Málfregnir - 01.11.1987, Page 30
Höfundur er nokkuð harðorður á
stundum. Dæmi um það er þetta (bls.
48): „Lífsþægindakynslóðin berst fyrir
beygingarleysi ættarnafna“. Jafnvel þótt
sú kynslóð sem þarna er vísað til sleppi
stundum eignarfallsendingu ættarnafna
virðist nokkuð mikið í borið að segja
hana berjast fyrir beygingarleysi. Fremur
mætti nota þessi orð um ýmsa sem létu
að sér kveða í umræðu um ættarnöfn við
upphaf tuttugustu aldar. Þá fróðlegu
sögu rekur Ingólfur í stuttu máli. Annað
dæmi er að Ingólfur talar um (bls. 51) að
uppdráttarsýki sé hlaupin í málkennd
þjóðarinnar ef henni finnst það rétt mál
að segja ljóð Byron (ekki Byrons).
Rit Ingólfs Pálmasonar er á margan
hátt athygli vert, einkum þó fyrir þær
sakir að manni verður ósjálfrátt á vörum
að hér dugi vart reglur. Reyndar má
vitna í orð höfundar (bls. 3-4) þessari
niðurstöðu til stuðnings: „Nú er málið
þannig vaxið, að um beygingu ættar-
nafna er ekki hægt að setja beinharðar
reglur; stundum verður smekkur hvers
og eins að koma til. Málið er að nokkru
stílfræðilegs eðlis, svo að engin furða er
þótt sums staðar sé harla laust undir
fótum“.
Grannamálið fyri vestan. íslendskir
tekstir til framhaldsdeildina. Eftir Árna
Dahl. Fproya Skúlabókagrunnur. Þórs-
höfn 1987. 57 bls.
Þessi litla bók ber vitni um athyglis-
verðan áhuga Færeyinga á því að kynna
íslensku fyrir skólabörnum, en þar er
íslenska á námsskrá fyrir 8.-10. bekk.
Ekki er haft jafnmikið við færeysku hér
á landi. Bókin er ekki hefðbundin
kennslubók í íslensku með málfræði sem
þungamiðju. Á rúmlega tveimur blað-
síðum er reyndar vikið að framburði, en
mest er þetta safn texta af ýmsum toga,
t.d. þjóðsögur, brot úr skáldsögum,
úrklippur úr dagblöðum og dægurlaga-
textar. Nokkur íslensku orðanna eru
þýdd á færeysku á spássíu í fyrri hluta
textasafnsins, en í þeim seinni eru text-
arnir bæði hafðir á íslensku og færeysku.
Þessa texta mætti sem best nota við
kennslu hér á landi, hafi einhver hug á
að kynna 13-15 ára nemendum færeyska
tungu. Loks eru listar yfir nokkrar
bækur sem hafa verið þýddar af íslensku
á færeysku og öfugt. Bókinni fylgir
snælda með upplestri á bókinni allri.
Leiðrétting
í álitsgerð málnefndarinnar, „Um röðun
þjóðskrár11, sem birt er í Málfregnum 1,
bls. 4-7, hefir stafkrókur fallið niður þar
sem síst skyldi. í aftari dálki á bls. 4
stendur á eftir fyrstu greinaskilum:
„Margir bókstafir hafa svo kölluð staf-
merki (e. diacritics), undirstæð (c), álæg
(0) eða yfirstæð (z)“. Hér vantar undir-
stæða stafmerkið. Dæmið sem átti að
sýna er q. Lesendur eru beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
30