Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 4
af sams konar verki sem áður hefir verið
unnið a Norðurlöndum, sbr. Ryska
namn, sem Námnden för svensk sprák-
várd gaf út 1970. Sú hugmynd kom fram
að ráða sérstakan mann til að vinna þetta
verk í samráði við Helga Haraldsson.
Var formanni falið að athuga það mál og
jafnframt að hafa samband við ýmsar
stofnanir sem kynnu að hafa áhuga á
þessu viðfangsefni og vildu jafnvel leggja
í kosínað við það. - Ekki bar þetta
árangur í bili.
Næst ber það til að Árni Böðvarsson.
málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins,
skrifar málnefndinni 2. maí 1986 og
sendir með bréfi sínu tillögur um rithátt
óþýddra erlendra nafna í íslensku ásamt
greinargerð. Árni óskar eftir því að mál-
nefndin taki þessar tillögur til gagn-
rýnnar athugunar. íslensk málstöð var þá
tekin til starfa, og um þessar mundir
hafði Sigurður Konráðsson mál-
fræðingur verið ráðinn þangað í nýja
stöðu. Málstöðinni var því falið á nefnd-
arfundi 13. maí 1986 að kynna sér þessar
tillögur Árna með hliðsjón af fyrr-
nefndum hugmyndum Helga Haralds-
sonar og leggja niðurstöður þeirrar
athugunar fyrir málnefndina.
Á fundi málnefndar 14. október 1986
kom málið aftur til umræðu. Sigurður
Konráðsson hafði gert samanburð á til-
lögum Árna Böðvarssonar og Helga
Haraldssonar, og voru þær athuganir
(dags. 10. október) lagðarfram á fundin-
um. Enn fremur lagði formaður fram
hugleiðingar sínar, „Umritun rússneskra
nafna“ (dags. 10. október). Loks var til
umræðu á fundinum bréf frá Helga
Haraldssyni í Ósló, dags. 30. september
1986, ásamt fylgiskjölum. Vonir stóðu til
að orðabók Helga, Rússnesk-íslensk
orðabók. kæmi út eftir tvö ár. Vélritun
handrits var þá lokið, og gengið hafði
verið frá umritun rússneskra nafna. Bréf-
ritari taldi afar óheppilegt að umritun
hennar bryti í bága við almennar reglur
og leitaði álits málnefndar á því máli.
Ályktun nefndarinnar var sú að hún
hefði ekki ástæðu til að gera athuga-
semdir við umritun Helga Haraldssonar
þar sem opinberar reglur um þetta efni
hefðu ekki enn verið teknar saman og
gefnar út.
Fáeinum vikum síðar birtist grein í
Pjóðviljanum (6. nóvember 1986) eftir
ungan slafneskufræðing, Árna Þór Sig-
urösson, um umritun rússneskra nafna
og nauðsyn samræmingar. Á fundi mál-
nefndar 11. nóvember vakti formaður
nefndarinnar athygli á greininni og varp-
aði fram þeirri luigmynd hvort mál-
nefndin ætti ekki aö koma á laggirnar
nefnd undir formennsku Sigurðar Kon-
ráðssonar til að reyna að ná sem víð-
tækustu samkomulagi um umritunar-
reglur rússneskra nafna. Reynt yrði að fá
í nefndina þrjá fulltrúa frá fjölmiðlum
(blöðum og Ríkisútvarpinu) og einn
slafneskumenntaðan málfræðing. Hug-
myndinni var vel tekið og formanni falið
að fylgja henni eftir.
Á næsta fundi málnefndar, 9. des-
ember 1986, skýröi formaður frá undir-
búningi að stofnun nefndar til að fjalla
um þetta mál, og vantaði þá aðeins einn
mann í fimm manna nefnd. í fundargerð
er skýrt frá bréfaskiptum við Árna Þór
Sigurðsson og tveimur bréfuin frá Helga
Haraldssyni. sem vísað var til væntan-
legrar umritunarnefndar. Skömmu síðar
var nefndin fullskipuð, og tóku sæti í
henni þessir menn:
Árni Bergmann ritstjóri, Þjóðviljanum
Árni Böðvarsson málfarsráðunautur,
Ríkisútvarpinu
Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri,
Morgunblaðinu
Jón R. Gunnarsson, lektor í almennum
málvísindum. Háskóla íslands
Sigurður Konráðsson, íslenskri mál-
stöð, formaður nefndarinnar.
Umritunarnefndin tók til starfa í
janúar 1987 og hélt nokkra fundi.
4