Málfregnir - 01.11.1987, Side 22

Málfregnir - 01.11.1987, Side 22
að nota dönsku sem mál stjórnvalda. Mestalla æðri menntun sóttu íslenskir námsmenn til Kaupmannahafnar. Þannig lærðu þeir dönsku, fengu ef til vill einhverja einkatilsögn áður en þeir fóru utan. í latínuskólum biskupsstól- anna gömlu, á Hólum og í Skálholti, var - mér vitanlega - engin dönskukennsla, enda mun danska ekki heldur hafa verið kennd í dönskum latínuskólum. í Bessa- staðaskóla var kennd danska á fyrri hluta 19. aldar (Þorkell Jóhannesson 1950:381) og síðar einnig í æðri skólum hér á landi. Margir lærðu að lesa danskar bækur, meira eða minna af eigin rammleik, en danska varð ekki skyldu- námsgrein í íslenskunt skólum fyrr en 1946 (Jónas Kristjánsson 1986:134). Þá hafði ísland verið fullvalda ríki í 28 ár og sjálfstætt lýðveldi í tvö ár. Eftir þennan útúrdúr um dönskuna skulum við svipast um á íslandi eftir 1780. Þann áratug sem þá fór í hönd riðu yfir landið stórfelldar náttúruhamfarir og sóttir með miklum mannfelli. Eftir alda- mótin fór fyrst að glaðna til aftur. Fyrri hluti 19. aldar einkennist af rómantík, frelsisbaráttu og föðurlandsást. Bók- menntir tóku aftur að blómgast, og mál- ræktin samtvinnaðist baráttu fyrir auknu frelsi. Mikilvægustu viðfangsefni hennar voru að losna við óþarfar dönskuslettur, venja sig af því að tala það hrognamál sem sums staðar var lenska, einkum í verslunarplássum eins og Reykjavík, og hefja til vegs mál alþýðunnar sem hafði varðveist furðuvel meðal sveitafólks urn allt land allar götur frá miðöldum. En hin sanna fyrirmynd öllum skrifandi mönnum og málverndarfólki voru auð- vitað fornbókmenntirnar sjálfar. Þegar rætt er um þessa tíma ber að hafa hugfast að borgir voru engar á íslandi. í Reykjavík, sem var stærsti verslunarstaðurinn, voru um aldamótin 1800 einungis um 300 íbúar. Sveita- fólkið, sem ég minntist á, var m.ö.o. nær allir landsmenn. Bessastaðaskóli gegndi mikilvægu hlutverki í íslenskri málrækt á fyrri helmingi 19. aldar. Vert væri að segja frá honum og kynna nokkra af helstu kenn- urum hans og nemendum. Tímans vegna verð ég að láta nægja að nafngreina tvo kennara, Sveinbjörn Egilsson (1791- 1852) og Hallgrím Scheving (1781-1861), og tvo lærisveina, skáldið Jónas Hall- grímsson (1807-1845) og málfræðinginn Konráð Gíslason prófessor (1808-1891). Að öðru leyti verð ég að vísa til ritgerðar Jónasar Kristjánssonar. En ég get ekki látið hjá líða að staldra við eitt nafn enn, sem venjulega er nefnt í sömu andránni og blóminn úr Bessa- staðaskóla. Það er nafn danska mál- fræðingsins Rasmusar Kristjáns Rasks (1787-1832). Hann er einn af höfuð- skörungunum í íslenskri málræktarsögu. Á þessu ári er minnst 200 ára afmælis hans. Með hliðsjón af því hefir íslenska póst- og símamálastofnunin gefið út frí- merki með mynd af Rasmusi Rask. Út- gáfa íslenskra frímerkja er vissum tak- mörkum háð. Það er t.d. meginregla að íslenskt frímerki skuli ekki tileinkað útlendingi og ekki bera mynd af útlend- um manni. Nú hefir Póst- og símamála- stofnunin að vissu leyti brotið þessa reglu. En til þess að sniðganga vandann er frímerkið formlega tileinkað íslenskri málrækt og ber áletrunina „Verndum tungu. Vöndum mál“. Annars hefði það líklega komið út á afmælisdegi Rasks 22. nóvember. Með þessu hefir Póst- og símamála- stofnunin staðfest hve mikils við metum Rasmus Kristján Rask. Enginn efast um hið danska þjóðerni hans, en hér er hans minnst sem væri hann einn af bestu sonum íslands. Það yrði alltof langt mál að gera grein fyrir öllu sem Rask fékk áorkað hér á landi. Ég skal aðeins geta þess að hann dvaldist á íslandi 1813-1815 og hafði forystu unt stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 1816. Það 22

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.