Málfregnir - 01.11.1987, Síða 3

Málfregnir - 01.11.1987, Síða 3
Umritun nafna úr rússnesku íslensk málnefnd hefir beitt sér fyrir samningu reglna um það hvernig staf- setja skuli rússnesk nöfn í íslensku rit- máli, og er þá einkum höfð í huga þörf fjölmiðla fyrir slíkar reglur. Rússneska er rituð svo nefndu kyrillísku letri, en ekki latínustöfum eins og tíðkast á Vesturlöndum. Rússnesk nöfn berast hingað oftast í enskri umritun, svo að vandi íslendings er þá að umrita úr ensku. En rússnesk nöfn geta borist eftir fleiri leiðum, t.d. milliliðalaust. Blaða- menn og aðrir sem skrifa á íslensku þurfa að hafa aðgang að leiðbeiningum (t.d. í töfluformi) um hvernig stafsetja skuli handa íslenskum lesendum til þess að tryggja sem best samræmi í rithætti. Slíkar leiðbeiningar eða samræmingar- reglur hefir vantað hér á landi, og úr því vildi málnefndin reyna að bæta. Nefnd- inni er ljóst að sumt hlýtur að orka tví- mælis í þessari tilraun til að koma festu á í umritun rússneskra nafna. Nefndin hefir þó leitast við að standa svo að þessum málum að sem allra víðtækust samstaða gæti náðst þegar í upphafi. Því hefir verið haft samráð við marga menn, bæði úr röðum blaðamanna og slafnesku- fræðinga, sem hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og þannig í raun hrundið því af stað, þótt íslensk málnefnd hafi tekið hina formlegu forystu. Hér á eftir verður rakið hvernig að hefir verið staðið og hver árangurinn hefir orðið. Loks eru birtar töflur sem sýna ýmis algeng nöfn og rithátt þeirra á nokkrum tungumálum. Þar má sjá hvernig íslenskur búningur þeirra verður ef hinum nýju umritunarreglum er beitt. Umritunamefnd 1. Tildrög Vorið 1983 barst íslenskri málnefnd bréf (dags. 8. apríl 1983) frá Helga Haralds- syni, lektor í slafneskum málum í Óslóar- háskóla. Helgi hefir um árabil unnið að rússnesk-íslenskri orðabók og kvaðst hafa áhuga á að koma á framfæri hug- leiðingum og niðurstöðum um umritun rússneskra manna- og staðanafna með latínuletri. Á fundi málnefndar 22. júní 1983 taldi nefndin æskilegt að fá að sjá þessar hugmyndir. í desember 1984 barst nefndinni grein- argerð Helga um þetta efni, „Um ís- lenskan rithátt slafneskra - einkum rúss- neskra - orða“, 16 vélritaðar síður. Greinargerðin var rædd á fundi nefndar- innar 10. janúar 1984, og taldi nefndin þarft að fá umritunarreglur af þessu tagi. Einum nefndarmanna, Kristjáni Árna- syni, var falið að kynna sér greinargerð Helga Haraldssonar fyrir næsta fund og leggja fram athugasemdir. Þetta mál var svo til umræðu á fundi málnefndarinnar 14. febrúar 1984 ásamt athugasemdum Kristjáns. Nefndarmenn voru sammála um að allmikið verk væri að ganga frá reglum um íslenskan rithátt slafneskra orða, en hafa mætti stuðning 3

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.