Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 18
Smáraskóla var sagt upp í 13.
sinn 5. júní sl. Í skólaslitaræðu
Valgerðar Snæland Jónsdóttur,
skólastjóra, þegar 10. bekking-
ar útskrifuðust, kom fram að sá
árgangur var að ná einna best-
um árangri í allri sögu skólans.
Fjöldi viðurkenninga var veitt-
ur fyrir frammistöðu í einstök-
um námsgreinum, en einnig var
veitt viðurkenning fyrir einstaka
ástundun sem Sigurþór Sigur-
björnsson hlaut og einnig hlaut
Hrannar Karl Guðmundsson
viðurkenningu fyrir einstaka
jákvæðni. Það er alveg frábært
að verðlauna jákvæðni, ekki veit-
ir af í nútíma þjóðfélagi.
Mikil mannaskipti verða í
Smáraskóla í sumar, skólastjórinn
Valgerður Snæland Jónsdóttir fer
í ársleyfi, aðstoðarskólastjórinn
Baldur Pálsson hættir og hverfur
til annara starfa og eins hættir
húsvörðurinn, Örn Sævar Eyjólfs-
son sem hefur fylgt þessum skóla
frá upphafi. Talsvert rót verður
einnig á kennaraliðinu, en um
þriðjungur kennaraliðsins hverf-
ur til annara starfa. Þess sem tek-
ur við skólastjórastöðunni næsta
skólaár bíður því ærið verkefni
strax í sumar.
Nýr skólasöngur
Nýr skólasöngur var kynntur á
útskriftinni. Fyrsta erindi hans er
svohljóðandi:
Ef gengi viljum góðu ná
gagnast oss að næra.
Virðingu’ einnig víðsýni
og viljan til að læra.
10 Kópavogsblaðið JÚNÍ 2007
Arnar Pétursson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsár-
angur og virkni. Hann er hér með Baldri Pálssyni aðstoðarskólastjóra,
sem afhenti honum viðurkenninguna. Fyrir utan mjög góðan árang-
ur í öllum greinum, bæði í skólaprófum og á samræmdum prófum,
hefur Arnar einnig lokið fjórum stærðfræðiáföngum í MK með ein-
kunnirnar 10,00, auk enskuáfanga með frábærum árangri, hlaupið til
sigurs í Smárahlaupinu, og nýlega varð hann Norðurlandameistari í
körfubolta með U-16 landsliði Íslands.
Ruslaskrímslið heitir heitir
umhverfisverkefni sem nemendur
Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa
unnið að í vetur og kynntu í vor
á sal skólans, sem enn er í bygg-
ingu, en stefnt er að taka í notkun
á hausti komanda. Þetta var fyrsta
samkoman á salnum. Auk afhjúp-
unarinnar voru flutt frumsamin
ljóð, sagðar sögur og sungið í við-
eigandi búningum með frumstæð-
um hljóðfærum sem börnin höfðu
sjálf búið til. “Hörðuvallanaglarn-
ir" skemmtu viðstöddum meðan
hljóðfæri þeirra fengu rafmagn,
en þeir félagar eru starfsmenn
Baldurs Jónssonar verktaka sem
er að smíða Hörðuvallaskóla.
Þá fór fram skemmtileg kynn-
ing á gróðri og gróðursetningu í
pottum, en börnunum hefur verið
kennt um gróðurinn og hvað þarf
til þess að hann vaxi og dafni.
Gerðar voru tilraunir á baunum
og búnir til graskarlar úr gömlum
sokkabuxum, tréspæni, grasfræi
o.fl. Karlarnir voru vökvaðir mis-
jafnlega mikið og og von bráðar
fór gras að spretta úr hausum karl-
anna, þó eðlilega mismikið, sumir
eðlilega, aðrir voru að skrælna
en sumir að drukkna. Skólastjóri
Hörðuvallaskóla er Helgi Halldórs-
son.
Ruslaskrímsli nemenda
Hörðuvallaskóla er frá-
bært umhverfisverkefni
Ruslaskrímsli nemenda Hörðuvallaskóla nærist á illri umgengni mann-
anna. Ef þeir bæta umgengni sína veslast skrímslið upp og hverfur.
Gerð skrímslisins er liður í umhverfisfræðslu nemenda skólans, en
skólinn tók til starfa á liðnu hausti og eru í honum nemendur í 1.- 4.
bekk. Skólahúsið er enn í byggingu en stefnt er að því að á næstu
árum í skólanum verði kennt í 1.-10. bekk grunnskóla.
Smáraskóli veitti margar
“öðruvísi” viðurkenningar við
brautskráningu 10. bekkinga
Þau láta af störfum í Smáraskóla, Valgerður Snæland Jónsdóttir,
skólastjóri, Örn Sævar Eyjólfsson, húsvörður og Baldur Pálsson,
aðstoðarskólastjóri. Samstarfsmenn þeirra afhentu þeim gjafir að
skilnaði.