Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 6
lögur umritunarnefndar, og innan nefnd-
arinnar var alger samstaða.
Að lokum sendi umritunarnefnd mál-
nefndinni „Álitsgerð um umritun nafna
og nafnmynda sem rituð eru kyrillísku
letri" (júní 1987), og var hún lögð fyrir
fund í málnefndinni 15. júní. Nokkrar
umræður urðu um álitsgerðina og umrit-
unartillögur nefndarinnar, en þær síðan
samþykktar. Enn fremur var samþykkt
að birta álitsgerðina í Málfregnum og
kynna hana síðan í öðrum fjölmiðlum.
Álit umritunarnefndar fer hér á eftir
eins og formaður nefndarinnar hefir búið
það til prentunar með lítils háttar lagfær-
ingum sem hann gerði í samráði við aðra
nefndarmenn.
Aftur skal vakin athygli á því að
íslenski rithátturinn var aldrei miðaður
við umritun beint úr kyrillísku. Pað ber
að hafa í huga við notkun töflunnar á
bls. 10. Kyrillíska stafrófið er haft þar
með til fróðleiks, þó að ekki sé treyst-
andi á að gagnkvæm samsvörun sé ætíð
milli þess og íslensku umritunarinnar,
þ.e. milli 1. og3. dálks á töflunni.
Álitsgerð umritunamefndar
1.Inngangur
Flest tungumál í Evrópu og Ameríku
nota latínuletur. Hins vegar nota Rússar
og sumar aðrar slafneskar þjóðir (Búlg-
arar, Hvítrússar, Makedóníumenn,
Serbar og Úkraínumenn) kyrillískt letur
(upphaflega notað í fornbúlgörsku), sem
er sprottið af grísku letri, enda kristnuð-
ust þessar þjóðir frá grísk-katólsku kirkj-
unni. Auk þess er þetta letur notað í
flestum öðrum tungumálum Sovétríkj-
anna. Umrita þarf nöfn úr kyrillísku letri
þegar þau eru höfð í málum sem nota
latínuletur, og hefur hver þjóð þá venju-
lega skapað sér hefð í samræmi við mál-
kerfi sitt. Ensk umritun er algengust í
fréttaskeytum og blöðum sem íslend-
ingar fá, en hún er mjög óheppileg í
íslensku sökum ólíkra hljóðkerfa (fram-
burðarreglna) í ensku og íslensku.
Athuga ber að hér er aðeins átt við
rússneskar og rússneskaðar nafnmyndir.
Broddur yfir staf í þessum umritunum
táknar áherslu, en við sleppum honum í
íslensku, því að þar er hann villandi. Til
dæmis sýnir Sahárov í danskri umritun
ekki annað en að áherslan er á mið-
atkvæði orðsins. í íslensku er hins vegar
venjulega eðlilegt að hafa áherslu á
fyrsta atkvæði, enda er ekki unnt að gera
ráð fyrir að íslendingar yfirleitt geti náð
rússneskum framburði.
Þess ber einnig að gæta að til okkar
berst daglega fjöldi rússneskra nafn-
mynda sem eiga ekki uppruna í rúss-
nesku, heldur einhverju öðru tungumáli.
Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota
rússnesku nafnmyndina, heldur þá sem
heimamenn tíðka. Það er til dæmis fráleitt
að nota í íslenskum blöðum rússnesk
nöfn á stöðum í Eystrasaltslöndunum,
þótt þau séu innan Sovétríkjanna, heldur
er rétt að nota til dæmis eistneska,
lettneska eða litáíska nafnið eftir því sem
við á. Sama gildir að sjálfsögðu um nöfn
úr öðrum tungum Sovétríkjanna en
rússnesku. Hins vegar eru Rússar fjöl-
mennasta þjóðin í ríkjasambandinu og
sú áhrifamesta, og því eru rússnesk og
rússneskuð nöfn einhöfð í fréttum
þaðan.
Rétt er að benda á að í sumum atriðum
eru úkraínska og hvítrússneska frá-
brugðnar rússnesku, og því er ekki sjálf-
sagt að rússneskt nafn á stöðum í Úkra-
ínu eða Hvíta-Rússlandi sé eins og það
sem heimamenn nota. Þannig heitir
höfuðborg Úkraínu Kíjiv á úkraínsku,
Kíjev á rússnesku, en sökum hefðar er
rétt að nota myndina Kíev (tvö atkvæði) í
6