Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Blaðsíða 28
28 Lífsstíll Vikublað 27.–29. janúar 2015 EinkEnni þung- lyndis oft óljós þ unglyndi getur verið mjög lævís sjúkdómur og fólk get- ur þjáðst af honum án þess að gera sér grein fyrir því. Margir tengja sjúkdóminn beint við sjálfsvígshugsanir eða mikla depurð, en það eru ekki endilega helstu einkenni hans, þó að vissu- lega séu þau mjög alvarleg. Einkenn- in eru svo mörg og mismunandi að oft áttar fólk sig ekki á að þunglyndi er orsakavaldurinn. Oft er það fólkið í kringum þann þunglynda sem áttar sig á að ekki er allt með felldu, en nær ekki endilega að festa fingur á hvað er að. Börn og maki þessi þunglynda verða því gjarnan ráðvillt og vansæl yfir aðstæðum og átta sig ekki á því hvers vegna sá veiki breytir um ham. Þetta getur orðið til þess að aðstand- endur fara að draga sig í hlé frá hinum þunglynda, en þó með kvíða og sekt- arkennd yfir því að geta ekki hjálpað. Stundum er erfitt að greina þung- lyndi frá venjulegri óánægu, viðbrögð- um við missi og sorg eða kreppu í einkalífinu. Það getur því komið fólki í opna skjöldu þegar það leitar til lækn- is, til dæmis vegna viðvarandi þreytu, minnisleysis eða athyglisskorts að í ljós kemur að það þjáist af þung- lyndi. En greiningin fæst yfirleitt eftir að læknirinn hefur farið yfir ítarlegan spurningalista með sjúklingnum. Á Íslandi þjást tólf til fimmtán þús- und manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þrátt fyrir að þunglyndi sé svo algengt gerir fólk sér oft litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft misskilnings. Þunglyndi er ekki merki um dugleysi eða vanmátt, það er sjúkdómur sem nauðsynlegt er að meðhöndla á réttan hátt. Rétt grein- ing á sjúkdómnum er því mikilvæg. Hér eru nokkur einkenni sem eru lýsandi fyrir þunglyndi. Depurð Depurð er vissulega augljósasta ein- kenni þunglyndis. Hún er oft verst á morgnana og gerir það að verkum að fólk á erfitt með að hafa sig fram úr rúminu. Þunglyndir einstaklingar eru gjarnan með lítið sjálfsálit og finnst þeir einskis verðir. Einstaklingar sem þjást af þunglyndi án þess að gera sér grein fyr- ir því eru oft dómharðir í eigin garð og gagnrýnir á verk sín. Þeim virðist mis- takast allt sem þeir taka sér fyrir hendur og kenna sjálfum sér alltaf um ef illa fer. Áhugaleysi og skortur á gleði Þetta er einnig algengt einkenni þung- lyndis. Þegar einstaklingar hætta að njóta þess að gera eitthvað sem þeir hafa alltaf notið og haft gaman af. Það getur jafnvel orðið kvöð að gera hluti sem ættu að vera ánægjulegir. Einstak- lingar sem þjást af þunglyndi finnst heimurinn gjarnan litlaus og flatur og hlakka ekki til að gera neitt. Þeir sækj- ast lítið eftir félagsskap annarra og halda sig gjarnan heima við. Lítil matarlyst Breytingar á matarlyst geta verið ein- kenni þunglyndis. Sumir sem þjást af þunglyndi fara að borða meira en venjulega. Fara út í það sem á ensku er kallað „comfort eating“. Þá borðar fólk til að reyna að sefa sársauka eða vanlíðan. Algengara er þó að þung- lyndir einstaklingar hafi litla matar- lyst. Þeir missa hálfpartinn löngun til að borða og uppáhaldsmaturinn hættir jafnvel að vera spennandi. Minni kynhvöt Þunglyndi getur dregið úr kynhvöt og áhuga einstaklinga á samskiptum við hitt kynið, jafnvel við maka sinn. Það verður allt hálf tilgangs- laust, kynlífið þar á meðal. Á þessu getur þó einnig verið líffræðileg skýring því þunglyndi tengist stund- um hormónabreytingum, sem geta dregið úr kynhvöt. Svefnleysi og síþreyta Margir sem þjást af þunglyndi kvarta yfir breytingum á svefnmynstri. Sum- ir detta í það að sofa mjög mikið og nota það til að deyfa sársaukann sem þeir upplifa í vöku. En mun algengara er að þunglyndir einstaklingar þjá- ist af svefnleysi. Þeir eiga erfitt með að festa svefn, vakna gjarnan á nótt- unni og eiga erfitt með að sofna aftur. Slíkt ástand veldur óhjákvæmilega síþreytu. Óútskýrðir verkir Þegar einstaklingar þjást af þunglyndi getur það ýtt undir viðvarandi verki hér og þar um líkamann sem eiga sér engar ljósar skýringar og hverfa ekki við meðhöndlun. En sálarástand fólks hefur mikið um það að segja hvernig það bregst við líkamlegum sársauka. Minnisleysi Þunglyndi getur valdið því að einstak- lingar fara að upplifa minnisleysi. Það verður erfiðara fyrir þá að kalla fram upplýsingar í huganum sem þeir ættu að vera með á hreinu. Þeir hætta að ná almennilega utan um hugsanir sínar og því verður erfiðara að koma þeim frá sér. Að leysa einföldustu ver- kefni getur því orðið óyfirstíganlegt. Ákvarðanafælni Margir þunglyndir einstaklingar upplifa það að eiga erfitt með að taka ákvarðan- ir, jafnvel þó að þær séu einfaldar. Fólk er sannfært um að ákvörðunin verði röng og að það sjái eftir henni. n n þjáist þú af óútskýrðum og viðvarandi líkamlegum einkennum? n taktu þunglyndisprófið Vellíðunarkvarði Undanfarnar tvær vikur Alltaf Oftast Rúmlega helming tímans Tæplega helming tímans Öðru hvoru Aldrei 1. Var ég glaður/glöð og í góðu skapi. 5 4 3 2 1 0 2. Var ég róleg(ur) og afslappaður/afslöppuð. 5 4 3 2 1 0 3. Var ég full(ur) af orku og krafti. 5 4 3 2 1 0 4. Leið mér vel og var úthvíld(ur) þegar ég vaknaði. 5 4 3 2 1 0 5. Var margt áhugavert að gerast á hverjum degi. 5 4 3 2 1 0 Eftirfarandi staðhæfingar snúast um andlega líðan þína síðustu tvær vikur. Merktu við þá staðhæfingu sem þér finnst eiga best við um líðan þína undanfarnar tvær vikur. Dæmi: Hafir þú verið í góðu skapi meira en helming tímans undanfarnar tvær vikur þá setur þú hring utan um töluna í þriðja reit frá vinstri talið. Leggðu saman tölurnar í þeim reitum sem þú merktir við. Gildin eru á bilinu 0–25. Því hærri sem stigatalan er því betri er líðanin. Sé samanlagður stigafjöldi þinn undir 13 skaltu ræða við lækni þinn um það hvort þú kunnir að vera þunglynd(ur). Heildarstigafjöldi: KvARðinn (WHO - 5) eR gefinn úT Af ALþjÓðAHeiLbRigðiSSTOfnUninni Nokkrar staðreyndir um þunglyndi n Þunglyndi er einn þyngsti og dýrasti sjúkdómurinn á heimsvísu, jafnt í háþróuðum löndum sem í þróunarlöndum. n Þunglyndi er algengur sjúkdómur; 15 til 25 prósent einstaklinga geta búist við því að verða þunglyndir einhvern tíma á ævinni. n Þunglyndi byrjar snemma á ævinni, mjög oft á bilinu 18 til 30 ára. n Þunglyndi tengist mjög oft kvíðaröskunum og áfengissýki. n Þunglyndi fylgir oft langvinnum líkamlegum sjúkdómum. n Þunglyndi birtist stundum sem safn líkamlegra einkenna. n Þunglyndi er oft flókið í greiningu, ekki síst vegna þess að einstaklingurinn sjálfur áttar sig oft ekki á því að vanlíðan hans og andlegt og líkamlegt þróttleysi geti verið af völdum þunglyndis. n Þegar vandað er til greiningar og meðferðar er árangur síst lakari en hvað aðra algenga sjúkdóma varðar. UppLýSingAR fegnAR Af vef LAnDLæKniSeMbæTTiSinS: LAnDLAeKniR.iS Fáðu hjálp n Á heilsugæslustöðvum n Á bráðamóttöku geðdeilda n Hjá sérfræðingum um geðheilsu, t.d. geðlæknum, sálfræðingum eða geðhjúkrunarfræðingum n Hjá námsráðgjöfum, prestum eða félagsráðgjöfum n Hjá Fjölskyldumiðstöð; þar er hægt að fá viðtöl fyrir foreldra með börn í vanda n Ekki má hér gleyma því að mikilvægt er að ræða um vanlíðan sína við nána ættingja og vini UppLýSingAR fengnAR Af vef LAnDLæKniSeMbæTTiSinS Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Bara óhress? - eða gæti það verið þunglyndi? já nei* 2. 7. svart. 8. Á morgnana er allt verst. Stundum erfitt að greina Einkenni þung- lyndis eru svo mörg og mismunandi að fólk gerir sér ekki endilega grein fyrir því að þunglyndi er orsakavaldurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.