Málfregnir - 01.11.1987, Side 24
eru 22 íðorðanefndir á skrá í málstöð-
inni, en upp undir helmingur þeirra er
aðgerðalítill. Ef við berum okkur saman
við frændur okkar í Skandinavíu og
Finnlandi erum við langt á eftir í útgáfu
íðorða.
Svipaða sögu er að segja um skipu-
lagða málrækt að öðru leyti. Með
auknum fjárveitingum og tilkomu mál-
stöðvarinnar vonumst við til að geta
gefið okkur meir að vanræktum verk-
efnum af ýmsu tagi, t.d. að alls konar
samræmingu sem hefir mikið hagnýtt
gildi í samfélagi nútímans. Sem dæmi
má nefna að stafrófsröðun hefir lengi
verið á reiki og breytileg frá einni orða-
eða nafnaskrá til annarrar. Líklega fer
nú að komast festa á fyrir atbeina mál-
nefndarinnar. Til marks um það er
Símaskrá 1987 sem gerir nú í fyrsta
skipti greinarmun á bryddum ogóbrydd-
um sérhljóðum við röðun, eins og mál-
nefndin hefir lagt til.
Hér má einnig geta þess að á vegum
málnefndar hafa nýlega verið samdar
umritunarreglur, einkum ætlaðar fjöl-
miðlum, til að stafsetja rússnesk nöfn.
Annað mikilvægt verkefni, sem
íslensk málnefnd hefir spreytt sig á, er
að taka saman skrá yfir ríkjaheiti og
þjóðernisorð. Þetta er skemmtilegt við-
fangsefni, en hefir reynst strembið, og
við getum ekki vænst þess að komast að
endanlegri niðurstöðu í einni atrennu.
Utan málnefndar hafa ýmsir menn,
óháðir hver öðrum, glímt við sama
vanda, tekið mismikið fyrir og náð mis-
munandi árangri. Stórtækastur þeirra er
Árni Böðvarsson, málfarsráðunautur
Ríkisútvarpsins. Skráin sem hann hefir
tekið saman verður birt á prenti áður en
langt um líður.
Vegna viðleitni okkar til að halda mál-
inu hreinu höfum við ætíð haft hugann
mjög við það að uppræta erlend orð og
mynda innlend orð í staðinn. Samtímis
höfum við þó tekið við fjölmörgum
tökuorðum, enda verður aldrei hjá því
komist að einhverju marki. En við
höfum, að minni hyggju, látið undir
höfuð leggjast að gefa tökuorðum nægi-
legan gaum og þeim meginreglum sem
fylgja ber við aðlögun þeirra. Okkur
hefir ekki tekist nógu vel að rækta þá list
að aðlaga tökuorð á smekkvíslegan hátt.
Eg fyrir mitt leyti sakna meiri þroska og
næmari máltilfinningar í því efni.
Almenn þekking á íslenskri orðmyndun
mætti líka vera miklu meiri. Þótt undar-
legt kunni að virðast höfum við ekki
gefið okkur ýkja mikið að orðmynd-
unar- og beygingarfræði. Annað dæmi
um svið sem orðið hefir út undan er
íslenskur framburður. Þannig væri
vandalaust að halda áfram að telja upp
vanrækt verkefni. Orðabækur eru mikil-
væg hjálpartæki. Til skamms tíma hafa
íslenskar orðabækur verið litlar og ein-
hæfar, en allra síðustu árin hefir ræst
talsvert úr þó að margt vanti enn. Til
dæmis er ekki til nein stór íslensk rétt-
ritunarorðabók í líkingu við orðalista
Sænsku akademíunnar (Svenska Aka-
demiens ordlista). En samkvæmt lögum
á íslensk málnefnd að vinna að slíku
verki.
Islensk málrækt á við mörg vandamál
að glíma. Að því er ég best fæ séð er
vandi okkar alls staðar sá sami í aðal-
atriðum. Sama hætta steðjar að öllum
litlum málsamfélögum. Hjá okkur
Islendingum er vandinn meiri en hjá
mörgum öðrum vegna þess hve fáir við
erum. Fámennið skýrir a.m.k. eitthvað
af „vanrækslu“ okkar.
3. Islensk málrækt í norrænu Ijósi
Hefir málrækt annarra norrænna þjóða
eitthvert gildi á íslandi? Hvað geta þær
lært hver af annarri?
Hér verða ekki gefin tæmandi svör við
þessum spurningum, aðeins vikið að
þeim fáeinum orðum.
Með hliðsjón af íslenskum aðstæðum
og viðhorfi íslendinga til tungu sinnar
getur varla talist óeðlilegt að við
24