Málfregnir - 01.11.1987, Side 28

Málfregnir - 01.11.1987, Side 28
. að endurskipuleggja eða leggja niður óvirka vinnuhópa og verkefnanefndir. Sú aðildarstofnun, sem fer með for- mennsku í stjórnarnefndinni, gegnir jafnframt skrifstofuhlutverki fyrir Nordterm. 3.2 Vinnuhópar íðorðastarfsemi fer fram í vinnuhópum Nordterm. Stjórnarnefndin kemur vinnuhópum á fót og afmarkar starfssvið þeirra. Þeim er ætlað varanlegra hlutverk en verk- efnanefndum, þar sem þeir hafa fjöl- þættari starfsemi með höndum. Vinnu- hópar geta sett á stofn verkefnancfndir til að leysa skýrt afmörkuð verkefni. Hver aðildarstofnun hefur rétt til að tilnefna allt að þremur fulltrúum í hvern vinnuhóp. Vinnuhópar geta stækkað sig sjálfir eftir þörfum með fulltrúum frá aðildarstofnunum eða úr öðrum áttum. Vinnuhópar fylgja starfsháttareglum Nordterm. 3.3 Verkefnanefndir Vinnuhópar eða stjórnarnefnd geta stofnað verkefnanefndir til að leysa skýrt afmörkuð verkefni. Vinnuhópar, sem koma verkefnanefndum á fót, skulu greina stjórnarnefnd frá verkefnum þeirra. Verkefnanefndir fylgja starfs- háttareglum Nordterm. 4. Nordterm-þing Nordterm-þing er opið öllum sem áhuga hafa á íðorðastörfum á Norðurlöndunr. Aheyrnarfulltrúum frá öðrum löridum er einnig heimill aðgangur. Þingið er umræðuvettvangur fjölda fólks senr stendur á bak við Nordterm og getur örvað samtökin með nýjum áhrifum og hugmyndum. Þar geta komið fram til- lögur um breytingar á starfsáætlunum stjórnarnefndar og þó einkum vinnu- hópa og verkefnanefnda. Nordterm-þing er að jafnaði haldið annað hvert ár. Stjórnarnefnd fer þess á leit við eina aðildarstofnunina að hún sjái um næsta Nordterm-þing. Þingin skulu að jafnaði haldin til skiptis á vegunr aðildarstofnana í þeirri röð sem fylgt hefur verið. Greinargerðir stjórnarnefndar, vinnu- hópa og verkefnanefnda skulu ræddar á Nordterm-þingum í því skyni að gefa nefndum og vinnuhópum örvandi ábendingar. I tengslum við Nordterm-þing skal halda norræna íðorðaráðstefnu til að breiða út áhuga og fræðslu um íðorða- störf og koma á sambandi milli áhuga- manna á þessu sviði innan Norðurlanda og utan. 5. Ráðstefnur, fræðslufundir og námskeið Stjórnarnefnd Nordterm og vinnuhópar skulu undirbúa opnar ráðstefnur, fræðslufundi og námskeið, sem taka til meðferðar efni úr íðorðafræði og af grannsviöum hennar. Má þá leita sam- starfs við þá aðilja sem eðlilegt er að hafa samvinnu við. 6. Fjármál Nordterm hefur ekki eigið fjárhald. Fé sem veitt kann að vera til einstakra verk- efna er á sérreikningi í umsýslu einnar af aðildarstofnununum. 7. Samstarfsslit og endurskipulagning Akvörðun um að leggja Nordterm niður eða endurskipuleggja stofnanir þess eru á valdi stjórnarnefndar. 8. Þessar reglur eru samþykktar af íslenskri málnefnd 14.4. 1987 Rádet for teknisk terminologi 19.2. 1987 Tekniikan Sanastokeskus r.y. / Cent- ralen för Teknisk Terminologi r.f. 13.1. 1987 Tekniska nomenklaturcentralen 21.4. 1987 Terminologigruppen 26.3. 1987 28

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.