Málfregnir - 01.11.1987, Side 5
Nefndin setti sér þaö markmið að leggja
fram tillögur til samræmingar á rithætti
nafna sem rituð eru kyrillísku letri,
einkum þó rússneskra. Greinargerðir
Helga Haraldssonar og Arna Böðvars-
sonar voru hafðar að leiðarljósi. En
nefndinni var nokkur vandi á höndum.
Mest kveður að rússnesku af þeim
tungum sem nota kyrillfskt letur. Rússar
laga einnig að sínum rithætti ýmis nöfn á
tungumálum Sovétríkjanna öðrum en
rússnesku. Síðan umrita fréttastofur af
kyrillísku letri á latínuletur og miða þá
oftast við að lesendur séu enskumælandi
eða kunni a.nt.k. ensku sæmilega.
Pannig berast fréttaskeyti íslenskum
blaðamönnum í langflestum tilvikum.
Því taldi nefndin rétt að semja reglur um
hvernig umritað er af ensku -og einnig af
þýsku. norsku, dönsku ogsænsku. Hins
vegar þötti ekki ástæða til að semja
reglur um beina umritun af kyrillísku
letri á íslensku. því aö mjög sjájdan
reynir á hana í blaðamennsku hér.
2. Viöhorf og tillögur
Meginviðhorf nefndarinnar voru þessi:
í fyrsta lagi að vera trúr upphafsmáli.
Þess vegnaer stundum notuð z, þótt ekki
sé lengur í íslenska stafrófinu, og fram-
andi stafasambönd, t.d. sli og tsj. Það er
jgert til að koma í veg fyrir misskilning
' vegna nafna sem íslendingar gera varla
greinarmun á í framburði. Til dæmis er
Zakharov nafn á tónskáldi, en Sakharov
er eðlisfræðingur. Þrátt fyrir þetta er
umritunin ekki svo nákvæm að alltaf sé
ótvírætt hvernig umrita skal aftur til upp-
hafsmálsins.
í öðru lagi vildi nefndin taka tillit til
hefðar, bæði innlendrar og erlendrar.
Þess vegna leggur nefndin til umritunina
stsj fyrir m sem hefir óneitanlega áunnið
sér nokkra hefð.
í þriðja lagi varð svo niðurstaðan að
megináhersla var lögð á rússnesku. en
vissulega geta önnur mál Sovétríkjanna
goldið þess.
Fræðimenn, sem Ijallað hafa um þessi
mál, hafa gert greinarmun á umritun og
umstöfun. Nefndin ásetti sér að leggja
einungis áherslu á umritun, sem felur í
sér að gera orð læsileg á viðtökumálinu.
Umstöfun er hins vegar nákvæm umritun,
þar sem öllu er til skila haldið, og sjá má
hvernig orðið hefir verið ritað í upphafs-
málinu. Umstöfun er einnig kölluð vís-
inclaleg umritun, enda er hún oftast
notuð í sérhæfri vinnu, svo sem á bóka-
söfnum og í vísindalegum greinum.
Umstöfun er óþarflega flókin til notk-
unar í fjölmiðlum.
Nefndin komst fljótlega að niðurstöðu
um hvaða meginstefnu skyldi fylgja og
tók síðan saman tillögur undir fyrirsögn-
inni “Umritun rússneskra nafna og nafn-
mynda á íslensku". Tillögurnar voru
lagðar fyrir málnefndina og ræddar á
fundi hennar 11. mars 1987. Formaður
umritunarnefndar kom á fundinn og
svaraði fyrirspurnum. Samþykkt var að
leita álits Helga Haraldssonar í Ósló og
Árna Þórs Sigurðssonar í Stokkhólmi á
þessum tillögum fyrir næsta fund.
Svör bárust fljótt og vel frá þeim Árna
og Helga og voru rædd á fundi mál-
nefndar 14. apríl 1987. Eftir nokkra
umræðu var samþykkt að vísa athuga-
semdum slafneskufræðinganna til um-
ritunarnefndar og biðja um álit henn-
ar og frekari greinargerð meö tillögun-
um.
Umritunarnefnd fjallaði gaumgæfi-
lega um athugasemdir sem borist höfðu,
og einn nefndarmanna hafði símasam-
band við Helga Haraldsson vegna atriða.
sem ekki varð samkomulag um. Að lok-
inni athugun á öllum viðhorfum, sem
fram höfðu komið, gekk umritunarnefnd
frá tillögum sínum. Þæreru að langmestu
leyti samhljóða áliti þeirra Helga Har-
aldssonar og Árna Þórs Sigurðssonar
nerna í einu eða tveimur atriðum. þar
sem nefndin komst að annarri niður-
stöðu. Mikils er um það vert að í megin-
dráttum virðist vera góð samstaða um til-
5