Málfregnir - 01.11.1987, Blaðsíða 27
Nordterm
Reglur
1. Inngangur
Nordterm er samtök fimm stofnana sem
hafa með sér samvinnu um íðorðastarf-
semi. Þær eru:
íslensk málnefnd, íslandi
Rádet for teknisk terminologi, Noregi
Tekniikan Sanastokeskus r.y. / Cent-
ralen för Teknisk Terminologi r.f.,
Finnlandi
Tekniska nomenklaturcentralen,
Svíþjóð
Terminologigruppen, Danmörku
í þessum reglum eru fyrrgreindar stofn-
anir nefndar einu nafni „aðildarstofnan-
ir“ eða „samstarfsaðiljar".
Fyrsti Nordterm-fundurinn var hald-
inn 1976 vegna þess að þörf var á að
skipuleggja norrænt samstarf að íðorða-
málum. Þessar reglur eru um framhald
og tilhögun þess samstarfs.
2. Markmið og verksvið
Nordterm hefur þann tilgang að vera
norrænn vettvangur fyrir íðorðastarf-
semi og tengja hana saman. Nordterm
skal:
a) efla og treysta norræna samvinnu á
þessu sviði með því að aðiljar skipt-
ast á upplýsingum, miðla hver öðrum
af reynslu sinni og starfsárangri, með
vinnu að sameiginlegum verkefnum,
með ráðstefnum, fræðslufundum og
þvíumlíku
b) treysta áhrif norrænna þjóða og hlut-
deild þeirra í þróun alþjóðlegrar
íðorðastarfsemi með sameiginlegri
stefndmótun.
Verksvið Nordterm tekur til rann-
sókna, hagnýtra starfa, menntunar og
annarrar starfsemi sem tengist íðorðum.
3. Skipulag Nordterm
3.1 Stjórnarnefnd
Stjórnarnefnd Nordterm er æðsta stofn-
un samtakanna. Hún er skipuð einum
fulltrúa frá hverjum samstarfsaðilja.
Hverri aðildarstofnun ber að tilnefna
fulltrúa til setu í stjórn þann tíma sem
stofnunin tiltekur sjálf. Auk þess til-
nefnir hver aðildarstofnun varamann
fyrir fulltrúa sinn. Stjórnarnefndin skal
sjá til þess að varamenn geti jafnharðan
fylgst með öllum gerðum hennar, og
varamaður getur ásamt fulltrúa setið
fundi stjórnarnefndar.
Ef til atkvæðagreiðslu kemur, hefur
þó hver aðildarstofnun aðeins eitt
atkvæði.
Með gagnkvæmum skilmálum má
gefa öðrum norrænum stofnunum eða
samtökum kost á áheyrnarfulltrúum,
enda hafi þær stofnanir eða samtök til að
bera áhuga á íðorðastarfsemi og hæfni til
að stunda hana.
Formaður stjórnarnefndar er fulltrúi
þeirrar aðildarstofnunar sem á að undir-
búa næsta Nordterm-þing.
Hlutverk stjórnarnefndar er:
. að vera fulltrúi Nordterm út á við
• að samhæfa starfsemi samtakanna
• að leggja skýrslu fyrir Nordterm-þing
. að annast þá umsýslu sem gegna þarf
. að undirbúa ný verkefni og hrinda
þeim í framkvæmd og í sambandi við
það að koma á fót vinnuhópum eða
verkefnanefndum
. að styðja vinnuhópa og verkefna-
nefndir með því að skapa skilyrði fyrir
starfi þeirra
. að vinna að því að afla fjár til starf-
semi Nordterm
27