Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Blaðsíða 11
Vikublað 27.–29. janúar 2015 Fréttir 11 Undantekning eða regla? Framgangan skaðaði stjórnsýsluna M ér finnst þetta mál ekki síst merkilegt í ljósi þeirra umræðna sem hafa verið um siðaregl- ur frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Ein lykilspurning í þessu máli er sú hvort virkar siðareglur hefðu skipt máli. Eins og fram kemur í áliti umboðsmanns leit hann svo á að þar sem forsætisráð- herra hafði ekki staðfest siðareglur fyrir ráðherra, hafi hann ekki getað byggt álit sitt á slíkum reglum, jafnvel þó að forsætisráðherra hafi seint og um síðir sagst líta svo á að hvað sem liði staðfestingu hans væru þær í gildi. Þetta er þó í raun aukaatriði. Siðareglur, virkar eða óvirkar, byggjast alltaf á þeirri forsendu að þeir sem þurfa að lúta þeim vilji leysa sín verk sem best og réttast af hendi. Ef svo hefði ver- ið um innanríkisráðherra hefði hún að sjálfsögðu get- að nýtt sér siðareglur ráðherra, gildar eða ógildar. Ef samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórn- sýsluna hefði verið starfandi hefði nú líka getað leitað ráða hjá henni, en eitt hlutverk nefndarinnar var að gefa starfsmönnum stjórnsýslunnar og ráðherrum ráð þegar þeir stæðu frammi fyrir siðferðilegum álitamálum. Forsætisráðherra kaus hins vegar að skipa nefndina ekki eftir að hann tók við embætti og nú hef- ur verið lagt fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að hún verði lögð niður. Vandinn við þetta mál nú er hins vegar sá, að ekki verður annað séð af áliti umboðsmanns, en að inn- anríkisráðherra hafi í raun misbeitt valdi sínu vitandi vits. Það er dálítið alvarlegra mál heldur en þegar fólki verða á mistök, tekur skakkan pól í hæðina, skortir reynslu eða dómgreind til að leggja rétt mat á aðstæð- ur, ráðgast ekki við samstarfsfólk eða reynda starfs- menn og svo framvegis. Afskipti Innanríkisráðherra af málinu virðast hafa verið með þeim hætti að hún hafi talið sig vera í aðstöðu til þess að beita embættismenn þrýstingi, hafa áhrif á meðferð máls með hótunum og dylgjum – í stuttu máli, það gefur vísbendingu um miklu alvarlegri spillingu í okkar pólitíska lífi heldur en dæmi eru um að hafi ver- ið afhjúpuð með jafn afgerandi hætti og nú hefur gerst. Siðareglur skipta litlu máli ef spilling hefur ver- ið látin óáreitt. Við slíkar aðstæður þarf að taka miklu fastar á málum en hægt er að gera með setningu siða- reglna. Stóra spurningin þegar þetta mál hefur verið til lykta leitt er í rauninni sú hvort hér sé um að ræða einstakt óvenjulegt tilfelli eða hvort það óvenjulega í málinu er afhjúpunin. Er Hanna Birna hinn dæmig- erði íslenski ráðherra – eða er hún undantekning? M ér sýnist þetta mál vera dæmi um það hve illa getur farið þegar saman fer dómgreindarbrestur og samþjapp- að mikið pólitískt vald hjá einum og sama einstaklingi. Atburðarásin sem við höf- um fylgst með og umboðsmaður Alþingis hef- ur gert grein fyrir að hluta og sagt sitt álit á er dæmi um það sem getur gerst þegar ráðherr- ar skilja hvorki stöðu sína né vitjunartíma. Í þessu tilviki þekkir ráðherrann hvað felst í hinu pólitíska valdi, en hann virðist alls ekki gera sér grein fyrir því hvað felst í pólitísku ábyrgðinni. Afleiðingin er að eftirleikurinn af sjálfu lekamálinu, þá einkum þáttur ráðherrans, hefur valdið meiri skaða í stjórnsýslunni en lekamálið sjálft. Lærdómurinn sem menn þurfa að draga af þessu er sá, að það að víkja við svona aðstæð- ur eins og upp komu strax í kjölfar lekans þýð- ir ekki að menn hafi játað sekt, heldur er það aðferð við að taka pólitíska ábyrgð á stjórn- sýslunni og varna því að stjórnsýslan, starfs- menn hennar og starfsemi, lendi ekki í skotlínu pólitískra átaka. Þegar ráðherrann, sem var á vakt- inni þegar lekinn átti sér stað, neitar að fara af vettvangi meðan á rannsókn málsins stendur, gerir hann stjórnsýsl- una sem undir hann heyrir að skotskífu. Þar eru starfsmenn sem geta ekki ann- að en hlýtt kalli og fyrirmælum ráðherra sökum þess valds sem ráðherra hef- ur yfir starfsmönnum stjórnsýslunn- ar. Sú skýring að henni hefði borið að víkja af því að undirmaður rannsakaði yfirmann er gild en gengur of skammt. Kæmi svona mál upp í menntamála- ráðuneytinu þyrfti ráðherra ekki að víkja samkvæmt þeirri reglu einni. Málið er víðtækara og þarf að ná til þeirrar ábyrgð- ar ráðherranna að gera ekki stjórnsýsluna að skotskífu. Enginn er fullkominn, jafnvel ekki þótt hann hafi náð svo langt að verða ráðherra. Þess vegna höfum við opinbera stjórnsýslu þar sem faglega valinn maður þarf að vera í hverju rúmi, og við höfum lög sem heimila ráðherrum að ráða sér ráðgjafa, bæði póli- tíska ráðgjafa og sérfræðilega ráðgjafa. Það sem vekur athygli hér er að allt þetta kerfi virð- ist hafa brugðist. Enginn virtist hafa getað veitt ráðherranum þann stuðning, ráð eða aðhald sem hefði getað komið í veg fyrir þetta feigðarflan. Það sem virkaði í þessari sögu var tvímælalaust fjölmiðill sem hafði þor, úthald og hæfni til að afla upplýsinga, miðla þeim og halda athygli á málinu og því sambandinu við. Þetta á við um stofnanir á borð við Ríkissaksóknara og umboðsmann Alþingis og þáverandi lög- reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem skildi málið í heild sinni og stöðu sína gagnvart því. Eftir stendur að fyrrverandi innan- ríkisráðherra biðji þjóðina afsökunar og gangist við pólitískri ábyrgð sinni á öllu þessu máli. Hún þarf að ítreka að rétt hefði verið að hún viki úr embætti ráðherra meðan á rannsókn málsins stóð. Þetta ætti ráð- herrann fyrrverandi að gera með afgerandi og yfirlýstum hætti öðrum stjórnmálamönnum til varnaðar og eftirbreytni. Með slíkri yfirlýsingu myndi Hanna Birna sjálf setja leikreglum ís- lenskra stjórnmála söguleg viðmið.“ Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ Þ að mikilvægasta í tengslum við þetta mál er að upphaf þess má rekja til almennings. Það er almenningur sem rek- ur augun í það að ráðherrann hafi mögulega brotið lög. Fyrstu skref- in í þessu eru stigin í þættinum Harmageddon 20. nóvemer 2013 þegar haft er viðtal við Evelyn Glory Joseph og Hauk Hilmarsson um málið,“ segir Guðmundur Ólafsson, lektor við Háskólann á Bifröst. Í viðtalinu, sem Guðmundur vísar til, sagði Haukur að ef Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra væri ábyrg fyrir leka úr ráðu- neytinu ætti hún að segja af sér. Haukur var einn þeirra sem stóð fyrir mótmælum vegna brottvísun- ar Tonys Omos úr landi. Þennan sama dag kom í fyrsta skipti fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins að Tony hefði beitt Evelyn þrýstingi til þess að segja að hann væri faðir barns- ins hennar. Slíku vísaði Evelyn á bug. Í fréttinni kom einnig fram að Tony væri grunaður um aðild að mansalsmáli en sætti ekki lengur rannsókn vegna þess. Skilja mátti að það hefði verið ein af ástæðunum fyrir því að hægt væri að vísa hon- um úr landi, en það hefði ekki verið hægt ef hann hefði haft stöðu grunaðs manns. Guðmundur segir að blaðamenn DV hafi tek- ið upp þennan þráð. „Þeir fylgdu þessu eftir sem leiddi að lokum til þess að ráð- herrann varð að segja af sér. Þetta er mikilvægast. Hér gerðist það að Sjálfstæðis- flokkurinn gat ekki skotið vörnum fyrir sinn ráðherra eins og yfirleitt er gert í svona málum. Þetta merkir einfaldlega að flokksræðið á Íslandi hefur orðið fyrir höggi. Að öðru leyti er þetta dapurlegt og kannski ekki mikið um það að segja. En stjórnmálaflokkarnir geta ekki búist við því hér eftir að þeir geti hylmt yfir lögbrot stjórnmálamanna sinna, hvort sem það eru þingmenn eða ráðherrar. Hið mikilvæga er að almenningur náði rétti sínum gagn- vart flokksræðinu. Flokksræðið hef- ur venjulega skotið skildi fyrir sitt fólk. Það er greinilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði að reyna það með því að lýsa því yfir að þeir treystu þessum stjórnmálamanni. En það skipti bara engu máli. Ég vona að þetta leiði til breytinga á þessu sov- éska kerfi sem verið hefur hér á Ís- landi þar sem stjórnmálamenn hafa komist upp með nánast hvað sem er. Auðvitað stóðu þeir Stefán Ei- ríksson, fyrrverandi lögreglustjóri og umboðsmaður Alþingis, sig mjög vel og létu ekki valdið kúga sig í störfum. Það er eftirtektarvert.“ Þungt högg fyrir flokksræðið Guðmundur ólafsson, lektor við Háskólann á Bifröst Brot á lagareglum og valdníðsla E ftir nákvæman lestur á þessu ítarlega áliti um- boðsmanns Alþingis tel ég í fyrsta lagi að í því felist að þáverandi innanríkisráð- herra hafi orðið uppvís að alvar- legri valdníðslu, ítrekuðum brot- um á margháttuðum lagareglum og grófum tilraunum til þess að hindra framgang réttvísinn- ar sem í ensku lagamáli er nefnt ‘obstruction of justice’. Ég tel að ráðherra hefði þegar í upphafi átt að segja af sér eða taka sér að minnsta kosti leyfi tímabundið. Úr því að það var ekki gert taldi ég óhæfu að lög- reglustjóri, sem skipaður var tímabundið af sama ráðherra og til rannsóknar var, skyldi ekki víkja sæti og sérstakur lögreglu- stjóri ad hoc settur í hans stað. Úr þessu þarf að bæta ef svo ólíklega fer að annað eins komi upp að nýju. Í öðru lagi finnst mér athyglisvert lagalega hvað umboðsmaður Alþingis virð- ist í þessu máli leggja mikið upp úr játningu fyrrverandi ráð- herra á misgjörðum sínum sem í álitinu eru taldar mjög alvar- legar; svo virðist nánast sem iðr- un ráðherra hafi haft þau áhrif að mildari leið var farin af hálfu umboðsmanns Alþingis með því að gefa álit í stað þess að gefa Al- þingi í fyrsta skipti skýrslu um hugsanleg afbrot í ráðherraemb- ætti. Slík skýrsla hefði væntan- lega getað leitt til Landsdóms- máls. Nú er spurning hvort það hefur einhver áhrif að ráðherra virðist samkvæmt fréttum um helgina hafa dregið játningu sína að einhverju leyti til baka. Í þriðja lagi sakna ég þess að í álitinu er ekki vikið að ákvæði sem sett var í lög fyrir fimm árum þess efnis að óheimilt sé að láta starfsmann gjalda þess að hann greini viðeigandi aðilum frá lögbrotum eða brotum á siða- reglum sem hann hefur orðið áskynja um í starfi. Í fjórða lagi þykir mér mikil- vægt að litið verði til þess bréfs sem umboðsmaður Alþing- is sendi samhliða álitinu til for- sætisráðherra en þar kemur annars vegar fram að engar siða- reglur séu í gildi fyrir ráðherra á Íslandi og hins vegar að inn- anríkisráðherra var ekki gagn- rýndur fyrir formleysi og skort á skráningu samskipta í leka- málinu þar sem þau mál eru al- mennt – enn og aftur – í ólestri hjá Stjórnarráðinu. Ég hef ekki séð fréttaumfjöllun um þetta. Loks tel ég ástæðu til þess að vekja athygli á þeirri afstöðu um- boðsmanns Alþingis í þessu bréfi til forsætisráðherra að ‘spindokt- or'-hlutverk aðstoðarmanna ráðherra sé hæpið að óbreyttum lögum.“ Gísli Tryggvason lögfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.