Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 23

Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 23
félag hefir verið íslandi mikils virði og starfar enn. Ég hefi nú reynt að gera örlitla grein fyrir menningarlegum og pólitískum jarðvegi þeirrar málræktar sem nú er stunduð á íslandi og öllu fyllri getur hún ekki orðið í svo stuttu erindi. Eins og allir aðrir sjáum við glöggt hið nána samband nráls og þjóðernis, og aldrei var það jafnskýrt og í upphafi 19. aldar, þegar íslendingar hófu baráttu fyrir auknu frelsi, en voru svo blásnauðir að þeir áttu nánast ekkert nema málið. Við sjáum einnig glöggt náið samband milli þjóðernis og fullveldis. Málrækt skiptir okkur því meginmáli - af beinum hagnýtum ástæðum. Við vitum einnig mjög vel að allt hefir sína kosti og galla. Okkar mál er hvergi gjaldgengt utan íslands nema e.t.v. í Færeyjum. En það er ekkert nýtt. Þannig hefir það verið í mörg hundruð ár. Pau samskipti, sem við kærum okkur um við annað fólk, verðum við að borga fyrir. Við getum ekki búist við að neinn útlendingur telji ómaksins vert að læra íslensku nema sérstaklega standi á. Það er ekki einu sinni víst að sérfræðingar í norrænum málum séu færir um að tala eða skrifa íslensku. Þess vegna teljum við að eitt af viðfangsefnum íslenskrar málræktar sé að auka kunnáttu í og urn íslensku, einnig meðal annarra þjóða. 2. Viðfangsefni málræktar Til þess að komast í átt að markinu er sömu ráðum beitt og annars staðar. Til dæmis má nefna kennslu, málræktar- þætti í útvarpi og blöðum, starfsemi mál- nefndar, íðorðastörf, orðabókargerð, rannsóknir. Það kann að vera villandi að tala um íslenska málstefnu og framkvæmd hennar. Svo gæti þá virst sem íslensk málrækt væri miðstýrð og þaulskipu- lögð, en því fer víðs fjarri. Málrækt á íslandi hefir umfram allt komið fram í almennum áhuga. Hlutur stjórnvalda er þó mikils verður, ekki síst í formi lög- gjafar, sem endurspeglar stefnuna. Hið mikilvægasta, sem nú er í gildi af þessu tagi (ef skólalöggjöf er frá talin), eru lög sem varða nafngiftir: lög um mannanöfn (nr. 54/1925), lög um bæjanöfn o.fl. (nr. 35/1953), lög (nr. 57/1982) um breyt- ingar á lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð (nr. 42/1903) og lög um veitinga- og gististaði (nr. 67/1985). Hér má einnig nefna ákvæði, sem túlka verður sem viljayfirlýsingar, í lögum um Þjóðleikhús (nr. 58/1978) og í útvarps- lögum (nr. 68/1985). Enn fremur mætti nefna reglugerðir, þingsályktanir o.fl. Síðast en ekki síst hafa verið sett lög um íslenska málnefnd (nr. 80/1984). Þau öðluðust gildi 1. janúar 1985. Samkvæmt þeim skyldi komið á fót sérstakri stofnun sem sinnti málræktarverkefnum og skyldi hún rekin sameiginlega af málnefndinni og Háskóla Islands. Hún tók til starfa í Reykjavík 1. janúar 1985 og nefnist íslensk málstöð. íslensk málnefnd heyrir beint undir menntamálaráðherra sem hefir nú einnig sett „Reglugerð um íslenska málnefnd og starfsemi íslenskrar málstöðvar" (nr. 159, 26. mars 1987). Sjá nánara um málstöðina Baldur Jónsson 1986:65-68. Eftir 1950 tóku stjórnvöld að styrkja nýyrðastarfsemi í landinu með árlegum fjárveitingum frá Alþingi. Þessi starf- semi varð býsna þróttmikil næstu árin, og upp úr því var málnefndin stofnuð 1964. Þess vegna hefir nefndin öðru fremur helgað sig nýyrðastörfum. En orðið nýyrði hefir löngum verið notað bæði um “nýtt orð“ og „íðorð“ (sbr. Baldur Jónsson 1985a:28). Allmargar orðanefndir hafa verið settar á fót á vegum ýmissa félaga, hin fyrsta þegar 1919, eða á vegum opinberra stofnana, en það er undantekning. Eitt af hlut- verkum málnefndarinnar er að hafa samband við þessar nefndir og vera þeim til aðstoðar. Sama á við um einstaklinga sem fást við íðorðastörf eða nýyrði. Nú 23

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.