Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 29

Málfregnir - 01.11.1987, Qupperneq 29
Ritfregnir eftir Sigurð Konráðsson MóAurmáliA. Fjórtán erindi um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum. Rit- stjóri: Ólafur Halldórsson. Vísindafélag íslendinga, Ráðstefnurit 1. Reykjavík 1987. 113 bls. Vorið 1986 stóð Vísindafélag íslendinga fyrir ráðstefnu um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum. A undanförnum árum hafa farið fram miklar umræður um íslenska tungu og því var vel til fundið hjá Vísindafélaginu að velja þetta efni til umræðu á fyrstu ráðstefnu í ráðstefnuröð félagsins. Fram til þessa hafði umræðan að mestu farið fram í blöðum og tímaritum en nú gafst tæki- færi til að reyna að fá gott yfirlit. Fram- sögumenn voru 14, en einn forfallaðist á síðustu stundu. Nú hafa erindin verið prentuð og gefin út á bók. Formálsorð ritar Ólafur Halldórsson og setning- arávarp Unnsteins Stefánssonar, forseta Vísindafélagsins, er prentað þar næst á eftir. Loks hefja menn að rekja vanda ís- lenskrar tungu. Útgefandi lýsir í formála (bls. 7-8) hverjir voru fyrirlesarar, með þessum orðum: „í fyrsta lagi málvísinda- menn sem hafa fengist við rannsóknir á talmáli, haft afskipti af eða beinlínis unnið að stefnumótun í málvernd, fylgst með nafngiftum, bæði mannanöfnum og nöfnum fyrirtækja, unnið að nýyrða- smíð og kynningu nýyrða o.s.frv. I öðru lagi móðurmálskennarar, fóstra til að ræða um hvernig börnin læra málið á dagvistarstofnunum, kennarar til að ræða móðurmálskennslu í grunnskólum og framhaldsskólum og hverjar kröfur verði að gera til móðurmálskennara. í þriðja lagi fréttamaður og auglýsinga- hönnuður til að ræða viðhorf þessara starfstétta til móðurmálsins og menntun þeirra og möguleika til að beita því. I fjórða lagi rithöfundur og skáld til að ræða um móðurmálið sem tæki til list- sköpunar og vanda þeirra sem fást við þýðingar." Pað er því víða komið við og greinarnar allar fróðlegar. Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku. Eftir Ingólf Pálmason. Reykja- vík 1987. 52 bls. Fjölrit. Ættarnöfn eiga sér ekki mjög langa sögu í íslenskri nafnahefð. Þrátt fyrir það eru þau býsna algeng og því verðugt rann- sóknarefni. Ættarnöfn hafa nefnilega oft mjög framandlegt yfirbragð; maður er t.d oft og tíðum alls ekki viss um hvernig þau eru rituð. Ingólfur Pálma- son hefur nú sent frá sér rit um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku. Hann kannar einkum hvernig þessi nöfn eru höfð í eignarfalii og nefnir allmörg dæmi, einkum frá þessari öld og þeirri síðustu. En ritgerð Ingólfs er ekki einungis þurr greinargerð um hvernig farið hefur verið með þessi heiti. Höf- undur er óragur við að setja fram sínar skoðanir á hvernig beygingum skuli háttað - þótt ekki verði því neitað að þær reglur hefðu mátt koma skýrara fram. Ingólfur er því mjög fylgjandi að ættarnöfn taki eignarfallsendingu þegar þau eiga við um karlmenn, en óljósara er hvernig hann vill að við förum með ættarnöfn þegar kvenmenn eiga í hlut. Yfirgnæfandi meirihluti dæma Ingólfs er um karlmenn, en dæmi um ættarnöfn kvenna spanna rúma blaðsíðu (bls. 46- 47). Hins vegar er lítið gert úr því að láta ættarnöfn fá þágufallsendingu. 29

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.