur áður inn eftir strandlengjunni sem þau nýttu sér enda voru þau oft með hesta heima við á Þinghólsbraut- inni á sumrin, og gera það enn! Í dag er hins vegar ekki mögu- legt að fara ríðandi frá Þinghóls- brautinni, m.a. vegna þess að reknir hafa verið niður lágir staur- ar norðan göngustígsins sem að þeirra mati er enginn göngustíg- ur lengur heldur miklu líkari mjó- um akvegi, enda fara stundum um hann mótorhjól eða fjórhjól með tilheyrandi hávaða og trufl- unum, sem bæði truflar menn og skepnur. Í dag flytja þau hestana til og frá í kerru, og hafa bæjaryfirvöld ekki amast við því, þó einstaka sinnum hafi verið kvartað yfir því af fólki á Kársnesinu, þó hestarnir séu ekki þarna nema 2 til 3 vikur að sumarlagi. Það eru þá helst einhverjir hestar sem þurfa ein- hverja aðhlynningu sem eru tima- bundið á Þinghólsbrautinni. Var friðsælla áður fyrr “Þetta var áður friðsæll staður þar sem íbúarnir nutu samver- unnar við náttúruna og dýrin, en nú má m.a. finna hér bílhræ og fleira drasl sem eyðileggur ímynd- ina. Við höfum margoft talað við bæjaryfirvöld og skipulagsyf- irvöld um þetta, en það virðist vera fyrir algjörlega daufum eyr- um. Pólitíkusarnir fara bara sínu fram, hvað sem raular og tautar. Nú á að skipuleggja ný hverfi hér á Kársnesinu, og minnkar dýrð þessa staðar enn meira þegar hér rísa alls konar matsölustaðir, verslanir, iðnaðarstarfsemi o.fl. og umferðin eykst til muna og hér mun þá fara um alls konar fólk. Höfnin er algjör tímaskekkja sem hefur orsakað heilmikla þungaflutninga á vegunum hérna, ekki síst Kársnesbrautinni og við höfum séð að svifrykið er svo mik- ið á Kársnesbrautinni að þar er bókstaflega grátt á venjulegum vinnudegi. Svo getur þessi umferð verið hættuleg þeim börnum sem Listamaður Kópavogs 2007, umkringdur fjölskyldunni á sviði Salarins í Kópavogi. “Við tökum okkur frí á sumrin frá listsköp- un og förum alltaf í margra daga hestaferð, þá fyrstu árið 1972 og öll sumur þar frá þar til í fyrra að ferð féll niður af óviðráðanleg- um ástæðum. Við erum bæði í hestamennsk- unni og höfum séð mikið af landinu á hest- baki, en alls ekki allt. Ferðafélagarnir eru oftast þeir sömu, þetta er mjög skemmtilegur og gefandi félagsskapur.” Kristjana og Baltasar Samper á heimili sínu á Þinghólsbrautinni.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.