Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 21
ánsson 1986:134-147. Sjálfur hefi ég
vikið að þessu efni við ýmis tækifæri,
m. a. á norræna málnefndaþinginu í Fær-
eyjum 1984 (Baldur Jónsson 1985b:5-12.
Sjá enn fremur Baldur Jónsson
1985c:51-61 og Halldór Halldórsson
1962). Hér verður aðeins drepið á fátt
eitt og farið fljótt yfir sögu.
Ef við hugsum okkur málrækt sem
vísvitandi viðleitni til að vernda og bæta
mál samkvæmt skilgreindu markmiði þá
er íslensk málrækt rösklega 200 ára. (Að
vissu leyti er hún miklu eldri, sbr. erindi
mitt frá þinginu í Færeyjum.)
Um 1780 verða tímamót. Um það
leyti (1779) stofnuðu fáeinir íslendingar
í Kaupmannahöfn félag sem nefndist
Hið íslenska lærdómslistafélag. Það hóf
útgáfu ársrits, sem kallað var Rit þess
Islendska Lœrdóms-Lista Felags og kom
út á tímabilinu 1781-1798. Þar er fjallað
um ýmislegt sem aldrei hafði áður verið
skrifað um á íslensku. Hvernig átti þá að
fara að? Það höfðu forystumenn félags-
ins lagt niður fyrir sér þegar í upphafi. í
lögum félagsins, sem út voru gefin í
Kaupmannahöfn 1780 (Ens Islendska
Lœrdoms-Lista Felags Skraa, bls. 6 og
8), eru þrjár greinar með ákvæðum um
þetta. Þær fara hér á eftir, en stafsetning
er færð í nútímahorf (sbr. Halldór Hall-
dórsson 1971:223):
5. Einninn skal félagið geyma og varð-
veita norræna tungu sem eitt fagurt
aðalmál, er langa ævi hefir talað verið
á Norðurlöndum, og viðleitast að
hreinsa hina sömu frá útlendum
orðum og talsháttum, er nú taka
henni að spilla. Skal því ei í félagsrit-
um brúka útlend orð um íþróttir,
verkfæri og annað, svo fremi menn
finni önnur gömul eður miðaldra
norræn heiti.
6. Því má og í stað útlendra orða smíða
ný orð, samansett af öðrum norræn-
um, ervel útskýri náttúru hlutar þess,
er þau þýða eigu; skulu þar við vel
athugast reglur þær, er tungu þessi
fylgja og brúkaðar eru í smíði góðra,
gamallra orða; skal og gefast ljós
útskýring og þýðing slíkra orða, svo
að þau verði almenningi auðskilin.
7. Þó megu vel haldast slík orð, sem
brúkuð hafa verið í ritum á þrettándu
eður fjórtándu öld, þó ei hafi upp-
runa af norrænni tungu, heldur séu í
fyrstu frá útlendum þjóðum, nær ei
eru til önnur meir tíðkanleg eður
betri og fegri að öðrum hætti.
Hér má annars vegar greina virðingu
félagsmanna fyrir málinu og hreinleika
þess og hins vegar hve annt þeim var um
að það sem félagið gæfi út væri almenn-
ingi skiljanlegt. Forystumennirnir hafa
sýnilega hugsað sér að það sem nú á
dögum er kallað íðorð yrði auðskildara
ef gert væri úr innlendu efni.
Um framkvæmd þessara reglna hefir
Halldór Halldórsson sagt (1971:224):
„Það er sameiginlegt einkenni á grein-
unum í ritunum, að höfundarnir reyna
að mynda ný orð um þau fræðihugtök og
tæknihugtök, sem þeir þurftu að nota“.
Aðeins tiltölulega fá af þessum nýju
orðum hafa lifað fram á vora daga, en
aðalatriðið er, eins og Halldór hefir bent
á (1971:224-225): „að hér var mörkuð
stefna, sem ekki aðeins hefir lifað síðan,
heldur blómgazt og dafnað“.
Aður en lengra er haldið er vert að
hyggja sem snöggvast að stöðu dönsk-
unnar. Sem kunnugt er laut ísland
dönskum yfirráðum öldum saman, þ.e.
frá 1380 til 1918, og Danakonungur var
einvaldur á íslandi frá 1662 til 1874. En
danskan varð aldrei mál íslendinga. Á
íslandi hefir aldrei tíðkast nema eitt
mál, þótt einkennilegt kunni að virðast.
Enginn maður krafðist þess nokkurn
tíma - ekki einu sinni Danakonungur
meðan hann var einvaldur - að íslend-
ingar almennt ættu að tala eða skilja
dönsku. Tengslin við Danmörk voru þó
svo langvinn og einskorðuð að íslenskan
hlaut að verða fyrir áhrifum frá dönsku.
íslenskir embættismenn urðu auðvitað
21